Gætu endað alveg jöfn í fallbaráttu Pepsi Max en E-liðurinn myndi þá fella lið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 13:30 Skagamenn þurfa bara að treysta á sjálfan sig. Vísir/Hulda Margrét Þrjú lið gætu endað alveg jöfn eftir lokaumferðina í Pepsi Max deildinni en aðeins eitt þeirra myndi falla. Vísir hefur skoðað reglugerðina yfir hvað ræður úrslitum þegar lið enda með jafnmörg stig og sömu markatölu. Sigur HK á Stjörnunni í gær þýðir að Fylkisliðið er fallið úr Pepsi Max deild karla en það verður aftur á móti mikil spenna í lokaumferðinni um hvaða lið fylgir Árbæingum niður í Lengjudeildina. Sú staða gæti komið upp að liðin sem eru í fallsæti, Keflavík, HK og ÍA gætu öll endað með jafnmörg stig og jafna markatölu eftir lokaumferðina. Liðin eru nú með 21 stig (Keflavík), 20 stig (HK) og 18 stig (ÍA) en Skagamenn eru með þetta í eigin höndum því þeir mæta Keflvíkingum í lokaumferðinni. Öll þessi lið gætu líka endað með 21 stig og jafna markatölu og það þyrfti ekkert fáránleg úrslit til þess. Vinni ÍA eins marks sigur á Keflavík á sama tíma og HK gerir jafntefli við Breiðablik þá myndu öll þrjú liðin enda með 21 stig og 15 mörk í mínus í markatölu. Skagamenn stæðu þá best að vígi og myndu taka níunda sætið á flestum mörkum skoruðu. HK og Keflavík gætu hins vegar endað með jafnmörg stig og nákvæmlega sömu markatölu. Það yrði niðurstaðan ef HK gerir jafntefli og Keflavík tapar en Keflvíkingar fá á sig einu marki meira en HK. Fari sem dæmi 1-0 fyrir ÍA á móti Keflavík á sama tíma og HK gerði markalaust jafntefli við Breiðablik þá myndu HK og Keflavík enda nákvæmlega jöfn í tíunda sætinu með 21 stig og markatöluna 21-36. En hvað ræður þá hvort liðið fellur? Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót þá værum við þarna komin niður í D-lið. Þar eru tekin saman fjöldi stiga í innbyrðis leikjum. HK og Keflavík hafa mæst tvisvar í deildinni í sumar. Keflavík vann 2-0 sigur í Keflavík en HK vann 1-0 sigur í Kórnum. Bæði því með þrjú stig í innbyrðis leikjum. Það þyrfti því að fara alla leið niður í E-lið til að skera úr um það hvort liðið félli. Þar er tekinn saman markamismunur í innbyrðis leikjum og þar er Keflavík með eins marks forskot. Það eru líka til F- og G- liður sem eru fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum og fjöldi skoraðra marka á útivelli í innbyrðis leikjum. Væri það líka jafnt þyrftu liðin að leika úrslitaleik um sætið. Það gerist þó ekki í ár. Reglugerð númer 21.3 hjá KSÍ yfir knattspyrnumót 21.3. Sigurvegari í stigakeppni er það lið sem hlýtur flest stig og í 2. sæti er það lið sem hlýtur næst flest stig o.s.frv. Röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt eftirfarandi (sbr. þó grein 21.4): - a. Fjöldi stiga. b. Markamismunur (skoruð mörk að frádregnum fengnum mörkum). c. Fjöldi skoraðra marka. d. Fjöldi stiga í innbyrðis leikjum. e. Markamismunur í innbyrðis leikjum. f. Fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum. g. Fjöldi skoraðra marka á útivelli í innbyrðis leikjum. - Ef úrslit fást ekki skv. framangreindu í meistaraflokki, skulu liðin leika úrslitaleik (úrslitaleiki ef fleiri en tvö lið) ef nauðsyn krefur, en í öðrum flokkum skal ákvarða röð með hlutkesti. Pepsi Max-deild karla ÍA HK Keflavík ÍF Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira
Sigur HK á Stjörnunni í gær þýðir að Fylkisliðið er fallið úr Pepsi Max deild karla en það verður aftur á móti mikil spenna í lokaumferðinni um hvaða lið fylgir Árbæingum niður í Lengjudeildina. Sú staða gæti komið upp að liðin sem eru í fallsæti, Keflavík, HK og ÍA gætu öll endað með jafnmörg stig og jafna markatölu eftir lokaumferðina. Liðin eru nú með 21 stig (Keflavík), 20 stig (HK) og 18 stig (ÍA) en Skagamenn eru með þetta í eigin höndum því þeir mæta Keflvíkingum í lokaumferðinni. Öll þessi lið gætu líka endað með 21 stig og jafna markatölu og það þyrfti ekkert fáránleg úrslit til þess. Vinni ÍA eins marks sigur á Keflavík á sama tíma og HK gerir jafntefli við Breiðablik þá myndu öll þrjú liðin enda með 21 stig og 15 mörk í mínus í markatölu. Skagamenn stæðu þá best að vígi og myndu taka níunda sætið á flestum mörkum skoruðu. HK og Keflavík gætu hins vegar endað með jafnmörg stig og nákvæmlega sömu markatölu. Það yrði niðurstaðan ef HK gerir jafntefli og Keflavík tapar en Keflvíkingar fá á sig einu marki meira en HK. Fari sem dæmi 1-0 fyrir ÍA á móti Keflavík á sama tíma og HK gerði markalaust jafntefli við Breiðablik þá myndu HK og Keflavík enda nákvæmlega jöfn í tíunda sætinu með 21 stig og markatöluna 21-36. En hvað ræður þá hvort liðið fellur? Samkvæmt reglugerð KSÍ um knattspyrnumót þá værum við þarna komin niður í D-lið. Þar eru tekin saman fjöldi stiga í innbyrðis leikjum. HK og Keflavík hafa mæst tvisvar í deildinni í sumar. Keflavík vann 2-0 sigur í Keflavík en HK vann 1-0 sigur í Kórnum. Bæði því með þrjú stig í innbyrðis leikjum. Það þyrfti því að fara alla leið niður í E-lið til að skera úr um það hvort liðið félli. Þar er tekinn saman markamismunur í innbyrðis leikjum og þar er Keflavík með eins marks forskot. Það eru líka til F- og G- liður sem eru fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum og fjöldi skoraðra marka á útivelli í innbyrðis leikjum. Væri það líka jafnt þyrftu liðin að leika úrslitaleik um sætið. Það gerist þó ekki í ár. Reglugerð númer 21.3 hjá KSÍ yfir knattspyrnumót 21.3. Sigurvegari í stigakeppni er það lið sem hlýtur flest stig og í 2. sæti er það lið sem hlýtur næst flest stig o.s.frv. Röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt eftirfarandi (sbr. þó grein 21.4): - a. Fjöldi stiga. b. Markamismunur (skoruð mörk að frádregnum fengnum mörkum). c. Fjöldi skoraðra marka. d. Fjöldi stiga í innbyrðis leikjum. e. Markamismunur í innbyrðis leikjum. f. Fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum. g. Fjöldi skoraðra marka á útivelli í innbyrðis leikjum. - Ef úrslit fást ekki skv. framangreindu í meistaraflokki, skulu liðin leika úrslitaleik (úrslitaleiki ef fleiri en tvö lið) ef nauðsyn krefur, en í öðrum flokkum skal ákvarða röð með hlutkesti.
Reglugerð númer 21.3 hjá KSÍ yfir knattspyrnumót 21.3. Sigurvegari í stigakeppni er það lið sem hlýtur flest stig og í 2. sæti er það lið sem hlýtur næst flest stig o.s.frv. Röð liða í stigakeppni ákvarðast nánar samkvæmt eftirfarandi (sbr. þó grein 21.4): - a. Fjöldi stiga. b. Markamismunur (skoruð mörk að frádregnum fengnum mörkum). c. Fjöldi skoraðra marka. d. Fjöldi stiga í innbyrðis leikjum. e. Markamismunur í innbyrðis leikjum. f. Fjöldi skoraðra marka í innbyrðis leikjum. g. Fjöldi skoraðra marka á útivelli í innbyrðis leikjum. - Ef úrslit fást ekki skv. framangreindu í meistaraflokki, skulu liðin leika úrslitaleik (úrslitaleiki ef fleiri en tvö lið) ef nauðsyn krefur, en í öðrum flokkum skal ákvarða röð með hlutkesti.
Pepsi Max-deild karla ÍA HK Keflavík ÍF Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Sjá meira