Þarf Austurland þingmenn? Jónína Brynjólfsdóttir skrifar 20. september 2021 16:30 Nú þegar dregur nær kosningum þá blasir raunveruleikinn við. Hvað á ég að kjósa? Hvernig á ég að ákveða mig? Hvað er það sem skiptir máli? Hér á Austurlandi erum við sárafá. Nú búa hér alls 10.820 manns, um 2,4% þjóðarinnar, sem þýðir að jafnaði, 0.7 íbúa á hvern ferkílómetra. Hér eigum við samt margar aflamestu löndunarhafnir landsins og samanlagt er um 40% af afla Íslendinga landað í austfirskum höfnum. Útflutningsverðmæti afurða Alcoa Fjarðaáls, á árinu 2020, nam 82,5 milljörðum íslenskra króna eða um 13% af útflutningsverðmætum landsins. Við leggjum vel til þjóðarbúsins en opinber þjónusta og innviðir hér kosta líka sitt og hér er til dæmis mikið vegakerfi sem enn þarf að bæta þó margt hafi áunnist. Verulegra framkvæmda er þörf og má þar nefna Fjarðarheiðargöng, Axarveg, Suðurfjarðaveg og nýja brú yfir Lagarfljót svo fátt eitt sé nefnt. Af verkunum skulum við dæma þá Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það og sannað á kjörtímabilinu að flokkurinn er landsbyggðaflokkur með mikinn hug á umbótum í vegakerfinu. Við höfum einnig margsýnt það og sannað að við erum framkvæmdaflokkur, hjá okkur eru ekki innantóm loforð á hátíðum og tyllidögum. Ýmsu er lokið, margt er hafið og annað er búið að undirbúa sem bíður eftir að verða hrint í framkvæmd. En þá skiptir máli að fólkið, sem vill og getur, sé í stöðu til þess að klára málin. Betri er einn fugl í hendi Hér á Austurlandi þarf að horfa þarf til þess hvaða flokkar það eru sem geta skilað öflugum Austfirðingum inn á þing. Það getur Framsóknarflokkurinn. Líneik Anna Sævarsdóttir skipar 2. sæti framboðslistans okkar. Hún hefur áralanga reynslu af þingstörfum, sveitarstjórnarmálum og innan úr opinbera geiranum en það sem ekki skiptir síður máli er að hún hefur áratuga reynslu af því að búa á Austurlandi og gerir það enn. Við vitum hvað Líneik hefur skipt Austfirðinga miklu máli, alla þá vinnu sem hún hefur innt af hendi fyrir okkur og hversu miklu máli skiptir að eiga hana að sem okkar fulltrúa á Alþingi. Það skiptir máli að geta tekið upp tólið, hringt í þingmanninn sinn og fengið að vita að málin verði skoðuð af yfirvegun og þekkingu sem byggir á persónulegri reynslu af umhverfi og aðstæðum. Við þurfum rödd við borðið Nú gefa skoðanakannanir það til kynna að Framsókn eigi upp á pallborðið hjá landsmönnum og íbúum Austurlands. Við fögnum því að eiga svo góða samleið með kjósendum og vonumst til að talning upp úr kjörkössum sýni það sannarlega. En hér verður að setja varnagla. Það er ekki hægt að stóla á að allir hinir muni kjósa það sem þér sjálfum líst nú ágætlega á. Ef þér líkar það sem við gerum, ef þú vilt sjá öflugan fulltrúa Austurlands á Alþingi og ef þú vilt að við séum í stöðu til að tala máli landsbyggðarinnar allrar og Austurlands sérstaklega, íbúanna, barnanna, vegakerfisins og alls hins, þá þarftu að setja X við B á kjördag. Höfundur er í 7. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðausturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Jónína Brynjólfsdóttir Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Nú þegar dregur nær kosningum þá blasir raunveruleikinn við. Hvað á ég að kjósa? Hvernig á ég að ákveða mig? Hvað er það sem skiptir máli? Hér á Austurlandi erum við sárafá. Nú búa hér alls 10.820 manns, um 2,4% þjóðarinnar, sem þýðir að jafnaði, 0.7 íbúa á hvern ferkílómetra. Hér eigum við samt margar aflamestu löndunarhafnir landsins og samanlagt er um 40% af afla Íslendinga landað í austfirskum höfnum. Útflutningsverðmæti afurða Alcoa Fjarðaáls, á árinu 2020, nam 82,5 milljörðum íslenskra króna eða um 13% af útflutningsverðmætum landsins. Við leggjum vel til þjóðarbúsins en opinber þjónusta og innviðir hér kosta líka sitt og hér er til dæmis mikið vegakerfi sem enn þarf að bæta þó margt hafi áunnist. Verulegra framkvæmda er þörf og má þar nefna Fjarðarheiðargöng, Axarveg, Suðurfjarðaveg og nýja brú yfir Lagarfljót svo fátt eitt sé nefnt. Af verkunum skulum við dæma þá Framsóknarflokkurinn hefur sýnt það og sannað á kjörtímabilinu að flokkurinn er landsbyggðaflokkur með mikinn hug á umbótum í vegakerfinu. Við höfum einnig margsýnt það og sannað að við erum framkvæmdaflokkur, hjá okkur eru ekki innantóm loforð á hátíðum og tyllidögum. Ýmsu er lokið, margt er hafið og annað er búið að undirbúa sem bíður eftir að verða hrint í framkvæmd. En þá skiptir máli að fólkið, sem vill og getur, sé í stöðu til þess að klára málin. Betri er einn fugl í hendi Hér á Austurlandi þarf að horfa þarf til þess hvaða flokkar það eru sem geta skilað öflugum Austfirðingum inn á þing. Það getur Framsóknarflokkurinn. Líneik Anna Sævarsdóttir skipar 2. sæti framboðslistans okkar. Hún hefur áralanga reynslu af þingstörfum, sveitarstjórnarmálum og innan úr opinbera geiranum en það sem ekki skiptir síður máli er að hún hefur áratuga reynslu af því að búa á Austurlandi og gerir það enn. Við vitum hvað Líneik hefur skipt Austfirðinga miklu máli, alla þá vinnu sem hún hefur innt af hendi fyrir okkur og hversu miklu máli skiptir að eiga hana að sem okkar fulltrúa á Alþingi. Það skiptir máli að geta tekið upp tólið, hringt í þingmanninn sinn og fengið að vita að málin verði skoðuð af yfirvegun og þekkingu sem byggir á persónulegri reynslu af umhverfi og aðstæðum. Við þurfum rödd við borðið Nú gefa skoðanakannanir það til kynna að Framsókn eigi upp á pallborðið hjá landsmönnum og íbúum Austurlands. Við fögnum því að eiga svo góða samleið með kjósendum og vonumst til að talning upp úr kjörkössum sýni það sannarlega. En hér verður að setja varnagla. Það er ekki hægt að stóla á að allir hinir muni kjósa það sem þér sjálfum líst nú ágætlega á. Ef þér líkar það sem við gerum, ef þú vilt sjá öflugan fulltrúa Austurlands á Alþingi og ef þú vilt að við séum í stöðu til að tala máli landsbyggðarinnar allrar og Austurlands sérstaklega, íbúanna, barnanna, vegakerfisins og alls hins, þá þarftu að setja X við B á kjördag. Höfundur er í 7. sæti á lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun