Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að Ísland stæði mjög vel.
„Við höfum það öll nokkuð gott, misjafnlega vel. Við höfum fengið möguleika á því að bæta kjör allra, og verkefni okkar stjórnmálamanna er alltaf einmitt að bæta hag þeirra sem verst hafa. Þar getum við alveg gert betur og eigum að leggja áherslu á það á næsta kjörtímabili.“
Þarna var Ingu Sæland, nóg boðið.
„Hvers lags eiginlega froðuflóð er að flæða hér um allar koppagrundir?“ sagði Inga.
„Það er eins og þið hafið ekki stigið niður á jörðina og feisað fólkið sem á þetta bágt. Ég hef skömm á svona málflutningi.“
Hér að neðan má sjá ræðu Ingu um stöðu öryrkja.