Vilborg Dagbjartsdóttir látin Þorgils Jónsson skrifar 18. september 2021 10:47 Skáldkonan og kennarinn Vilborg Dagbjartsdóttir lést hinn 16. september sl. 91 árs að aldri. Vilborg Dagbjartsdóttir, skáldkona og kennari, lést á líknardeild Landspítalans, hinn 16. september síðastliðinn, 91 árs að aldri. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins. Í æviágripi á vef Forlagsins segir svo frá að Vilborg fæddist á Hjalla á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, þann 18. júlí árið 1930. „Hún nam leiklist um skeið en lauk síðar kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands. Þá stundaði hún nám í bókasafnsfræði við Háskóla Íslands. Vilborg starfaði sem kennari við Austurbæjarskólann um langt árabil, meðfram ritstörfum, en drjúgur hluti höfundaverks hennar eru sögur handa börnum, þýddar og frumsamdar.“ Í grein Morgunblaðsins segir að Vilborg hafi samið fjölda ljóða- og barnabóka en auk þess þýtt hátt á fimmta tug barna- og unglingabóka og ritstýrt bókum. Tvær ævisögur Vilborgar hafa komið út: Mynd af konu, eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, útg. 2000, og Úr þagnarhyl, eftir Þorleif Hauksson, útg. 2011. „Vilborg var formaður Rithöfundafélags Íslands, sat í stjórn Stéttarfélags íslenskra barnakennara, Rithöfundasambands Íslands og Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, tók þátt í undirbúningi fyrstu Keflavíkurgöngunnar 1960, starfaði með Hernámsandstæðingum, var síðar einn af stofnendum Herstöðvaandstæðinga, var meðal brautryðjenda Nýju kvenfrelsishreyfingarinnar, átti þátt í stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar 1970 og ein af þremur konum í fyrstu miðju Rauðsokka. Hún var heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands frá 1998, heiðurslaunahafi Alþingis til listamanna og var sæmd riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar fyrir fræðslu- og ritstörf 17.6. árið 2000. Maður Vilborgar var Þorgeir Þorgeirson, f. 30.4. 1933, d. 30.10. 2003, kvikmyndagerðarmaður og rithöfundur. Sonur þeirra er Þorgeir Elís, f. 1.5. 1962, eðlisefnafræðingur sem vinnur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Sonur Vilborgar og Ásgeirs Hjörleifssonar, f. 13.1. 1937, framkvæmdastjóra er Egill Arnaldur, f. 18.6. 1957, kennari við Austurbæjarskóla. Barnabörnin eru fjögur.“ Vilborg var heiðruð af Reykjavíkurborg árið 2019 þar sem línur úr ljóðinu „Vetur“ voru afhjúpaðar, ritaðar í stein, á torginu á horni Tryggvagötu og Pósthússtrætis. Þar var Vilborg sjálf viðstödd og tvö önnur skáld, Gerður Kristný og Sunna Dís Másdóttir, héldu tölu um skáldskap Vilborgar og fluttu ljóð eftir hana. Vilborg Dagbjartsdóttir var heiðruð af Reykjavíkurborg árið 2019.Mynd Vetur Þegar slokknaði á morgunstjörnunni varð máninn kyrr. Sólin veifaði skýjaslæðu til hans yfir fjallið sem gleymdi að taka ofan nátthúfuna Fíngerðan rósavef óf á rúðuna frostiðVilborg Dagbjartsdóttir Andlát Bókmenntir Menning Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira
Í æviágripi á vef Forlagsins segir svo frá að Vilborg fæddist á Hjalla á Vestdalseyri við Seyðisfjörð, þann 18. júlí árið 1930. „Hún nam leiklist um skeið en lauk síðar kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands. Þá stundaði hún nám í bókasafnsfræði við Háskóla Íslands. Vilborg starfaði sem kennari við Austurbæjarskólann um langt árabil, meðfram ritstörfum, en drjúgur hluti höfundaverks hennar eru sögur handa börnum, þýddar og frumsamdar.“ Í grein Morgunblaðsins segir að Vilborg hafi samið fjölda ljóða- og barnabóka en auk þess þýtt hátt á fimmta tug barna- og unglingabóka og ritstýrt bókum. Tvær ævisögur Vilborgar hafa komið út: Mynd af konu, eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, útg. 2000, og Úr þagnarhyl, eftir Þorleif Hauksson, útg. 2011. „Vilborg var formaður Rithöfundafélags Íslands, sat í stjórn Stéttarfélags íslenskra barnakennara, Rithöfundasambands Íslands og Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna, tók þátt í undirbúningi fyrstu Keflavíkurgöngunnar 1960, starfaði með Hernámsandstæðingum, var síðar einn af stofnendum Herstöðvaandstæðinga, var meðal brautryðjenda Nýju kvenfrelsishreyfingarinnar, átti þátt í stofnun Rauðsokkahreyfingarinnar 1970 og ein af þremur konum í fyrstu miðju Rauðsokka. Hún var heiðursfélagi Rithöfundasambands Íslands frá 1998, heiðurslaunahafi Alþingis til listamanna og var sæmd riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar fyrir fræðslu- og ritstörf 17.6. árið 2000. Maður Vilborgar var Þorgeir Þorgeirson, f. 30.4. 1933, d. 30.10. 2003, kvikmyndagerðarmaður og rithöfundur. Sonur þeirra er Þorgeir Elís, f. 1.5. 1962, eðlisefnafræðingur sem vinnur hjá Íslenskri erfðagreiningu. Sonur Vilborgar og Ásgeirs Hjörleifssonar, f. 13.1. 1937, framkvæmdastjóra er Egill Arnaldur, f. 18.6. 1957, kennari við Austurbæjarskóla. Barnabörnin eru fjögur.“ Vilborg var heiðruð af Reykjavíkurborg árið 2019 þar sem línur úr ljóðinu „Vetur“ voru afhjúpaðar, ritaðar í stein, á torginu á horni Tryggvagötu og Pósthússtrætis. Þar var Vilborg sjálf viðstödd og tvö önnur skáld, Gerður Kristný og Sunna Dís Másdóttir, héldu tölu um skáldskap Vilborgar og fluttu ljóð eftir hana. Vilborg Dagbjartsdóttir var heiðruð af Reykjavíkurborg árið 2019.Mynd Vetur Þegar slokknaði á morgunstjörnunni varð máninn kyrr. Sólin veifaði skýjaslæðu til hans yfir fjallið sem gleymdi að taka ofan nátthúfuna Fíngerðan rósavef óf á rúðuna frostiðVilborg Dagbjartsdóttir
Andlát Bókmenntir Menning Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Sjá meira