Breiðablik og HK án mikilvægra leikmanna í Kópavogsslagnum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. september 2021 17:01 Birnir Snær Ingason missir af Kópavogsslagnum á morgun vegna leikbanns. vísir/Hulda Margrét Breiðablik og HK verða án mikilvægra leikmanna í Kópavogsslagnum í lokaumferð Pepsi Max-deildar karla á morgun. Mikið er undir í Kópavogsslagnum en liðið eru í baráttu á sitt hvorum enda töflunnar. Breiðablik er í 2. sæti deildarinnar með 44 stig, einu stigi á eftir toppliði Víkings. Á meðan er HK í 10. sætinu með tuttugu stig, tveimur stigum frá fallsæti. Bæði liðin misstu mikilvæga leikmenn í leikbönn í síðustu umferð. Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, fékk sitt fjórða gula spjald í sumar í leiknum gegn FH og verður því í banni á morgun. HK missti svo tvo leikmenn í bann í leiknum gegn Stjörnunni. Ívar Örn Jónsson fékk sitt fjórða gula spjald og Birnir Snær Ingason var rekinn af velli vegna tveggja gulra spjalda. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, verður því að stilla upp alveg nýjum vinstri kanti í leiknum á morgun. Sem kunnugt er verður Kári Árnason ekki með Víkingi gegn Leikni en hann fékk sitt fjórða gula spjald á tímabilinu í sigrinum dramatíska á KR, 1-2, í síðustu umferð. Þórður Ingason verður einnig fjarri góðu gamni en hann fékk þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í ólátunum eftir leikinn. KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk sömu refsingu og verður því ekki með gegn Stjörnumönnum á morgun. Sömu sögu er að segja af Kennie Chopart og Finni Tómasi Pálmasyni sem eru í banni. Fallnir Fylkismenn verða án Þórðar Gunnars Hafþórssonar og fyrirliðans Ragnars Braga Sveinssonar gegn Valsmönnum á morgun. Það er eini leikur lokaumferðarinnar sem skiptir engu máli. Þá verður Hörður Ingi Gunnarsson ekki með FH gegn KA á Akureyri vegna leikbanns. Stöð 2 Sport verður með veglega dagskrá á morgun. Upphitun Pepsi Max stúkunnar hefst klukkan 13:00 og hægt verður að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í þættinum. Þá verða allir leikirnir í lokaumferðinni sýndir beint og klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti. Nánari upplýsingar um dagskrá morgundagsins má sjá með því að smella hér. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Mikið er undir í Kópavogsslagnum en liðið eru í baráttu á sitt hvorum enda töflunnar. Breiðablik er í 2. sæti deildarinnar með 44 stig, einu stigi á eftir toppliði Víkings. Á meðan er HK í 10. sætinu með tuttugu stig, tveimur stigum frá fallsæti. Bæði liðin misstu mikilvæga leikmenn í leikbönn í síðustu umferð. Gísli Eyjólfsson, miðjumaður Breiðabliks, fékk sitt fjórða gula spjald í sumar í leiknum gegn FH og verður því í banni á morgun. HK missti svo tvo leikmenn í bann í leiknum gegn Stjörnunni. Ívar Örn Jónsson fékk sitt fjórða gula spjald og Birnir Snær Ingason var rekinn af velli vegna tveggja gulra spjalda. Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, verður því að stilla upp alveg nýjum vinstri kanti í leiknum á morgun. Sem kunnugt er verður Kári Árnason ekki með Víkingi gegn Leikni en hann fékk sitt fjórða gula spjald á tímabilinu í sigrinum dramatíska á KR, 1-2, í síðustu umferð. Þórður Ingason verður einnig fjarri góðu gamni en hann fékk þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í ólátunum eftir leikinn. KR-ingurinn Kjartan Henry Finnbogason fékk sömu refsingu og verður því ekki með gegn Stjörnumönnum á morgun. Sömu sögu er að segja af Kennie Chopart og Finni Tómasi Pálmasyni sem eru í banni. Fallnir Fylkismenn verða án Þórðar Gunnars Hafþórssonar og fyrirliðans Ragnars Braga Sveinssonar gegn Valsmönnum á morgun. Það er eini leikur lokaumferðarinnar sem skiptir engu máli. Þá verður Hörður Ingi Gunnarsson ekki með FH gegn KA á Akureyri vegna leikbanns. Stöð 2 Sport verður með veglega dagskrá á morgun. Upphitun Pepsi Max stúkunnar hefst klukkan 13:00 og hægt verður að fylgjast með öllum leikjunum samtímis í þættinum. Þá verða allir leikirnir í lokaumferðinni sýndir beint og klukkan 20:00 er svo komið að uppgjörsþætti. Nánari upplýsingar um dagskrá morgundagsins má sjá með því að smella hér. Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik HK Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Körfubolti Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti