Jón Rúnar ósáttur við það að menn segi að ÍTF hafi ætlað að ræna völdum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2021 12:00 Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, var ekki sáttur með umræðuna um hagsmunarsamtökin Íslenskur Toppfótbolti. vísir/skjáskot Fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH og mikill reynslubolti innan knattspyrnuhreyfingarinnar fór aðeins yfir sína sýn á það sem hefur gengið á í íslenskri knattspyrnu síðustu vikurnar. Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða um stöðu knattspyrnunnar á Íslandi sem hefur gengið í gegnum mikinn ólgusjó að undanförnu. Hann var líka mættur til þess að tala um ósakanar á hendur samtökunum Íslenskum Toppfótbolta sem voru sökuð um að reyna að koma formanni og stjórn KSÍ frá. „Auðvitað er mikil krísa núna en ef maður talar um fótboltann sem slíkan þá verður maður að leyfa sér að taka þennan kafla út fyrir sviga, það er KSÍ kaflann og þetta sem hefur verið að gerast núna. Það eru hlutir sem fæst okkar höfum nokkra þekkingu á og innsýn til að tjá okkur um það,“ sagði Jón Rúnar í viðtali við Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason. Hafa litið á fótboltasamfélagið sem mannbætandi samfélag „Mér finnst að þessi stóra umræða á samfélgsmiðlum hafa gengið svolítið langt í því að setja fótboltann undir einn hatt því það er nú þannig að allir sem hafa æft eða komið að þessu á einhvern hátt, hingað til, lengst af og halda áfram, þeir hafa litið á þetta sem mannbætandi samfélag það er fótboltasamfélagið,“ sagði Jón Rúnar. „Ég held að það verði þannig áfram og við höfum mikið mikið fram að færa,“ sagði Jón Rúnar. Fannst Jóni það sanngjarnt hvernig þetta endaði fyrir formann, stjórn og framkvæmdastjóra KSÍ. „Ég held að það sé engin sanngirni í þessu. Þarna koma þessi mál upp og ef við fengjum að bakka í tíma þá hefðu allir brugðist einhvern veginn öðruvísi við. Í rauninni gengur það ekki inn í einhverja framtíð að frjáls félagasamtök, sem þetta eru nú ennþá, sem er að stórum hluta borið upp af fólki sem er að vinna sjálfboðavinnu. Þó að það sé alltaf að breytast meira og meira,“ sagði Jón Rúnar. Við sem samfélag þurfum að laga hlutina „Það er ekki hægt að leggja það til að það fólk geti brugðist við alvarlegum málum sem þessum og öðrum. Það eru við sem samfélag, og það erum við sem erum hér inni og alls staðar, við þurfum að laga hlutina. En hvernig og hvað er best það veit ekki ég. Það hlýtur að vera þannig að við erum alltaf að bæta okkur og það tekur tíma. Það er vont að vita til þess að það er fólk sem verður fyrir tjóni. Það er vont að vita til að þess að það séu ekki greiðar leiðir fyrir það fólk,“ sagði Jón Rúnar en sér hann það þannig að það þurfti að skipta um alla hjá KSÍ eða vill hann bara sjá hugarfarsbreytingu. „Það sem gerðist núna að stjórn og formaður fara frá, það er það sem heitir að axla ábyrgð. Ég held að við séum ekki að skipta því fólki út sem vinnur inn í hreyfingunni. Við erum ekki að fá eitthvað fólk, sem er einhvers annars staðar, inn í hreyfinguna. Við erum það fólk sem hana skapar,“ sagði Jón Rúnar. „Sú vinna sem er nú fyrir höndum hjá sambandinu því það eru að gang í garð þeir mánuðir þar sem mest er að gera. Ef allt hefði verið eins og það hefur verið þá væri undirbúningur að ársþingi eins og með lagabreytingar og breytingar á mótum. Það er hellingur og það er rosaleg vinna sem fólk er að inna að hendi. Það dettur ekkert af himnum ofan fólkið sem vill gera þetta,“ sagði Jón Rúnar. Ósáttur við Sigurð G Jón Rúnar var ekki sáttur við ummæli hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar um að samtökin Íslenskur toppfótbolta hafi hafi nýtt tækifærið til að koma formanni og stjórn frá þegar pressan var hvað mest. „Það var talað um að hagmunafélagsskapur sem heitir Íslenskur Toppfótbolti. Það hefur farið svolítið fyrir því núna að þessi félagsskapur, sem samanstendur vísu af 27 félögum, félög í efstu deild karla og kvenna og í Lengjudeild karla. Þessi félög telja samtals yfir áttatíu prósent iðkenda í þessu landi. Að þessi félagsskapur væri mættur á staðinn til þess að ræna völdum,“ sagði Jón Rúnar ósáttur og hann var ekki sáttur við að Gunnlaugur Helgason hafi nefnt FH til sögunnar. Stutt í það að menn reyni að finna sökudólg „Þetta er svolítið einkennandi fyrir þetta allt saman. Það er svo stutt í það að að verði leitað að að einhverjum eða einhverju sem er einhvers konar sökudólgur eða valdur að einhverju. Þetta er svo langt frá því að vera hið sanna. Ég skal alveg taka undir það að sá sem hér situr að hann fór fyrir þessari knattspyrnudeild í ansi mörg ár. Ég held að það viti það allir sem að þessu hafa komið að hann fór fyrir henni og það fór oft á tíðum ekki lítið fyrir honum. Ég er að tala um sjálfan mig en ég held að hreyfingin sem slík virði það í hljóði,“ sagði Jón Rúnar. „Í þessu tilfelli er það alveg klárt að þarna eru forvígismenn 27 félaga og þarna kemur upp mjög alvarlegt ástand og alvarlegt mál. Menn álykta það að til þess að axla ábyrgð að þá sé óskað eftir aukaþingi og á þessu aukaþingi geti menn þá, þeir sem það vilja, fengið endurnýjað umboð sitt. Það er það sem menn sáu fyrir sér,“ sagði Jón Rúnar. Það má hlusta á allt viðtalið við Jón Rúnar hér fyrir ofan þar sem hann fer meðal annars yfir forsendur samtakanna Íslenskur Toppfótbolti. Hann ræðir líka peningamál íþróttafélaganna. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar FH, mætti í Bítið á Bylgjunni til að ræða um stöðu knattspyrnunnar á Íslandi sem hefur gengið í gegnum mikinn ólgusjó að undanförnu. Hann var líka mættur til þess að tala um ósakanar á hendur samtökunum Íslenskum Toppfótbolta sem voru sökuð um að reyna að koma formanni og stjórn KSÍ frá. „Auðvitað er mikil krísa núna en ef maður talar um fótboltann sem slíkan þá verður maður að leyfa sér að taka þennan kafla út fyrir sviga, það er KSÍ kaflann og þetta sem hefur verið að gerast núna. Það eru hlutir sem fæst okkar höfum nokkra þekkingu á og innsýn til að tjá okkur um það,“ sagði Jón Rúnar í viðtali við Heimi Karlsson og Gunnlaug Helgason. Hafa litið á fótboltasamfélagið sem mannbætandi samfélag „Mér finnst að þessi stóra umræða á samfélgsmiðlum hafa gengið svolítið langt í því að setja fótboltann undir einn hatt því það er nú þannig að allir sem hafa æft eða komið að þessu á einhvern hátt, hingað til, lengst af og halda áfram, þeir hafa litið á þetta sem mannbætandi samfélag það er fótboltasamfélagið,“ sagði Jón Rúnar. „Ég held að það verði þannig áfram og við höfum mikið mikið fram að færa,“ sagði Jón Rúnar. Fannst Jóni það sanngjarnt hvernig þetta endaði fyrir formann, stjórn og framkvæmdastjóra KSÍ. „Ég held að það sé engin sanngirni í þessu. Þarna koma þessi mál upp og ef við fengjum að bakka í tíma þá hefðu allir brugðist einhvern veginn öðruvísi við. Í rauninni gengur það ekki inn í einhverja framtíð að frjáls félagasamtök, sem þetta eru nú ennþá, sem er að stórum hluta borið upp af fólki sem er að vinna sjálfboðavinnu. Þó að það sé alltaf að breytast meira og meira,“ sagði Jón Rúnar. Við sem samfélag þurfum að laga hlutina „Það er ekki hægt að leggja það til að það fólk geti brugðist við alvarlegum málum sem þessum og öðrum. Það eru við sem samfélag, og það erum við sem erum hér inni og alls staðar, við þurfum að laga hlutina. En hvernig og hvað er best það veit ekki ég. Það hlýtur að vera þannig að við erum alltaf að bæta okkur og það tekur tíma. Það er vont að vita til þess að það er fólk sem verður fyrir tjóni. Það er vont að vita til að þess að það séu ekki greiðar leiðir fyrir það fólk,“ sagði Jón Rúnar en sér hann það þannig að það þurfti að skipta um alla hjá KSÍ eða vill hann bara sjá hugarfarsbreytingu. „Það sem gerðist núna að stjórn og formaður fara frá, það er það sem heitir að axla ábyrgð. Ég held að við séum ekki að skipta því fólki út sem vinnur inn í hreyfingunni. Við erum ekki að fá eitthvað fólk, sem er einhvers annars staðar, inn í hreyfinguna. Við erum það fólk sem hana skapar,“ sagði Jón Rúnar. „Sú vinna sem er nú fyrir höndum hjá sambandinu því það eru að gang í garð þeir mánuðir þar sem mest er að gera. Ef allt hefði verið eins og það hefur verið þá væri undirbúningur að ársþingi eins og með lagabreytingar og breytingar á mótum. Það er hellingur og það er rosaleg vinna sem fólk er að inna að hendi. Það dettur ekkert af himnum ofan fólkið sem vill gera þetta,“ sagði Jón Rúnar. Ósáttur við Sigurð G Jón Rúnar var ekki sáttur við ummæli hæstaréttarlögmannsins Sigurðar G. Guðjónssonar um að samtökin Íslenskur toppfótbolta hafi hafi nýtt tækifærið til að koma formanni og stjórn frá þegar pressan var hvað mest. „Það var talað um að hagmunafélagsskapur sem heitir Íslenskur Toppfótbolti. Það hefur farið svolítið fyrir því núna að þessi félagsskapur, sem samanstendur vísu af 27 félögum, félög í efstu deild karla og kvenna og í Lengjudeild karla. Þessi félög telja samtals yfir áttatíu prósent iðkenda í þessu landi. Að þessi félagsskapur væri mættur á staðinn til þess að ræna völdum,“ sagði Jón Rúnar ósáttur og hann var ekki sáttur við að Gunnlaugur Helgason hafi nefnt FH til sögunnar. Stutt í það að menn reyni að finna sökudólg „Þetta er svolítið einkennandi fyrir þetta allt saman. Það er svo stutt í það að að verði leitað að að einhverjum eða einhverju sem er einhvers konar sökudólgur eða valdur að einhverju. Þetta er svo langt frá því að vera hið sanna. Ég skal alveg taka undir það að sá sem hér situr að hann fór fyrir þessari knattspyrnudeild í ansi mörg ár. Ég held að það viti það allir sem að þessu hafa komið að hann fór fyrir henni og það fór oft á tíðum ekki lítið fyrir honum. Ég er að tala um sjálfan mig en ég held að hreyfingin sem slík virði það í hljóði,“ sagði Jón Rúnar. „Í þessu tilfelli er það alveg klárt að þarna eru forvígismenn 27 félaga og þarna kemur upp mjög alvarlegt ástand og alvarlegt mál. Menn álykta það að til þess að axla ábyrgð að þá sé óskað eftir aukaþingi og á þessu aukaþingi geti menn þá, þeir sem það vilja, fengið endurnýjað umboð sitt. Það er það sem menn sáu fyrir sér,“ sagði Jón Rúnar. Það má hlusta á allt viðtalið við Jón Rúnar hér fyrir ofan þar sem hann fer meðal annars yfir forsendur samtakanna Íslenskur Toppfótbolti. Hann ræðir líka peningamál íþróttafélaganna.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Handbolti „Mjög stoltur af liðinu“ Körfubolti Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Handbolti „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ Körfubolti Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Fótbolti Fleiri fréttir Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti
Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár Körfubolti