Atli Rafn hafði betur gegn Leikfélagi Reykjavíkur í Hæstarétti Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. september 2021 15:13 Atli Rafn Sigurðarson við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Egill Hæstiréttur dæmdi í dag Leikfélag Reykjavíkur til að greiða leikaranum Atla Rafni Sigurðarsyni 1,5 milljónir í miskabætur og þrjár milljónir í málskostnað. Atli Rafn stefndi leikfélaginu árið 2019 vegna ólögmætrar uppsagnar hjá Borgarleikhúsinu og ærumeiðinga eftir að hann var sakaður um kynferðislega áreitni. Hann fór fram á alls 13 milljónir í bætur. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Atla Rafni fyrst 5,5 milljónir króna í skaðabætur í málinu. Landsréttur sneri svo dómi héraðsdóms við í desember síðastliðnum og sýknaði leikfélagið af kröfu Atla. Vegið að æru Atla Rafns og persónu Í dómi Hæstaréttar í málinu í dag segir að verulegur misbrestur hafi orðið af hálfu leikfélagsins í meðferð málsins og að forsvarsmenn Leikfélagsins hafi „af verulegu gáleysi vegið að æru og persónu“ Atla. Sérstaklega er vikið að þætti Kristínar Eysteinsdóttur þáverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins í dómi. „Skiptir þá ekki síst máli að ákvörðun um uppsögn á samningnum við [Atla Rafn] var tekin án þess að honum væri gefinn kostur á að svara fyrir þær ávirðingar sem á hann voru bornar,“ segir í dómi. Eftir að málið komst í hámæli í opinberri umræðu hefði Kristín sagt að til grundvallar uppsögninni lægi yfirveguð ákvörðun. Leikfélagið hefði ekki verið að bregðast við naflausum ábendingum heldur „beinum tilkynningum“ og að ákvörðunin hafi verið tekin „eftir mikla yfirlegu og að vandlega ígrunduðu máli“. Atli Rafn stefndi upphaflega Kristínu sjálfri, auk leikfélagsins, en Hæstiréttur féllst ekki á áfrýjunarbeiðni hans í málinu gegn Kristínu, aðeins leikfélaginu. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Atli Rafn stefndi leikfélaginu árið 2019 vegna ólögmætrar uppsagnar hjá Borgarleikhúsinu og ærumeiðinga eftir að hann var sakaður um kynferðislega áreitni. Hann fór fram á alls 13 milljónir í bætur. Málið vakti mikla athygli á sínum tíma en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Atla Rafni fyrst 5,5 milljónir króna í skaðabætur í málinu. Landsréttur sneri svo dómi héraðsdóms við í desember síðastliðnum og sýknaði leikfélagið af kröfu Atla. Vegið að æru Atla Rafns og persónu Í dómi Hæstaréttar í málinu í dag segir að verulegur misbrestur hafi orðið af hálfu leikfélagsins í meðferð málsins og að forsvarsmenn Leikfélagsins hafi „af verulegu gáleysi vegið að æru og persónu“ Atla. Sérstaklega er vikið að þætti Kristínar Eysteinsdóttur þáverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins í dómi. „Skiptir þá ekki síst máli að ákvörðun um uppsögn á samningnum við [Atla Rafn] var tekin án þess að honum væri gefinn kostur á að svara fyrir þær ávirðingar sem á hann voru bornar,“ segir í dómi. Eftir að málið komst í hámæli í opinberri umræðu hefði Kristín sagt að til grundvallar uppsögninni lægi yfirveguð ákvörðun. Leikfélagið hefði ekki verið að bregðast við naflausum ábendingum heldur „beinum tilkynningum“ og að ákvörðunin hafi verið tekin „eftir mikla yfirlegu og að vandlega ígrunduðu máli“. Atli Rafn stefndi upphaflega Kristínu sjálfri, auk leikfélagsins, en Hæstiréttur féllst ekki á áfrýjunarbeiðni hans í málinu gegn Kristínu, aðeins leikfélaginu.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent