Anníe Mist nú orðin fjárfestir í anda NBA stjarnanna Lebrons og Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2021 08:31 Anníe Mist var í sólskinskapi þegra hún sagði frá fjárfestingu sinni. Instagram/@anniethorisdottir Þriðja hraustasta CrossFit kona heims er farinn að huga að framtíðinni eftir CrossFit og það kallar umfjöllun í einum aðal CrossFit miðlinum. Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir hefur verið brautryðjandi á ferli sínum í CrossFit íþróttinni og hún er hvergi nærri hætt að fara nýjar leiðir. Ný fjárfesting hennar vekur sérstaka athygli hjá CrossFit miðlinum Morning Chalk Up. Fréttirnar sem kalla á umfjöllun Morning Chalk Up eru þær sem komu nýverið af fjárfestingu Anníe í drykkjavöruframleiðandanum Yerbae. Yerbae framleiðir koffendrykk sem er sterkari en kaffi og svart te. Anníe hafði áður samið um að verða sendiherra fyrirtækisins fyrir heimsleikana í haust og var þá fyrsti íþróttamaðurinn sem gekk til liðs við stofnendurna Karrie og Todd Gibson. Sex vikum seinna hefur Anníe tekið að sér stærra hlutverk með því að fjárfesta í fyrirtækinu og taka um leið að sér sæti í stjórn þess. Morning Chalk Up segir að þetta skref sem Anníe tekur sé að mörgu leiti einstakt fyrir CrossFit íþróttamann og líkir því sem aðrir stórir atvinnuíþróttamenn í öðrum íþróttagreinum hafa verið að gera. Það sem sker sig hér úr er að Anníe er að fjárfesta í fyrirtæki sem hefur í raun ekkert með CrossFit að gera. Hingað til hefur CrossFit fólk aðallega fjárfest í CrossFit-íþróttasölum eða öðrum rekstri tengdum íþróttinni. NBA stjörnurnar Lebron James og Steph Curry eru nefndir til sögunnar í grein Morning Chalk Up en báðir hafa þeir fjárfest hundruð milljóna í verðbréfum ýmissa fyrirtækja. Blaðamaðurinn segir að Anníe sé nú að fara svipaða leið. Í grein Morning Chalk Up er bent á það að þetta skref sem Anníe tekur gæti verið ný leið fyrir CrossFit fólk í framtíðinni. Íþróttafólkið gæti stigið skref í átta að framtíð sinni eftir íþróttina með því að fjárfesta í fyrirtækjum utan CrossFit heimsins. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira
Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir hefur verið brautryðjandi á ferli sínum í CrossFit íþróttinni og hún er hvergi nærri hætt að fara nýjar leiðir. Ný fjárfesting hennar vekur sérstaka athygli hjá CrossFit miðlinum Morning Chalk Up. Fréttirnar sem kalla á umfjöllun Morning Chalk Up eru þær sem komu nýverið af fjárfestingu Anníe í drykkjavöruframleiðandanum Yerbae. Yerbae framleiðir koffendrykk sem er sterkari en kaffi og svart te. Anníe hafði áður samið um að verða sendiherra fyrirtækisins fyrir heimsleikana í haust og var þá fyrsti íþróttamaðurinn sem gekk til liðs við stofnendurna Karrie og Todd Gibson. Sex vikum seinna hefur Anníe tekið að sér stærra hlutverk með því að fjárfesta í fyrirtækinu og taka um leið að sér sæti í stjórn þess. Morning Chalk Up segir að þetta skref sem Anníe tekur sé að mörgu leiti einstakt fyrir CrossFit íþróttamann og líkir því sem aðrir stórir atvinnuíþróttamenn í öðrum íþróttagreinum hafa verið að gera. Það sem sker sig hér úr er að Anníe er að fjárfesta í fyrirtæki sem hefur í raun ekkert með CrossFit að gera. Hingað til hefur CrossFit fólk aðallega fjárfest í CrossFit-íþróttasölum eða öðrum rekstri tengdum íþróttinni. NBA stjörnurnar Lebron James og Steph Curry eru nefndir til sögunnar í grein Morning Chalk Up en báðir hafa þeir fjárfest hundruð milljóna í verðbréfum ýmissa fyrirtækja. Blaðamaðurinn segir að Anníe sé nú að fara svipaða leið. Í grein Morning Chalk Up er bent á það að þetta skref sem Anníe tekur gæti verið ný leið fyrir CrossFit fólk í framtíðinni. Íþróttafólkið gæti stigið skref í átta að framtíð sinni eftir íþróttina með því að fjárfesta í fyrirtækjum utan CrossFit heimsins. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Spennutryllir eftir tvö burst Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Aldrei spilað þarna en sagði strax já Sjá meira