Hraun gæti farið hratt af stað ef leiðigarðarnir halda ekki Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. september 2021 13:07 Formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar biður fólk um að virða merkingar. Vísir/Vilhelm Þúsundir manna lögðu leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í kjöraðstæðum í gær, enda var sjónarspilið mikið þegar rökkva tók. Björgunarsveitarmenn hafa hins vegar áhyggjur af því að hraunið fari að flæða yfir leiðigarðana en þá getur skapast mikil hætta. Það var mikil traffík að gosstöðvunum í allan gærdag, og þá sérstaklega þegar leið að ljósaskiptum en þá tók virknin við sér að nýju eftir nokkurn dvala. Kraumandi hraunið sást vel í gígnum sjálfum en sjónarspilið var ekki síðra í Nátthaga, hvar rauðglóandi hraunfossarnir streymdu niður hlíðina. Samkvæmt teljara Ferðamálastofu lögðu ríflega fjögur þúsund manns leið sína að gosstöðvunum í gær. Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, segir að sökum mikils fjölda hafi verið ákveðið að auka viðbúnað á svæðinu. „Þetta gekk ágætlega fyrir sig. Við vorum með aðeins meira viðbragð heldur en venjulega því A leiðinni var lokað en við fengum útkall í gærkvöldi eftir að fólk hafði örmagnast,” segir Bogi. Hann segir að fólkið sem örmagnaðist hafi verið svangt, þyrst og þreytt og því þurfi að hafa í huga að fara vel búinn í gönguferðina. Gönguleið A var lokað nýverið eftir að hraun tók að flæða yfir hana. Dæmi eru hins vegar um að fólk virði lokunina að vettugi, sem getur skapað hættu.„Þarna eru hættur, vísindamenn hafa áhyggjur af því að hraunið geti runnið fram af og farið svolítið hratt niður. En þegar það kemur niður á láglendið þá fer það aðeins hægar yfir.” „Snilld“ ef fólk sýnir tillitssemiSérstakar áhyggjur séu af leiðigörðunum, sem haldi líklega ekki mikið lengur.„Ef þetta rennsli fer yfir leiðigarðana þá mun hraunið fara hratt niður brekkurnar. Þess vegna er mikilvægt að fólk hlusti á okkur þegar við erum að vara við því. Við erum bara að taka ákvarðanir út frá því sem vísindamenn eru að benda okkur á. Við erum að reyna að gera okkar besta í því að halda fólki öruggu, sem er töluvert meiri vinna en fólk heldur. Bara sýna okkur smá tillitssemi – það er bara snilld,” segir Bogi. Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Það var mikil traffík að gosstöðvunum í allan gærdag, og þá sérstaklega þegar leið að ljósaskiptum en þá tók virknin við sér að nýju eftir nokkurn dvala. Kraumandi hraunið sást vel í gígnum sjálfum en sjónarspilið var ekki síðra í Nátthaga, hvar rauðglóandi hraunfossarnir streymdu niður hlíðina. Samkvæmt teljara Ferðamálastofu lögðu ríflega fjögur þúsund manns leið sína að gosstöðvunum í gær. Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, segir að sökum mikils fjölda hafi verið ákveðið að auka viðbúnað á svæðinu. „Þetta gekk ágætlega fyrir sig. Við vorum með aðeins meira viðbragð heldur en venjulega því A leiðinni var lokað en við fengum útkall í gærkvöldi eftir að fólk hafði örmagnast,” segir Bogi. Hann segir að fólkið sem örmagnaðist hafi verið svangt, þyrst og þreytt og því þurfi að hafa í huga að fara vel búinn í gönguferðina. Gönguleið A var lokað nýverið eftir að hraun tók að flæða yfir hana. Dæmi eru hins vegar um að fólk virði lokunina að vettugi, sem getur skapað hættu.„Þarna eru hættur, vísindamenn hafa áhyggjur af því að hraunið geti runnið fram af og farið svolítið hratt niður. En þegar það kemur niður á láglendið þá fer það aðeins hægar yfir.” „Snilld“ ef fólk sýnir tillitssemiSérstakar áhyggjur séu af leiðigörðunum, sem haldi líklega ekki mikið lengur.„Ef þetta rennsli fer yfir leiðigarðana þá mun hraunið fara hratt niður brekkurnar. Þess vegna er mikilvægt að fólk hlusti á okkur þegar við erum að vara við því. Við erum bara að taka ákvarðanir út frá því sem vísindamenn eru að benda okkur á. Við erum að reyna að gera okkar besta í því að halda fólki öruggu, sem er töluvert meiri vinna en fólk heldur. Bara sýna okkur smá tillitssemi – það er bara snilld,” segir Bogi.
Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda