Öruggur meirihluti í Dúmunni gæti skipt sköpum fyrir Pútín í forsetakosningunum 2024 þar sem hann mun annað hvort sækjast eftir endurkjöri eða leita annarra leiða til að halda völdum. Hann getur meðal annars keyrt í gegn breytingar á stjórnarskrá.
Pútín hefur setið í forsetastóli frá árinu 1999, fyrir utan árin 2008 til 2012 þegar hann hafði tímabundin stólaskipti við Dimitri Medvedev, þáverandi forsætisráherra.
Kosningabaráttan að þessu sinni einkenndist öðru fremur af ásökunum um kosningasvindl og bellibrögð þar sem helstu stjórnarandstæðingum, líkt og Alexey Navalní, var meinað að bjóða sig fram.
Fjórir aðrir flokkar sem eru spyrtir saman við stjórnvöld í Kreml fengu flest af þeim 126 sætum sem Sameinað Rússland fékk ekki, en Kommúnistaflokkurinn er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn á þingi. Þeir eru með 57 þingsæti, sem er 15 fleira en í síðustu kosningum.