Lækkum skattbyrði barnafólks, hækkum skatta á ríkasta 1 prósentið Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 21. september 2021 12:01 Samfylkingin er í sókn, kannski vegna þess að kjósendur sjá að sterk félagshyggjustjórn er það besta sem getur gerst fyrir heimilisbókhaldið. Það skiptir ekki bara máli hver stjórnar heldur líka fyrir hverja er stjórnað og með hverjum. Samfylkingin ætlar að stjórna fyrir almenning. Við viljum leiða saman flokka sem eru nálægt hver öðrum á hinu pólitíska litrófi, taka neitunarvaldið af Sjálfstæðisflokknum í loftslagsmálum, velferðarmálum og auðlindamálum og hverfa frá 100 milljarða niðurskurðaráformum núverandi stjórnarflokka; efla almannaþjónustuna, heilbrigðis- og menntakerfið í stað þess að skera niður. Því stærri og sterkari sem Samfylkingin verður, því líklegra er að það verði mynduð félagshyggjustjórn á Íslandi og að áætlun Samfylkingarinnar um að lækka skattbyrði lágtekju- og millitekjuhópa en hækka hana hjá ríkasta 1 prósentinu verði að veruleika. Eitt af lykilmálum okkar er innleiðing barnabótakerfis að norrænni fyrirmynd. Dæmin sanna að sterk almenn barnabótakerfi með viðbótarstuðningi við einstæða foreldra eru vel til þess fallin að draga úr barnafátækt og stuðla að jöfnum tækifærum. Skarpar tekjutengingar og skerðingar sem bíta snemma geta aftur á móti skapað fátæktargildru fyrir fólk í lægri tekjuhópum. Hvað þýðir barnabótaleið Samfylkingarinnar fyrir þitt heimili? Hér er reiknivél þar sem þú getur séð það svart á hvítu. Kerfisbreytingin þarf að eiga sér stað samhliða stóraukinni uppbyggingu leigu- og búseturéttaríbúða í samstarfi við húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða, en með því drögum við úr húsnæðiskostnaði og aukum þannig enn frekar ráðstöfunartekjur lágtekjufólks. Auk þess þarf að draga úr skerðingum í almannatryggingakerfinu og stöðva þá kjaragliðnun sem hefur átt sér stað milli launafólks og þeirra sem reiða sig á lífeyri. Barnabótatillögur Samfylkingarinnar kosta innan við 9 milljarða króna og verða fjármagnaðar með stóreignaskatti á ríkasta 1 prósentið, skatti sem leggst aðeins á það sem er umfram 200 milljónir króna í hreina eign. Þetta er hagkvæm og skynsamleg skattheimta og getur skilað 14 til 15 milljörðum króna á ári. Jafnframt þarf að efla skatteftirlit og tryggja almenningi aukna hlutdeild í auðlindarentunni í sjávarútvegi. OECD og AGS hafa hvatt til þess að skattlagningarvaldinu sé beitt af festu til að sporna gegn eignaójöfnuði. Þá hafa ýmsir af virtustu hagfræðingum heims bent á að vel útfærðir stóreignaskattar og auðlindagjöld geta skilað umtalsverðum tekjum án þess að bitna á verðmætasköpun og framleiðslu í hagkerfinu. Undanfarin 30 ár hefur skattbyrði lágtekju- og millitekjuhópa aukist gríðarlega á Íslandi en skattbyrði verið létt af tekjuhæstu og eignamestu hópum samfélagsins. Samfylkingin vill snúa þessari þróun við, klípa ögn af eignastabba ríkasta 1 prósentsins og auðlindaarðinum í sjávarútvegi og nota svigrúmið sem þannig skapast til að styðja betur við barnafólk og þá hópa sem hafa setið eftir á undanförnum árum. Þetta er skynsamleg jafnaðarstefna – og nú erum við í dauðafæri að koma henni til framkvæmda. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Skattar og tollar Reykjavíkurkjördæmi norður Mest lesið Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Samfylkingin er í sókn, kannski vegna þess að kjósendur sjá að sterk félagshyggjustjórn er það besta sem getur gerst fyrir heimilisbókhaldið. Það skiptir ekki bara máli hver stjórnar heldur líka fyrir hverja er stjórnað og með hverjum. Samfylkingin ætlar að stjórna fyrir almenning. Við viljum leiða saman flokka sem eru nálægt hver öðrum á hinu pólitíska litrófi, taka neitunarvaldið af Sjálfstæðisflokknum í loftslagsmálum, velferðarmálum og auðlindamálum og hverfa frá 100 milljarða niðurskurðaráformum núverandi stjórnarflokka; efla almannaþjónustuna, heilbrigðis- og menntakerfið í stað þess að skera niður. Því stærri og sterkari sem Samfylkingin verður, því líklegra er að það verði mynduð félagshyggjustjórn á Íslandi og að áætlun Samfylkingarinnar um að lækka skattbyrði lágtekju- og millitekjuhópa en hækka hana hjá ríkasta 1 prósentinu verði að veruleika. Eitt af lykilmálum okkar er innleiðing barnabótakerfis að norrænni fyrirmynd. Dæmin sanna að sterk almenn barnabótakerfi með viðbótarstuðningi við einstæða foreldra eru vel til þess fallin að draga úr barnafátækt og stuðla að jöfnum tækifærum. Skarpar tekjutengingar og skerðingar sem bíta snemma geta aftur á móti skapað fátæktargildru fyrir fólk í lægri tekjuhópum. Hvað þýðir barnabótaleið Samfylkingarinnar fyrir þitt heimili? Hér er reiknivél þar sem þú getur séð það svart á hvítu. Kerfisbreytingin þarf að eiga sér stað samhliða stóraukinni uppbyggingu leigu- og búseturéttaríbúða í samstarfi við húsnæðisfélög án hagnaðarsjónarmiða, en með því drögum við úr húsnæðiskostnaði og aukum þannig enn frekar ráðstöfunartekjur lágtekjufólks. Auk þess þarf að draga úr skerðingum í almannatryggingakerfinu og stöðva þá kjaragliðnun sem hefur átt sér stað milli launafólks og þeirra sem reiða sig á lífeyri. Barnabótatillögur Samfylkingarinnar kosta innan við 9 milljarða króna og verða fjármagnaðar með stóreignaskatti á ríkasta 1 prósentið, skatti sem leggst aðeins á það sem er umfram 200 milljónir króna í hreina eign. Þetta er hagkvæm og skynsamleg skattheimta og getur skilað 14 til 15 milljörðum króna á ári. Jafnframt þarf að efla skatteftirlit og tryggja almenningi aukna hlutdeild í auðlindarentunni í sjávarútvegi. OECD og AGS hafa hvatt til þess að skattlagningarvaldinu sé beitt af festu til að sporna gegn eignaójöfnuði. Þá hafa ýmsir af virtustu hagfræðingum heims bent á að vel útfærðir stóreignaskattar og auðlindagjöld geta skilað umtalsverðum tekjum án þess að bitna á verðmætasköpun og framleiðslu í hagkerfinu. Undanfarin 30 ár hefur skattbyrði lágtekju- og millitekjuhópa aukist gríðarlega á Íslandi en skattbyrði verið létt af tekjuhæstu og eignamestu hópum samfélagsins. Samfylkingin vill snúa þessari þróun við, klípa ögn af eignastabba ríkasta 1 prósentsins og auðlindaarðinum í sjávarútvegi og nota svigrúmið sem þannig skapast til að styðja betur við barnafólk og þá hópa sem hafa setið eftir á undanförnum árum. Þetta er skynsamleg jafnaðarstefna – og nú erum við í dauðafæri að koma henni til framkvæmda. Höfundur skipar 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir Skoðun