Framtíðin er búin Erna Mist skrifar 18. september 2021 14:30 Ein hættulegasta og heppilegasta tilhneiging mannsins er að hlaupa hraðar þegar maður villist af leið. Á tímum óvissu og upplausnar höfum við tilhneigingu til að elta uppi glundroðann áður en hann nær að koma okkur á óvart. Við gerumst framsækin og keppumst við að uppfylla eftirspurn nýrra tíma. Við gerumst áhættusækin; kaupum fleiri hlutabréf og förum á fleiri stefnumót. Við víkjum frá vanaganginum, uppfærum eigin sannfæringu, og endurinnréttum hugarheiminn. Þegar fyrirsjáanleikinn yfirgefur okkur frelsumst við undan handritinu og sviðsmynd venjuleikans fellur. Þegar tímarnir breytast er nauðsynlegt að gleyma heiminum eins og maður þekkir hann til að kynnast honum upp á nýtt. Ég hef ekki áhyggjur af spurningarmerkinu en ég hef áhyggjur af svarinu. Ég óttast ekki flækjustig nútímans, ég óttast lausnina sem framtíðin vill selja mér. Ég óttast ekki myrkrið, ég óttast skjábirtuna sem þykist vera náttúruleg. Ég er ekki hrædd við einsemdina, ég er hrædd við spjallforritið sem samþykkir hana. Ég er ekki hrædd við umheiminn, ég er hrædd við tölvuleikinn sem þykist vera raunveruleikinn. Tæknin gengur út á að skipuleggja tilveru okkar þar til við hættum að upplifa hana. Þess vegna trúi ég hvorki á hljóðbókina né hugleiðsluappið; ég kaupi ekki loforðið um lestur án lesturs, og eitthvað segir mér að snjallforrit sé vonlaust mótefni gegn kvíða sem annað snjallforrit framleiðir. Líkt og ljósmynd sem kemur í stað minningarinnar sem hún reynir að varðveita, getur skyndilausn við einu vandamáli verið upphafið á stærra vandamáli. Ég tilheyri kynslóð sem fæddist á netinu og ólst upp á samfélagsmiðlum; kynslóð sem þarf ekki að eignast vini svo lengi sem hún öðlast fylgjendur; kynslóð sem lærði aldrei að fara á stefnumót því henni var kennt að svæpa til hægri og vinstri. Við erum kynslóðin sem hefur það of næs til að flytja að heiman, of kósý til að fara út úr húsi. Við lifum í núinu og erum ekkert að flýta okkur. Við erum vandamál sem þarf ekki að leysa svo lengi sem við hlöðum lausninni niður. Höfundur er listmálari. Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Erna Mist Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ein hættulegasta og heppilegasta tilhneiging mannsins er að hlaupa hraðar þegar maður villist af leið. Á tímum óvissu og upplausnar höfum við tilhneigingu til að elta uppi glundroðann áður en hann nær að koma okkur á óvart. Við gerumst framsækin og keppumst við að uppfylla eftirspurn nýrra tíma. Við gerumst áhættusækin; kaupum fleiri hlutabréf og förum á fleiri stefnumót. Við víkjum frá vanaganginum, uppfærum eigin sannfæringu, og endurinnréttum hugarheiminn. Þegar fyrirsjáanleikinn yfirgefur okkur frelsumst við undan handritinu og sviðsmynd venjuleikans fellur. Þegar tímarnir breytast er nauðsynlegt að gleyma heiminum eins og maður þekkir hann til að kynnast honum upp á nýtt. Ég hef ekki áhyggjur af spurningarmerkinu en ég hef áhyggjur af svarinu. Ég óttast ekki flækjustig nútímans, ég óttast lausnina sem framtíðin vill selja mér. Ég óttast ekki myrkrið, ég óttast skjábirtuna sem þykist vera náttúruleg. Ég er ekki hrædd við einsemdina, ég er hrædd við spjallforritið sem samþykkir hana. Ég er ekki hrædd við umheiminn, ég er hrædd við tölvuleikinn sem þykist vera raunveruleikinn. Tæknin gengur út á að skipuleggja tilveru okkar þar til við hættum að upplifa hana. Þess vegna trúi ég hvorki á hljóðbókina né hugleiðsluappið; ég kaupi ekki loforðið um lestur án lesturs, og eitthvað segir mér að snjallforrit sé vonlaust mótefni gegn kvíða sem annað snjallforrit framleiðir. Líkt og ljósmynd sem kemur í stað minningarinnar sem hún reynir að varðveita, getur skyndilausn við einu vandamáli verið upphafið á stærra vandamáli. Ég tilheyri kynslóð sem fæddist á netinu og ólst upp á samfélagsmiðlum; kynslóð sem þarf ekki að eignast vini svo lengi sem hún öðlast fylgjendur; kynslóð sem lærði aldrei að fara á stefnumót því henni var kennt að svæpa til hægri og vinstri. Við erum kynslóðin sem hefur það of næs til að flytja að heiman, of kósý til að fara út úr húsi. Við lifum í núinu og erum ekkert að flýta okkur. Við erum vandamál sem þarf ekki að leysa svo lengi sem við hlöðum lausninni niður. Höfundur er listmálari. Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun