Hinn þrítugi Rodriguez gekk í raðir Everton fyrir síðasta tímabil er félagið keypti hann á 22 milljónir punda frá Real Madríd. Líkt og svo oft áður glímdi Rodriguez við ýmis meiðsli sem þýddu að hann lék aðeins 26 leiki í öllum keppnum með Everton.
Eftir að Rafa Benitez tók við stjórnartaumunum á Goodison Park hefur Rodríguez hins vegar ekki spilað mínútu með liðinu og er nú farinn til Katar.
Official, confirmed. James Rodriguez joins Al Rayyan from Everton, deal signed and completed. He leaves European football. #James #transfers pic.twitter.com/TfIBvY2DL5
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 22, 2021
Segja má að fallið sé hátt en Rodríguez hefur einnig leikið Bayern München, Mónakó og Porto á ferli sínum.