Fulltrúar FIFA fylgjast með stöðunni hjá KSÍ og buðu fram hendur á dekk Sindri Sverrisson skrifar 24. september 2021 15:00 Fulltrúar FIFA heimsóttu höfuðstöðvar KSÍ í Laugardalnum í vikunni. vísir/vilhelm „FIFA vill bara vera upplýst um stöðuna og býður fram aðstoð eins og þarf,“ segir Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, um komu tveggja fulltrúa FIFA til landsins. Fulltrúarnir sátu fund fráfarandi stjórnar KSÍ á þriðjudag. Bæði FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, og UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hafa í þessum mánuði sent fulltrúa til landsins til að kynna sér betur stöðuna eftir að formaður og stjórn KSÍ sögðu af sér í lok ágúst. Forysta KSÍ hafði þá verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi varðandi frásagnir af ofbeldi leikmanna karlalandsliðsins. Nodar Akhalkatsi og Charles Boorman sátu fund stjórnar á þriðjudag fyrir hönd FIFA. Ómar segir þá fyrst og fremst hafa verið þar til að bjóða fram aðstoð FIFA vegna aukaþingsins sem fram fer á laugardaginn eftir viku. „FIFA setti sig í samband við okkur núna í haust þegar það spurðist út hvað hefði verið í gangi hérna. Við höfum verið í reglulegum samskiptum síðan þá. Þau hafa óskað eftir upplýsingum, við höfum látið þau fá allar upplýsingar sem þau vilja, og þau hafa bara boðið fram stuðning og aðstoð. Hluti af því var að koma hingað, hittast og tala saman,“ segir Ómar. Ekkert hafi gefið til kynna að FIFA væri að búa sig undir að taka yfir stjórn KSÍ: „Nei, ég hef ekkert séð um það alla vega. Við höfum bara haldið þeim vel upplýstum um hvað er í gangi hjá okkur og það er bara lykilatriðið; að FIFA viti hvað er í gangi. Þannig geta þau hjálpað okkur.“ Fulltrúar UEFA og FIFA á þinginu samkvæmt venju Í fundargerð frá síðasta stjórnarfundi segir um heimsókn FIFA að fulltrúarnir tveir hafi boðið fram stuðning við stjórn og skrifstofu í aðdraganda aukaþingsins. Í hverju felst sá stuðningur? „Í sjálfu sér voru þau bara að bjóða hendur á dekk. Þetta var bara opið boð um hvort FIFA gæti hjálpað til með eitthvað. Við höfum auðvitað mestu þekkinguna á því hvernig á að framkvæma þing KSÍ en þetta var bara almennt boð um aðstoð,“ segir Ómar. FIFA hefur svo boðið áframhaldandi stuðning eins og á þarf að halda eftir þingið. Ómar segir að fulltrúi frá UEFA hafi komið fyrr í þessum mánuði í sama tilgangi; til að kynna sér betur stöðuna hjá íslenska sambandinu. Á þinginu á Hilton Reykjavík Nordica eftir rúma viku verða fulltrúar frá UEFA og FIFA á svæðinu en Ómar segir að þannig hafi það verið á síðustu ársþingum og sé jafnan á ársþingum knattspyrnusambanda í heiminum. KSÍ FIFA UEFA Tengdar fréttir Stefnir í rússneska kosningu hjá Vöndu | Fáir vilja í stjórn KSÍ Framboðsfrestur fyrir aukaþing KSÍ rennur út á miðnætti annað kvöld og fátt sem bendir til annars en að Vanda Sigurgeirsdóttir verði ein í framboði til formanns KSÍ. 24. september 2021 11:29 Helga býður sig fram í stjórn KSÍ Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku. 24. september 2021 09:30 Ætlar að hætta sem formaður Knd. Fram verði hann kosinn í stjórn KSÍ Framarar eru komnir aftur upp í Pepsi Max deild karla í fótbolta eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar en formaðurinn er nú á krossgötum. 23. september 2021 11:01 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Bæði FIFA, alþjóða knattspyrnusambandið, og UEFA, knattspyrnusamband Evrópu, hafa í þessum mánuði sent fulltrúa til landsins til að kynna sér betur stöðuna eftir að formaður og stjórn KSÍ sögðu af sér í lok ágúst. Forysta KSÍ hafði þá verið harðlega gagnrýnd fyrir aðgerðaleysi varðandi frásagnir af ofbeldi leikmanna karlalandsliðsins. Nodar Akhalkatsi og Charles Boorman sátu fund stjórnar á þriðjudag fyrir hönd FIFA. Ómar segir þá fyrst og fremst hafa verið þar til að bjóða fram aðstoð FIFA vegna aukaþingsins sem fram fer á laugardaginn eftir viku. „FIFA setti sig í samband við okkur núna í haust þegar það spurðist út hvað hefði verið í gangi hérna. Við höfum verið í reglulegum samskiptum síðan þá. Þau hafa óskað eftir upplýsingum, við höfum látið þau fá allar upplýsingar sem þau vilja, og þau hafa bara boðið fram stuðning og aðstoð. Hluti af því var að koma hingað, hittast og tala saman,“ segir Ómar. Ekkert hafi gefið til kynna að FIFA væri að búa sig undir að taka yfir stjórn KSÍ: „Nei, ég hef ekkert séð um það alla vega. Við höfum bara haldið þeim vel upplýstum um hvað er í gangi hjá okkur og það er bara lykilatriðið; að FIFA viti hvað er í gangi. Þannig geta þau hjálpað okkur.“ Fulltrúar UEFA og FIFA á þinginu samkvæmt venju Í fundargerð frá síðasta stjórnarfundi segir um heimsókn FIFA að fulltrúarnir tveir hafi boðið fram stuðning við stjórn og skrifstofu í aðdraganda aukaþingsins. Í hverju felst sá stuðningur? „Í sjálfu sér voru þau bara að bjóða hendur á dekk. Þetta var bara opið boð um hvort FIFA gæti hjálpað til með eitthvað. Við höfum auðvitað mestu þekkinguna á því hvernig á að framkvæma þing KSÍ en þetta var bara almennt boð um aðstoð,“ segir Ómar. FIFA hefur svo boðið áframhaldandi stuðning eins og á þarf að halda eftir þingið. Ómar segir að fulltrúi frá UEFA hafi komið fyrr í þessum mánuði í sama tilgangi; til að kynna sér betur stöðuna hjá íslenska sambandinu. Á þinginu á Hilton Reykjavík Nordica eftir rúma viku verða fulltrúar frá UEFA og FIFA á svæðinu en Ómar segir að þannig hafi það verið á síðustu ársþingum og sé jafnan á ársþingum knattspyrnusambanda í heiminum.
KSÍ FIFA UEFA Tengdar fréttir Stefnir í rússneska kosningu hjá Vöndu | Fáir vilja í stjórn KSÍ Framboðsfrestur fyrir aukaþing KSÍ rennur út á miðnætti annað kvöld og fátt sem bendir til annars en að Vanda Sigurgeirsdóttir verði ein í framboði til formanns KSÍ. 24. september 2021 11:29 Helga býður sig fram í stjórn KSÍ Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku. 24. september 2021 09:30 Ætlar að hætta sem formaður Knd. Fram verði hann kosinn í stjórn KSÍ Framarar eru komnir aftur upp í Pepsi Max deild karla í fótbolta eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar en formaðurinn er nú á krossgötum. 23. september 2021 11:01 Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05 KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06 Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Sjá meira
Stefnir í rússneska kosningu hjá Vöndu | Fáir vilja í stjórn KSÍ Framboðsfrestur fyrir aukaþing KSÍ rennur út á miðnætti annað kvöld og fátt sem bendir til annars en að Vanda Sigurgeirsdóttir verði ein í framboði til formanns KSÍ. 24. september 2021 11:29
Helga býður sig fram í stjórn KSÍ Helga Helgadóttir, íþróttastjóri knattspyrnudeildar Hauka og þjálfari, hefur ákveðið að sækjast eftir kjöri í stjórn Knattspyrnusambands Íslands á sérstöku aukaþingi sem haldið verður eftir rúma viku. 24. september 2021 09:30
Ætlar að hætta sem formaður Knd. Fram verði hann kosinn í stjórn KSÍ Framarar eru komnir aftur upp í Pepsi Max deild karla í fótbolta eftir frábært tímabil í Lengjudeildinni í sumar en formaðurinn er nú á krossgötum. 23. september 2021 11:01
Fundirnir sem leiddu til falls Guðna og stjórnar KSÍ Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lagði til að hann myndi víkja sæti tímabundið en stjórn sambandsins samþykkti ekki þá tillögu. Í kjölfarið ákvað Guðni að segja af sér. 22. september 2021 10:05
KSÍ vill að nefnd skoði viðbrögð sambandsins vegna kynferðisofbeldismála Stjórn Knattspyrnusambands Íslands hefur beðið Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands um að stofnuð verði nefnd sem gera eigi úttekt á viðbrögðum og málsmeðferð KSÍ vegna kynferðisofbeldismála sem tengst hafa leikmönnum í landsliðum Íslands. 21. september 2021 22:06