Sextán staðfest smit á Reyðarfirði og útlit fyrir takmarkað skólahald Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. september 2021 12:52 Stór hluti bæjarbúa hefur farið í sýnatöku síðustu daga. Vísir/Vilhelm Þrjú ný kórónuveirusmit greindust á Reyðarfirði í gær eftir umfangsmikla sýnatöku í bænum og eru staðfest smit því orðin sextán talsins. Útlit er fyrir að skólahald verði með takmörkuðum hætti næstu daga. Aðgerðarstjórn almannavarna fundaði í morgun vegna hópsmits á Austurlandi. „Það greindust þrjú ný smit í gær og það er smitrakning í gangi. Þannig að það mun eitthvað fjölga í sóttkví þegar líður á daginn,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Reyðarfjarðar. Hann segir að enn sé verið að skoða hvernig skólahaldi verði háttað í næstu viku, þó ljóst sé að aðeins verði lágmarksþjónusta í leikskólum. „Það er vegna þess að það eru margir starfsmenn sem hafa þurft að fara í sóttkví og við erum að fara yfir það í dag hvernig við getum brugðist við gagnvart þeim sem verða að fá þjónustu, en biðjum líka alla um að sýna okkur skilning og hafa börn heima ef kostur er,“ segir Jón Björn. Hann segir að nú séu um 185 manns í einangrun. „Við erum á síðustu þremur dögum búin að taka gríðarlegan fjölda sýna, eða á milli 500 til 600 sýni, sem gefur okkur góða mynd af stöðunni. Sannarlega er maður feginn að smitin séu ekki fleiri og það er kannski vísbending um að það náist utan um þetta hratt. Þetta er langhlaup eins og við öll þekkjum og við sjáum hvað kemur út úr þessu.“ Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum verða ekki gefnar upp tölur yfir heildarfjölda smita á landsvísu fyrr en eftir helgi. Fjarðabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
„Það greindust þrjú ný smit í gær og það er smitrakning í gangi. Þannig að það mun eitthvað fjölga í sóttkví þegar líður á daginn,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Reyðarfjarðar. Hann segir að enn sé verið að skoða hvernig skólahaldi verði háttað í næstu viku, þó ljóst sé að aðeins verði lágmarksþjónusta í leikskólum. „Það er vegna þess að það eru margir starfsmenn sem hafa þurft að fara í sóttkví og við erum að fara yfir það í dag hvernig við getum brugðist við gagnvart þeim sem verða að fá þjónustu, en biðjum líka alla um að sýna okkur skilning og hafa börn heima ef kostur er,“ segir Jón Björn. Hann segir að nú séu um 185 manns í einangrun. „Við erum á síðustu þremur dögum búin að taka gríðarlegan fjölda sýna, eða á milli 500 til 600 sýni, sem gefur okkur góða mynd af stöðunni. Sannarlega er maður feginn að smitin séu ekki fleiri og það er kannski vísbending um að það náist utan um þetta hratt. Þetta er langhlaup eins og við öll þekkjum og við sjáum hvað kemur út úr þessu.“ Samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum verða ekki gefnar upp tölur yfir heildarfjölda smita á landsvísu fyrr en eftir helgi.
Fjarðabyggð Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira