Þórhildur Gyða hefur kært Sigurð G. vegna umdeildrar Facebook-færslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 17:18 Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands vegna umdeildrar Facebook-færslu. Vísir Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært hæstaréttarlögmanninn Sigurð G. Guðjónsson til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands fyrir að hafa birt myndir úr lögregluskýrslu hennar. Þetta staðfestir lögmaður Þórhildar í samtali við Vísi. Þórhildur Gyða greindi frá því í síðasta mánuði að landsliðsmaður í knattspyrnu hafi ráðist á hana og áreitt á skemmtistað haustið 2017. Þórhildur tilkynnti árásina til lögreglu en málið var látið niður falla hálfu ári síðar þegar hún komst að samkomulagi við knattspyrnumanninn. Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, birti fyrir nokkru á Facebook-síðu sinni myndir úr lögregluskýrslu úr málinu. Þar má lesa persónugreinanlegar upplýsingar og framburð Þórhildar úr skýrslutöku hjá lögreglu. Þórhildur hefur nú kært þetta til lögreglu. RÚV greinir frá þessu en fram kemur í fréttinni að í kærunni segi lögmaður Þórhildar, Gunnar Ingi Jóhannsson, að Sigurður hafi með færslunni misfarið með persónuupplýsingar og rannsóknargögn og jafnframt brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar. Þá hafi hann jafnframt gerst brotlegur gegn lögum um þagnarskylduákvæði. Sigurður sagði í samtali við Vísi 6. september síðastliðinn að hann hafi ekki birt færsluna sem lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson. „Auk þess er ég ekki lögmaður neins aðila í þessu máli. Og hlýt að hafa mínar heimildir til að tjá mig persónulega eins og allir aðrir í samfélaginu,“ sagði Sigurður eftir að hann birti færsluna. Lögmaður Þórhildar Gyðu, segir í kærunni, að þetta sé kolrangt. Siguður hafi með þessu verið að reyna að koma sér undan trúnaðar- og þagnarskyldum og ábyrgð sem á honum hvíli samkvæmt lögum. Eins og áður segir hefur Sigurður einnig verið kærður til Persónuverndar. Í þeirri kæru er Sigurður sakaður um að hafa brotið reglur með vinnslu persónuupplýsinga og þar með gerst sekur um saknæma og ólögmæta háttsemi. Í kærunni til Lögmannafélagsins er þess krafist að Sigurði verði veitt áminning eða þá að hann verði beittur strangari viðurlögum. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Persónuvernd Lögreglumál KSÍ Samfélagsmiðlar Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Þórhildur Gyða greindi frá því í síðasta mánuði að landsliðsmaður í knattspyrnu hafi ráðist á hana og áreitt á skemmtistað haustið 2017. Þórhildur tilkynnti árásina til lögreglu en málið var látið niður falla hálfu ári síðar þegar hún komst að samkomulagi við knattspyrnumanninn. Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, birti fyrir nokkru á Facebook-síðu sinni myndir úr lögregluskýrslu úr málinu. Þar má lesa persónugreinanlegar upplýsingar og framburð Þórhildar úr skýrslutöku hjá lögreglu. Þórhildur hefur nú kært þetta til lögreglu. RÚV greinir frá þessu en fram kemur í fréttinni að í kærunni segi lögmaður Þórhildar, Gunnar Ingi Jóhannsson, að Sigurður hafi með færslunni misfarið með persónuupplýsingar og rannsóknargögn og jafnframt brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar. Þá hafi hann jafnframt gerst brotlegur gegn lögum um þagnarskylduákvæði. Sigurður sagði í samtali við Vísi 6. september síðastliðinn að hann hafi ekki birt færsluna sem lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson. „Auk þess er ég ekki lögmaður neins aðila í þessu máli. Og hlýt að hafa mínar heimildir til að tjá mig persónulega eins og allir aðrir í samfélaginu,“ sagði Sigurður eftir að hann birti færsluna. Lögmaður Þórhildar Gyðu, segir í kærunni, að þetta sé kolrangt. Siguður hafi með þessu verið að reyna að koma sér undan trúnaðar- og þagnarskyldum og ábyrgð sem á honum hvíli samkvæmt lögum. Eins og áður segir hefur Sigurður einnig verið kærður til Persónuverndar. Í þeirri kæru er Sigurður sakaður um að hafa brotið reglur með vinnslu persónuupplýsinga og þar með gerst sekur um saknæma og ólögmæta háttsemi. Í kærunni til Lögmannafélagsins er þess krafist að Sigurði verði veitt áminning eða þá að hann verði beittur strangari viðurlögum.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Persónuvernd Lögreglumál KSÍ Samfélagsmiðlar Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira