Fyrrverandi forseti Alsír er allur Árni Sæberg skrifar 18. september 2021 23:31 Abdelaziz Bouteflika var forseti Alsír í tvo áratugi. AP Photo/Sidali Djarboub Tilkynnt var um andlát Abdelaziz Bouteflika, fyrrverandi forseta Alsír, í gær. Hann varð 84 ára gamall og gegndi embætti forseta í tvo áratugi, frá 1999 til 2019. Abdelaziz Bouteflika var vinsæll stjórmálamaður í Alsír framan af, hann varð til að mynda yngsti ráðherra landsins aðeins 25 ára gamall þegar hann tók við embætti íþróttamálaráðherra í kjölfar þess að landið öðlaðist sjálfstæði frá Frökkum. Úr íþróttamálaráðuneytinu lá leið hans fljótlega í embætti utanríkisráðherra, sem hann gengdi í sextán ár. Að sögn breska ríkisútvarpsins hefur enginn tekið yngri við embætti utanríkisráðherra í heiminum öllum Á tíunda áratugnum jukust vinsældir Bouteflika mikið þegar hann átti þátt í að sameina þjóð sína eftir erfiða borgarastyrjöld í Alsír. Vinsældir þær leiddu til þess að hann var kosinn forseti árið 1999. Lét breyta stjórnarskrá til að halda völdum Þrátt fyrir miklar vinsældir fór með árunum að bera á ásökunum um spillingu og einræðistilburði. Bouteflika beitti sér til að mynda mikið fyrir því að ákvæði um tveggja kjörtímabila hámarkssetu sama manns í forsetastól yrði fellt úr stjórnarskrá Alsír. Breytingin leiddi til þess að Bouteflika var kosinn aftur í tvígang. Þá jókst óánægja Alsíringa mikið á fyrsta áratug þessarar aldar þegar efnahagur landsins versnaði og spilling í tengslum við olíu- gasiðnað landsins jókst. Þraukaði arabíska vorið Þegar arabíska vorið reið yfir árið 2011 ákvað Bouteflika að bæta lífskjör þegna sinna og aflétta neyðarástandi sem varað hafði lengi í landinu. Það dugði honum til að halda embætti meðan kollegar hans í nágrannalöndum voru hraktir frá völdum í hrönnum. Bouteflika fékk alvarlegt heilablóðfall árið 2013 og sást lítið meðal almennings eftir það. Alsíríngar efuðust mikið um að hann gæti stýrt landinu sökum heilsuleysis og var því jafnvel haldið fram að bróðir hans stýrði landinu í raun og veru eftir heilablóðfallið. Árið 2019 tilkynnti Bouteflika samt sem áður að hann myndi sækjast eftir enn einni endurkosningunni. Alsírska þjóðin tók illa í tilkynninguna og hófust vikulöng mótmæli sem enduðu með því að Bouteflika steig frá völdum eftir tuttugu ára veru í forsetastól. Alsír Andlát Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Abdelaziz Bouteflika var vinsæll stjórmálamaður í Alsír framan af, hann varð til að mynda yngsti ráðherra landsins aðeins 25 ára gamall þegar hann tók við embætti íþróttamálaráðherra í kjölfar þess að landið öðlaðist sjálfstæði frá Frökkum. Úr íþróttamálaráðuneytinu lá leið hans fljótlega í embætti utanríkisráðherra, sem hann gengdi í sextán ár. Að sögn breska ríkisútvarpsins hefur enginn tekið yngri við embætti utanríkisráðherra í heiminum öllum Á tíunda áratugnum jukust vinsældir Bouteflika mikið þegar hann átti þátt í að sameina þjóð sína eftir erfiða borgarastyrjöld í Alsír. Vinsældir þær leiddu til þess að hann var kosinn forseti árið 1999. Lét breyta stjórnarskrá til að halda völdum Þrátt fyrir miklar vinsældir fór með árunum að bera á ásökunum um spillingu og einræðistilburði. Bouteflika beitti sér til að mynda mikið fyrir því að ákvæði um tveggja kjörtímabila hámarkssetu sama manns í forsetastól yrði fellt úr stjórnarskrá Alsír. Breytingin leiddi til þess að Bouteflika var kosinn aftur í tvígang. Þá jókst óánægja Alsíringa mikið á fyrsta áratug þessarar aldar þegar efnahagur landsins versnaði og spilling í tengslum við olíu- gasiðnað landsins jókst. Þraukaði arabíska vorið Þegar arabíska vorið reið yfir árið 2011 ákvað Bouteflika að bæta lífskjör þegna sinna og aflétta neyðarástandi sem varað hafði lengi í landinu. Það dugði honum til að halda embætti meðan kollegar hans í nágrannalöndum voru hraktir frá völdum í hrönnum. Bouteflika fékk alvarlegt heilablóðfall árið 2013 og sást lítið meðal almennings eftir það. Alsíríngar efuðust mikið um að hann gæti stýrt landinu sökum heilsuleysis og var því jafnvel haldið fram að bróðir hans stýrði landinu í raun og veru eftir heilablóðfallið. Árið 2019 tilkynnti Bouteflika samt sem áður að hann myndi sækjast eftir enn einni endurkosningunni. Alsírska þjóðin tók illa í tilkynninguna og hófust vikulöng mótmæli sem enduðu með því að Bouteflika steig frá völdum eftir tuttugu ára veru í forsetastól.
Alsír Andlát Mest lesið Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira