Þingsætum flokks Pútíns fækkar miðað við fyrstu tölur Árni Sæberg skrifar 19. september 2021 21:35 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexei Druzhinin Þegar tíu prósent atkvæða í rússnesku þingkosningunum hafa verið talin er Sameinað Rússland, flokkur Vladimírs Pútín, með 38 prósent atkvæða. Í síðustu kosningum hlaut flokkurinn 54 prósent atkvæða. Þingkosningar í Rússlandi eru tvískiptar, annars vegar eru listakosningar þar sem 225 þingsæti eru í boði og hins vegar einstaklingskosningar sem skera úr um hverjir fá hin 225 þingsætin. Sameinað Rússland er með 38 prósent atkvæða í listakosningunum og 130 sæti í einstaklingskosningunum ef tekið er mið af fyrstu tölum. Því er óvíst hvort flokkur Pútíns muni ná þeim 66 prósentum þingsæta sem þarf til að geta breytt stjórnarskrá landsins. Samkvæmt frétt AP er vald til stjórnarskrárbreytinga gríðarlega mikilvægt ætli Pútín sér að halda völdum lengur en til 2024. Sósíalistar sækja í sig veðrið Sósíalistaflokkur Rússlands mun að öllu óbreyttu vera næststærsti flokkurinn á rússneska þinginu með 25 prósent atkvæða. Í kosningunum árið 2016 hlutu sósíalistar einungis þrettán prósent atkvæða. Andstæðingar bannaðir og grunur um kosningasvindl Í aðdraganda kosninganna tilkynntu rússnesk yfirvöld að öll samtök tengd Alexei Navalní væru öfgasamtök og þeim væri því meinað að bjóða sig fram til þings. Navalní hefur um árabil verið einn helsti andstæðingur Pútíns en hann dúsar nú í fangelsi. Þá hafa tilkynningar um kosningasvindl borist í stríðum straumum allt frá upphafi kosninganna á föstudagsmorgun. Til að mynda hafa kjósendur sagt fjölmiðlum í Rússlandi að vinnuveitendur þeirra hefðu skipað þeim að kjósa. Rússland Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira
Þingkosningar í Rússlandi eru tvískiptar, annars vegar eru listakosningar þar sem 225 þingsæti eru í boði og hins vegar einstaklingskosningar sem skera úr um hverjir fá hin 225 þingsætin. Sameinað Rússland er með 38 prósent atkvæða í listakosningunum og 130 sæti í einstaklingskosningunum ef tekið er mið af fyrstu tölum. Því er óvíst hvort flokkur Pútíns muni ná þeim 66 prósentum þingsæta sem þarf til að geta breytt stjórnarskrá landsins. Samkvæmt frétt AP er vald til stjórnarskrárbreytinga gríðarlega mikilvægt ætli Pútín sér að halda völdum lengur en til 2024. Sósíalistar sækja í sig veðrið Sósíalistaflokkur Rússlands mun að öllu óbreyttu vera næststærsti flokkurinn á rússneska þinginu með 25 prósent atkvæða. Í kosningunum árið 2016 hlutu sósíalistar einungis þrettán prósent atkvæða. Andstæðingar bannaðir og grunur um kosningasvindl Í aðdraganda kosninganna tilkynntu rússnesk yfirvöld að öll samtök tengd Alexei Navalní væru öfgasamtök og þeim væri því meinað að bjóða sig fram til þings. Navalní hefur um árabil verið einn helsti andstæðingur Pútíns en hann dúsar nú í fangelsi. Þá hafa tilkynningar um kosningasvindl borist í stríðum straumum allt frá upphafi kosninganna á föstudagsmorgun. Til að mynda hafa kjósendur sagt fjölmiðlum í Rússlandi að vinnuveitendur þeirra hefðu skipað þeim að kjósa.
Rússland Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Fleiri fréttir Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Sjá meira