Sport

Dagskráin í dag: Olís deild karla og úrvalsdeildarslagir í enska deildabikarnum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Jesse Lingard skoraði sigurmark leiksins gegn West ham í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi, en liðin mætast aftur í dag í enska deildarbikarnum.
Jesse Lingard skoraði sigurmark leiksins gegn West ham í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi, en liðin mætast aftur í dag í enska deildarbikarnum. Chloe Knott - Danehouse/Getty Images

Sportrásir Stöðvar 2 bjóða upp á fimm beinar útsendingar í dag. Stjarnan tekur á móti Eyjamönnum í Olís deild karla í handbolta og enski deildabikarinn heldur áfram með þremur úrvalsdeildarslögum.

Leikur Stjörnunnar og ÍBV er fyrsta útsending dagsins, en hægt verður að fylgjast með gangi mála á Stöð 2 Sport frá klukkan 17:50.

Útsendingar frá öllum þrem leikjum enska deildabikarsins hefjast klukkan 18:35, en á Stöð 2 Sport 2 er það viðureign Manchester United og West Ham sem fer fram. Liðin mættust um síðustu helgi og þar voru það United-menn sem að höfðu betur í dramatískum leik.

Chelsea tekur á móti Aston Villa á Stöð 2 Sport 3 og á Stöð 2 Sport 4 verður hægt að fylgjast með viðureign Wolves og Tottenham.

Klukkan 21:00 er það svo Babe Patrol sem að endar daginn á Stöð 2 eSport þar sem þær Alma, Eva, Högna og Kamila munu án efa valda miklum usla á götum Verdansk í leiknum Call of Duty: Warzone.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×