Þórhildur Gyða hefur kært Sigurð G. vegna umdeildrar Facebook-færslu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. september 2021 17:18 Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært Sigurð G. Guðjónsson hæstaréttarlögmann til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands vegna umdeildrar Facebook-færslu. Vísir Þórhildur Gyða Arnarsdóttir hefur kært hæstaréttarlögmanninn Sigurð G. Guðjónsson til lögreglu, Persónuverndar og Lögmannafélags Íslands fyrir að hafa birt myndir úr lögregluskýrslu hennar. Þetta staðfestir lögmaður Þórhildar í samtali við Vísi. Þórhildur Gyða greindi frá því í síðasta mánuði að landsliðsmaður í knattspyrnu hafi ráðist á hana og áreitt á skemmtistað haustið 2017. Þórhildur tilkynnti árásina til lögreglu en málið var látið niður falla hálfu ári síðar þegar hún komst að samkomulagi við knattspyrnumanninn. Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, birti fyrir nokkru á Facebook-síðu sinni myndir úr lögregluskýrslu úr málinu. Þar má lesa persónugreinanlegar upplýsingar og framburð Þórhildar úr skýrslutöku hjá lögreglu. Þórhildur hefur nú kært þetta til lögreglu. RÚV greinir frá þessu en fram kemur í fréttinni að í kærunni segi lögmaður Þórhildar, Gunnar Ingi Jóhannsson, að Sigurður hafi með færslunni misfarið með persónuupplýsingar og rannsóknargögn og jafnframt brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar. Þá hafi hann jafnframt gerst brotlegur gegn lögum um þagnarskylduákvæði. Sigurður sagði í samtali við Vísi 6. september síðastliðinn að hann hafi ekki birt færsluna sem lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson. „Auk þess er ég ekki lögmaður neins aðila í þessu máli. Og hlýt að hafa mínar heimildir til að tjá mig persónulega eins og allir aðrir í samfélaginu,“ sagði Sigurður eftir að hann birti færsluna. Lögmaður Þórhildar Gyðu, segir í kærunni, að þetta sé kolrangt. Siguður hafi með þessu verið að reyna að koma sér undan trúnaðar- og þagnarskyldum og ábyrgð sem á honum hvíli samkvæmt lögum. Eins og áður segir hefur Sigurður einnig verið kærður til Persónuverndar. Í þeirri kæru er Sigurður sakaður um að hafa brotið reglur með vinnslu persónuupplýsinga og þar með gerst sekur um saknæma og ólögmæta háttsemi. Í kærunni til Lögmannafélagsins er þess krafist að Sigurði verði veitt áminning eða þá að hann verði beittur strangari viðurlögum. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Persónuvernd Lögreglumál KSÍ Samfélagsmiðlar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira
Þórhildur Gyða greindi frá því í síðasta mánuði að landsliðsmaður í knattspyrnu hafi ráðist á hana og áreitt á skemmtistað haustið 2017. Þórhildur tilkynnti árásina til lögreglu en málið var látið niður falla hálfu ári síðar þegar hún komst að samkomulagi við knattspyrnumanninn. Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, birti fyrir nokkru á Facebook-síðu sinni myndir úr lögregluskýrslu úr málinu. Þar má lesa persónugreinanlegar upplýsingar og framburð Þórhildar úr skýrslutöku hjá lögreglu. Þórhildur hefur nú kært þetta til lögreglu. RÚV greinir frá þessu en fram kemur í fréttinni að í kærunni segi lögmaður Þórhildar, Gunnar Ingi Jóhannsson, að Sigurður hafi með færslunni misfarið með persónuupplýsingar og rannsóknargögn og jafnframt brotið gegn friðhelgi einkalífs hennar. Þá hafi hann jafnframt gerst brotlegur gegn lögum um þagnarskylduákvæði. Sigurður sagði í samtali við Vísi 6. september síðastliðinn að hann hafi ekki birt færsluna sem lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson. „Auk þess er ég ekki lögmaður neins aðila í þessu máli. Og hlýt að hafa mínar heimildir til að tjá mig persónulega eins og allir aðrir í samfélaginu,“ sagði Sigurður eftir að hann birti færsluna. Lögmaður Þórhildar Gyðu, segir í kærunni, að þetta sé kolrangt. Siguður hafi með þessu verið að reyna að koma sér undan trúnaðar- og þagnarskyldum og ábyrgð sem á honum hvíli samkvæmt lögum. Eins og áður segir hefur Sigurður einnig verið kærður til Persónuverndar. Í þeirri kæru er Sigurður sakaður um að hafa brotið reglur með vinnslu persónuupplýsinga og þar með gerst sekur um saknæma og ólögmæta háttsemi. Í kærunni til Lögmannafélagsins er þess krafist að Sigurði verði veitt áminning eða þá að hann verði beittur strangari viðurlögum.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Persónuvernd Lögreglumál KSÍ Samfélagsmiðlar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Fleiri fréttir Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Sjá meira