Tugmilljóna króna tjón vegna tölvuárásar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. september 2021 14:41 Grétar Jónsson, framkvæmdastjóri Geislatækni, fyrir framan af eina af vélunum sem eru óvirkar vegna árásarinnar. vísir/vilhelm Rússneskir tölvuþrjótar hafa síðan á föstudag haft allt tölvukerfi hátæknifyrirtækis í gíslingu. Þeir krefjast tuga milljóna króna lausnargjalds. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins ætlar ekki að verða við kröfum þeirra. Hann býst við að hægt verði að hefja einhverja starfsemi á ný í fyrirtækinu í dag. Þegar starfsfólk hátæknifyrirtækisins Geislatækni mætti til vinnu á föstudagsmorgun lá netþjónninn niðri þannig að ekki var hægt að hefja störf. „Það er verið að keyra netþjóninn upp þegar kemur orðsending til okkar um að allar skrár séu læstar og okkur er sagt að hafa samband við Customer Service,“ segir Grétar Jónsson framkvæmdastjóri Geislatækni. Rúv greindi fyrst frá málinu. Fram kom að búið væri að dulkóða allar skrár og ef ekki væri gengið að kröfum tölvuþrjótana upp á 21 milljón myndi krafan hækka í 52 milljónir króna eftir fjóra sólarhringa, sem er í dag. Grétar segir að starfsemi fyrirtækisins sem framleiðir meðal annars íhluti fyrir matvælaiðnað og fleira hafi legið niðri síðan. „Við komumst ekki í neinar skrár eða bókhald. Þannig að við getum ekki kveikt á neinum vélum því forritin sem tengjast þeim eru í frystingu. Starfsemin er því lömuð,“ segir Grétar. Grétar segir að teymi sérfræðinga hafi verið kallað til á föstudag og síðan hafi verið haft samband við lögreglu á mánudaginn. Sérfræðingur frá Europol hafi verið fenginn í málið sem hafi þegar getað upplýst um hvaðan tölvuþrjótarnir séu. „Þetta eru þekktir hakkarar frá Rússlandi. Ég held að það sé mjög erfitt að hafa hendur í hári þeirra,“ segir Grétar. Grétar segir að tilgátan nú sé að tölvuþrjótarnir hafi komist inn í kerfið með tölvupósti. „Líklega gegnum tölvupóst sem hefur haft einhvern tengil sem hefur verið smitaður,“ segir Grétar. Hann ætlar ekki að greiða lausnargjaldið. „Það kemur ekki til greina að verða við þessum kröfum. Það er ekkert öryggi fyrir því að þú endurheimtir þín gögn þó að þú borgir,“ segir hann. Grétar býst við að geta hafi störf fljótlega. „Við erum að vonast til að geta komist í gang með einhverjar vélar seinni partinn í dag,“ segir hann. Hann segir um mikið tjón að ræða. „Þetta getur verið á annan tug milljóna króna,“ segir hann. Aðspurður um hvort hægt sé að tryggja sig fyrir svona glæpum svarar Grétar. „Það hefur ekki verið hægt að tryggja sig gegn tölvuhökkun en ég veit að tryggingafélögin eru að fara að bjóða upp á tryggingar gegn slíku,“ segir hann. Grétar segir enn fremur að Geislatækni hafi verið með öryggiskerfi en það hafi ekki virkað í þessu tilfelli. Það verði kannað í framhaldinu hvað fór úrskeiðis þar. Lögreglumál Tölvuárásir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira
Þegar starfsfólk hátæknifyrirtækisins Geislatækni mætti til vinnu á föstudagsmorgun lá netþjónninn niðri þannig að ekki var hægt að hefja störf. „Það er verið að keyra netþjóninn upp þegar kemur orðsending til okkar um að allar skrár séu læstar og okkur er sagt að hafa samband við Customer Service,“ segir Grétar Jónsson framkvæmdastjóri Geislatækni. Rúv greindi fyrst frá málinu. Fram kom að búið væri að dulkóða allar skrár og ef ekki væri gengið að kröfum tölvuþrjótana upp á 21 milljón myndi krafan hækka í 52 milljónir króna eftir fjóra sólarhringa, sem er í dag. Grétar segir að starfsemi fyrirtækisins sem framleiðir meðal annars íhluti fyrir matvælaiðnað og fleira hafi legið niðri síðan. „Við komumst ekki í neinar skrár eða bókhald. Þannig að við getum ekki kveikt á neinum vélum því forritin sem tengjast þeim eru í frystingu. Starfsemin er því lömuð,“ segir Grétar. Grétar segir að teymi sérfræðinga hafi verið kallað til á föstudag og síðan hafi verið haft samband við lögreglu á mánudaginn. Sérfræðingur frá Europol hafi verið fenginn í málið sem hafi þegar getað upplýst um hvaðan tölvuþrjótarnir séu. „Þetta eru þekktir hakkarar frá Rússlandi. Ég held að það sé mjög erfitt að hafa hendur í hári þeirra,“ segir Grétar. Grétar segir að tilgátan nú sé að tölvuþrjótarnir hafi komist inn í kerfið með tölvupósti. „Líklega gegnum tölvupóst sem hefur haft einhvern tengil sem hefur verið smitaður,“ segir Grétar. Hann ætlar ekki að greiða lausnargjaldið. „Það kemur ekki til greina að verða við þessum kröfum. Það er ekkert öryggi fyrir því að þú endurheimtir þín gögn þó að þú borgir,“ segir hann. Grétar býst við að geta hafi störf fljótlega. „Við erum að vonast til að geta komist í gang með einhverjar vélar seinni partinn í dag,“ segir hann. Hann segir um mikið tjón að ræða. „Þetta getur verið á annan tug milljóna króna,“ segir hann. Aðspurður um hvort hægt sé að tryggja sig fyrir svona glæpum svarar Grétar. „Það hefur ekki verið hægt að tryggja sig gegn tölvuhökkun en ég veit að tryggingafélögin eru að fara að bjóða upp á tryggingar gegn slíku,“ segir hann. Grétar segir enn fremur að Geislatækni hafi verið með öryggiskerfi en það hafi ekki virkað í þessu tilfelli. Það verði kannað í framhaldinu hvað fór úrskeiðis þar.
Lögreglumál Tölvuárásir Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Sjá meira