„Er ekki eitthvað vesen í þessum hópi?“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2021 12:00 Valsmenn byrjuðu tímabilið vel en hefur gengið skelfilega undanfarnar vikur. mynd/Hafliði Breiðfjörð „Maður veit einhvern veginn aldrei hvað gerist á Hlíðarenda. Það gætu verið teknar stórar ákvarðanir þar,“ sagði Reynir Leósson í Pepsi Max-stúkunni þegar talið barst að liði Vals sem átt hefur vonbrigðatímabil á þessu fótboltasumri. Valur tapaði 4-1 gegn KA í gær og þarf að sætta sig við að missa af Evrópusæti, eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í fyrra. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, hefur sagt að ekki standi annað til en að Heimir Guðjónsson verði áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð. Gengið undanfarnar vikur hefur hins vegar verið skelfilegt og spurning hverju um er að kenna. Reynir sagðist telja farsælast fyrir Val að halda tryggð við Heimi og Atli Viðar Björnsson benti á að stór hluti leikmannahóps Vals væri nú að eiga sams konar vonbrigðatímabil og fyrir tveimur árum. „Ég hef trú á því að Heimir verði áfram þarna og að þeir gefi honum tækifæri til að fara inn í annað tímabil. Hann náði í Íslandsmeistaratitil á sínu fyrsta tímabili, en auðvitað er enginn ánægður með stöðuna eins og hún er. Fimm tapleikir í röð með bikartapinu. Það gerist ekki oft þarna,“ sagði Reynir en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Hvað gerist á Hlíðarenda? „Menn eru að vinna í þessu umhverfi þar sem eru miklir fjármunir, góðir leikmenn fengnir til liðsins og færir þjálfarar. Einn færasti þjálfari liðsins er að stýra liðinu. Það hefur ekki gengið núna en ef ég ætti að ráðfæra þeim, þeir vita náttúrulega mikið meira þarna, þá myndi ég ráðleggja þeim að halda trúnni á Heimi. En ef þeir tapa síðasta leik og ljúka tímabilinu á sex töpum þá gæti þetta orðið ansi þungt,“ sagði Reynir. Þarf að gera eitthvað róttækt þarna Atli Viðar tók þá við boltanum og sagði: „Síðan þurfum við að velta fyrir okkur leikmannahópnum. Þetta er annað árið af síðustu þremur þar sem að tiltölulega svipaður hópur „crashar“. „Feilar“ algjörlega. Þarf ekki að uppræta eitthvað þar líka? Er ekki eitthvað vesen í þessum hópi ef að menn eru ekki að leggja sig fram – kasta til hendinni eins og manni hefur sýnst undanfarið. Það þarf að gera eitthvað róttækt þarna. Gæðin eru til staðar en það eru ekki nema tvö ár síðan að þeir áttu lélegt tímabil í kjölfarið á titli, sem kostaði Óla Jó starfið, og mér finnst svipuð atburðarás vera að eiga sér stað núna. Það þarf að skoða málin út frá öllum hliðum á Hlíðarenda.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Pepsi Max-deild karla Valur Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Ég ræð ekki eða rek þjálfara hjá Val Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap á móti KA er liðin mættust á Origo-vellinum í næst síðustu umferð Pepsi Max deild karla í kvöld. 19. september 2021 21:20 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA 1-4 | Akureyringar láta sig dreyma um Evrópu eftir stórsigur á Hlíðarenda KA vann ótrúlegan 4-1 útisigur á Íslandsmeisturum Vals í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla í fótbolta. KA menn láta sig dreyma um sæti í Evrópu að ári liðnu en til þess þurfa Akureyringar að treysta á að Víkingur vinni Mjólkurbikarinn svo 3. sæti deildarinnar veiti þátttöku í Evrópu. 19. september 2021 21:45 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Sjá meira
Valur tapaði 4-1 gegn KA í gær og þarf að sætta sig við að missa af Evrópusæti, eftir að hafa orðið Íslandsmeistari í fyrra. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, hefur sagt að ekki standi annað til en að Heimir Guðjónsson verði áfram þjálfari liðsins á næstu leiktíð. Gengið undanfarnar vikur hefur hins vegar verið skelfilegt og spurning hverju um er að kenna. Reynir sagðist telja farsælast fyrir Val að halda tryggð við Heimi og Atli Viðar Björnsson benti á að stór hluti leikmannahóps Vals væri nú að eiga sams konar vonbrigðatímabil og fyrir tveimur árum. „Ég hef trú á því að Heimir verði áfram þarna og að þeir gefi honum tækifæri til að fara inn í annað tímabil. Hann náði í Íslandsmeistaratitil á sínu fyrsta tímabili, en auðvitað er enginn ánægður með stöðuna eins og hún er. Fimm tapleikir í röð með bikartapinu. Það gerist ekki oft þarna,“ sagði Reynir en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Hvað gerist á Hlíðarenda? „Menn eru að vinna í þessu umhverfi þar sem eru miklir fjármunir, góðir leikmenn fengnir til liðsins og færir þjálfarar. Einn færasti þjálfari liðsins er að stýra liðinu. Það hefur ekki gengið núna en ef ég ætti að ráðfæra þeim, þeir vita náttúrulega mikið meira þarna, þá myndi ég ráðleggja þeim að halda trúnni á Heimi. En ef þeir tapa síðasta leik og ljúka tímabilinu á sex töpum þá gæti þetta orðið ansi þungt,“ sagði Reynir. Þarf að gera eitthvað róttækt þarna Atli Viðar tók þá við boltanum og sagði: „Síðan þurfum við að velta fyrir okkur leikmannahópnum. Þetta er annað árið af síðustu þremur þar sem að tiltölulega svipaður hópur „crashar“. „Feilar“ algjörlega. Þarf ekki að uppræta eitthvað þar líka? Er ekki eitthvað vesen í þessum hópi ef að menn eru ekki að leggja sig fram – kasta til hendinni eins og manni hefur sýnst undanfarið. Það þarf að gera eitthvað róttækt þarna. Gæðin eru til staðar en það eru ekki nema tvö ár síðan að þeir áttu lélegt tímabil í kjölfarið á titli, sem kostaði Óla Jó starfið, og mér finnst svipuð atburðarás vera að eiga sér stað núna. Það þarf að skoða málin út frá öllum hliðum á Hlíðarenda.“ Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max deild karla er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Pepsi Max deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Pepsi Max-deild karla Valur Pepsi Max stúkan Tengdar fréttir Ég ræð ekki eða rek þjálfara hjá Val Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap á móti KA er liðin mættust á Origo-vellinum í næst síðustu umferð Pepsi Max deild karla í kvöld. 19. september 2021 21:20 Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA 1-4 | Akureyringar láta sig dreyma um Evrópu eftir stórsigur á Hlíðarenda KA vann ótrúlegan 4-1 útisigur á Íslandsmeisturum Vals í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla í fótbolta. KA menn láta sig dreyma um sæti í Evrópu að ári liðnu en til þess þurfa Akureyringar að treysta á að Víkingur vinni Mjólkurbikarinn svo 3. sæti deildarinnar veiti þátttöku í Evrópu. 19. september 2021 21:45 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram Sjá meira
Ég ræð ekki eða rek þjálfara hjá Val Heimir Guðjónsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir 4-1 tap á móti KA er liðin mættust á Origo-vellinum í næst síðustu umferð Pepsi Max deild karla í kvöld. 19. september 2021 21:20
Umfjöllun og viðtöl: Valur - KA 1-4 | Akureyringar láta sig dreyma um Evrópu eftir stórsigur á Hlíðarenda KA vann ótrúlegan 4-1 útisigur á Íslandsmeisturum Vals í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deild karla í fótbolta. KA menn láta sig dreyma um sæti í Evrópu að ári liðnu en til þess þurfa Akureyringar að treysta á að Víkingur vinni Mjólkurbikarinn svo 3. sæti deildarinnar veiti þátttöku í Evrópu. 19. september 2021 21:45