Katrín fagnar fullyrðingu Ratcliffe og skýtur á stjórnarandstöðuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. september 2021 13:39 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því að jarðir landsins safnist ekki á of fáar hendur. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fagnar því á Facebook að breski auðkýfingurinn Jim Ratclifee ætli ekki að kaupa fleiri jarðir hér á landi. Það sé til marks um að stefna hennar í jarðarmálum hafi skilað árangri. Þar hafi markmiðið verði að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun lands á fárra hendur. Ratcliffe hefur undanfarin ár fest kaup á jörðum og veiðiréttindum á Norðausturlandi. Þær jarðir sem Ratcliffe á hlut í nú þegar eru ríflega 100 þúsund hektarar, eða um 1 prósent af öllu landsvæði Íslands. Hann segist hafa keypt sína síðustu íslensku jörð. „Nei, ég mun ekki kaupa meira land því að Íslendingar eru auðvitað búnir að breyta lögum sínum núna. Ég ætla ekki að brjóta lögin og ég vil ekki gera Íslendinga ósátta. Ég hef alls engan áhuga á því," sagði Ratcliffe við fréttastofu í gær. Þar vísar hann í lög um eignarráð og nýtingu fasteigna sem samþykkt voru á Alþingi sumarið 2020. Í lögunum má finna ákvæði um að afsali verði ekki þinglýst nema kaupverð eignar sé gefið upp. Sömuleiðis á að setja á fót landeignaskrá hvar nálgast má upplýsingar um eigendur lands án endurgjalds. Markmiðið var yfirsýn fyrir stjórnvöld og almenning hver ætti jarðir landsins. Katrín fagnar tíðindum gærdagsins. „Þetta er til marks um það að stefna mín í jarðamálum hefur skilað árangri en markmiðið var að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun lands á fárra hendur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í færslu á Facebook. Hún finnur að því að enginn í stjórnarandstöðunni hafi stutt frumvarp hennar. „Merkilegt nokk þá treysti sér enginn úr stjórnarandstöðunni til að styðja frumvarp mitt um breytingar á jarðalögum - sem varð samt að lögum sem betur fer. Það fjallaði í grunninn um að tryggja réttláta auðlindanýtingu og að enginn einn aðili eða aðilar honum tengdir gætu náð yfirráðum yfir of miklu landi. Það er áhugaverð staðreynd.“ Jarðakaup útlendinga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35 Frumvarp um takmarkanir á landareign lagt fram Frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag er ætlað að skýra reglur og takmarkanir á jarðakaupum. Einnig er kveðið á um skráningu upplýsinga um kaupverð og eigendur. 2. apríl 2020 13:56 Frumvarp á að koma í veg fyrir að jarðir safnist á fárra hendur Koma á í veg fyrir að stór hluti jarða í landinu safnist á fáar hendur með frumvarpi um jarðakaup sem verður kynnt í vikunni. Forsætisráðherra segir ekki verða hægt að fara í kringum reglurnar með kennitölukrúsídúllum. 9. febrúar 2020 13:01 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Sjá meira
Ratcliffe hefur undanfarin ár fest kaup á jörðum og veiðiréttindum á Norðausturlandi. Þær jarðir sem Ratcliffe á hlut í nú þegar eru ríflega 100 þúsund hektarar, eða um 1 prósent af öllu landsvæði Íslands. Hann segist hafa keypt sína síðustu íslensku jörð. „Nei, ég mun ekki kaupa meira land því að Íslendingar eru auðvitað búnir að breyta lögum sínum núna. Ég ætla ekki að brjóta lögin og ég vil ekki gera Íslendinga ósátta. Ég hef alls engan áhuga á því," sagði Ratcliffe við fréttastofu í gær. Þar vísar hann í lög um eignarráð og nýtingu fasteigna sem samþykkt voru á Alþingi sumarið 2020. Í lögunum má finna ákvæði um að afsali verði ekki þinglýst nema kaupverð eignar sé gefið upp. Sömuleiðis á að setja á fót landeignaskrá hvar nálgast má upplýsingar um eigendur lands án endurgjalds. Markmiðið var yfirsýn fyrir stjórnvöld og almenning hver ætti jarðir landsins. Katrín fagnar tíðindum gærdagsins. „Þetta er til marks um það að stefna mín í jarðamálum hefur skilað árangri en markmiðið var að koma í veg fyrir of mikla samþjöppun lands á fárra hendur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í færslu á Facebook. Hún finnur að því að enginn í stjórnarandstöðunni hafi stutt frumvarp hennar. „Merkilegt nokk þá treysti sér enginn úr stjórnarandstöðunni til að styðja frumvarp mitt um breytingar á jarðalögum - sem varð samt að lögum sem betur fer. Það fjallaði í grunninn um að tryggja réttláta auðlindanýtingu og að enginn einn aðili eða aðilar honum tengdir gætu náð yfirráðum yfir of miklu landi. Það er áhugaverð staðreynd.“
Jarðakaup útlendinga Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Tengdar fréttir Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35 Frumvarp um takmarkanir á landareign lagt fram Frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag er ætlað að skýra reglur og takmarkanir á jarðakaupum. Einnig er kveðið á um skráningu upplýsinga um kaupverð og eigendur. 2. apríl 2020 13:56 Frumvarp á að koma í veg fyrir að jarðir safnist á fárra hendur Koma á í veg fyrir að stór hluti jarða í landinu safnist á fáar hendur með frumvarpi um jarðakaup sem verður kynnt í vikunni. Forsætisráðherra segir ekki verða hægt að fara í kringum reglurnar með kennitölukrúsídúllum. 9. febrúar 2020 13:01 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Kennarar mótmæla við bæjarráðsfund Sjá meira
Ratcliffe: „Ég mun ekki kaupa meira land“ Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe mun ekki sækjast eftir því að kaupa meira land á Íslandi þó það sé að hans sögn fullkominn staður fyrir verkefni hans til að styrkja stofn Atlantshafslaxins. Hann segist ekki vilja fá Íslendinga upp á móti sér. 22. september 2021 11:35
Frumvarp um takmarkanir á landareign lagt fram Frumvarpi forsætisráðherra um jarðamál sem dreift var á Alþingi í dag er ætlað að skýra reglur og takmarkanir á jarðakaupum. Einnig er kveðið á um skráningu upplýsinga um kaupverð og eigendur. 2. apríl 2020 13:56
Frumvarp á að koma í veg fyrir að jarðir safnist á fárra hendur Koma á í veg fyrir að stór hluti jarða í landinu safnist á fáar hendur með frumvarpi um jarðakaup sem verður kynnt í vikunni. Forsætisráðherra segir ekki verða hægt að fara í kringum reglurnar með kennitölukrúsídúllum. 9. febrúar 2020 13:01