Ert þú með lægri laun en þingmaður? Björn Leví Gunnarsson skrifar 23. september 2021 09:02 Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að við hlífum fátækum við skattlagningu og aukum byrðarnar eftir því sem bökin verða breiðari. Hins vegar að við verðlaunum það sem er umhverfisvænt og grænt.Það þýðir að viljum t.d. lækka skatta á: Launatekjur undir 1.225 þúsund krónur á mánuði Örorku- og ellilífeyrisþega Umhverfisvæna vörur og þjónustu Græn sprotafyrirtæki Lítil, loftslagsvæn fyrirtæki Og við viljum hækka skatta á: Launatekjur yfir 1.225 þúsund krónur á mánuði Ofurauð Arð og fjármagnstekjur Hagnaðardrifna auðlindanýtingu eins og sjávarútveg og stóriðju Mengun og óumhverfisvæn stórfyrirtæki Skattalækkun fyrir rúm 90% launþega Nokkur umræða hefur verið um tillögur Pírata í skattamálum, ekki síst vegna þess að okkur yfirsást skekkja í fyrstu útreikningunum okkar. Leiðindaklúður sem við brugðumst við eins og við viljum að stjórnmálafólk geri: Þökkuðum fyrir ábendinguna og leiðréttum villuna strax. Skítur skeður og ekkert kjaftæði. Ég ók framhjá strætóskýli á dögunum þar sem vakin var athygli á hugmynd okkar um að hækka efsta skattþrepið. Í þeirri umræðu allri hefur hins vegar algjörlega gleymst - viljandi eða ekki - að útskýra hver afraksturinn er af þessari hækkun. Eins og fyrr segir vilja Píratar hlífa fólki með lægri tekjur. Þess vegna leggjum við til að hækka persónuafslátt um 20 þúsund krónur - sem nýtist hinum fátækari miklu, miklu betur en fólki á ofurlaunum. Til þess að fjármagna það leggjum við til, ásamt aðgerðum eins og bættu eftirliti gegn skattaundanskotum og róttækum breytingum í sjávarútvegi, að fjármagna þessa skattalækkun fyrir fátækt fólk með því að auka byrðarnar á hin auðugu. Samspil hærri persónuafsláttar og hærra skattþreps þýðir að öll þau sem eru með lægri laun heldur en þingmenn fá skattalækkun. Ef þú ert með með minna en 1225 þúsund krónur í laun á mánuði - eins og langflestir Íslendingar - þá muntu hafa meira á milli handanna í hverjum mánuði ef tillögur Pírata yrðu að veruleika. Þingmenn og ráðherrar greiða hærri skatt fyrir vikið en við höfum alveg efni á því. Þessu til viðbótar ætlum við hefja undirbúning að útgreiðslu persónuafsláttar handa þeim sem nýta hann ekki. Það mun gagnast tekjulausum, eins og námsfólki, sérstaklega vel. Sterkt umboð Nýleg könnun sýnir að meirihluti almennings telur það á ábyrgð stjórnvalda að minnka tekjumun, auk þess sem meirihluti landsmanna styður hátekjuskatt. 82% telur að tekjumunur sé of mikill hér á landi samkvæmt rannsókninni og um það bil sjö af hverjum tíu telur að ríkisvaldið ætti að beita sér til þess að minnka þennan tekjumun. Þetta finnst okkur Pírötum til marks um að hugmyndir okkar um stigvaxandi skattkerfi - þar sem breiðari bökin styðja hin fátæku - eigi góðan hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Það hvetur okkur áfram til að vinna áfram í þessa átt og tala fyrir hugmyndum í skattamálum sem nýtast þeim best sem minnst hafa. Það er fyrirsjáanlegt að einhverjir bendi einungis á þann hluta skattsins sem hækkar og hunsi stóra hlutann sem lækkar, það er klassísk gamaldags pólitík sem Píratar hafa ekki áhuga á. Takið upplýstar ákvarðanir og veljið Pírata og hækkun á persónuafslætti. Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Skattar og tollar Efnahagsmál Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð Bjarni Jónsson skrifar Skoðun „Vókið“ er dulbúin frestunarárátta: Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson skrifar Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Píratar telja að skattkerfið eigi að vera tvennt: Stigvaxandi (á ensku: progressive) og grænt. Það þýðir annars vegar að við hlífum fátækum við skattlagningu og aukum byrðarnar eftir því sem bökin verða breiðari. Hins vegar að við verðlaunum það sem er umhverfisvænt og grænt.Það þýðir að viljum t.d. lækka skatta á: Launatekjur undir 1.225 þúsund krónur á mánuði Örorku- og ellilífeyrisþega Umhverfisvæna vörur og þjónustu Græn sprotafyrirtæki Lítil, loftslagsvæn fyrirtæki Og við viljum hækka skatta á: Launatekjur yfir 1.225 þúsund krónur á mánuði Ofurauð Arð og fjármagnstekjur Hagnaðardrifna auðlindanýtingu eins og sjávarútveg og stóriðju Mengun og óumhverfisvæn stórfyrirtæki Skattalækkun fyrir rúm 90% launþega Nokkur umræða hefur verið um tillögur Pírata í skattamálum, ekki síst vegna þess að okkur yfirsást skekkja í fyrstu útreikningunum okkar. Leiðindaklúður sem við brugðumst við eins og við viljum að stjórnmálafólk geri: Þökkuðum fyrir ábendinguna og leiðréttum villuna strax. Skítur skeður og ekkert kjaftæði. Ég ók framhjá strætóskýli á dögunum þar sem vakin var athygli á hugmynd okkar um að hækka efsta skattþrepið. Í þeirri umræðu allri hefur hins vegar algjörlega gleymst - viljandi eða ekki - að útskýra hver afraksturinn er af þessari hækkun. Eins og fyrr segir vilja Píratar hlífa fólki með lægri tekjur. Þess vegna leggjum við til að hækka persónuafslátt um 20 þúsund krónur - sem nýtist hinum fátækari miklu, miklu betur en fólki á ofurlaunum. Til þess að fjármagna það leggjum við til, ásamt aðgerðum eins og bættu eftirliti gegn skattaundanskotum og róttækum breytingum í sjávarútvegi, að fjármagna þessa skattalækkun fyrir fátækt fólk með því að auka byrðarnar á hin auðugu. Samspil hærri persónuafsláttar og hærra skattþreps þýðir að öll þau sem eru með lægri laun heldur en þingmenn fá skattalækkun. Ef þú ert með með minna en 1225 þúsund krónur í laun á mánuði - eins og langflestir Íslendingar - þá muntu hafa meira á milli handanna í hverjum mánuði ef tillögur Pírata yrðu að veruleika. Þingmenn og ráðherrar greiða hærri skatt fyrir vikið en við höfum alveg efni á því. Þessu til viðbótar ætlum við hefja undirbúning að útgreiðslu persónuafsláttar handa þeim sem nýta hann ekki. Það mun gagnast tekjulausum, eins og námsfólki, sérstaklega vel. Sterkt umboð Nýleg könnun sýnir að meirihluti almennings telur það á ábyrgð stjórnvalda að minnka tekjumun, auk þess sem meirihluti landsmanna styður hátekjuskatt. 82% telur að tekjumunur sé of mikill hér á landi samkvæmt rannsókninni og um það bil sjö af hverjum tíu telur að ríkisvaldið ætti að beita sér til þess að minnka þennan tekjumun. Þetta finnst okkur Pírötum til marks um að hugmyndir okkar um stigvaxandi skattkerfi - þar sem breiðari bökin styðja hin fátæku - eigi góðan hljómgrunn meðal þjóðarinnar. Það hvetur okkur áfram til að vinna áfram í þessa átt og tala fyrir hugmyndum í skattamálum sem nýtast þeim best sem minnst hafa. Það er fyrirsjáanlegt að einhverjir bendi einungis á þann hluta skattsins sem hækkar og hunsi stóra hlutann sem lækkar, það er klassísk gamaldags pólitík sem Píratar hafa ekki áhuga á. Takið upplýstar ákvarðanir og veljið Pírata og hækkun á persónuafslætti. Höfundur er þingmaður Pírata og oddviti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Skoðun Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Diplómanám er ekki nóg – tími til kominn að endurskoða aðgengi fatlaðs fólks að háskólanámi Sigurður Hólmar Jóhannesson Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun