Bandaríkjaher játar mistök vegna drónaárásar í Kabúl Árni Sæberg skrifar 17. september 2021 23:17 Drónaárásin olli gríðarlegum skemmdum. Bernat Armangue/AP Photo Þann 29. ágúst síðastliðinn framkvæmdi Bandaríkjaher drónaárás í Kabúl sem grandaði tíu almennum borgurum, þar af sjö börnum úr sömu fjölskyldu. Hershöfðinginn Kenneth McKenzie sagði á upplýsingafundi í dag að hann telji nú að þau sem létust í árásinni hafi ekki tengst Ríki Íslams né verið hættuleg hermönnum á flugvellinum í Kabúl. AP fréttaveitan greinir frá: „Ég er nú sannfærður um að allt að tíu almennir borgarar, þar af allt að sjö börn, hafi látist á vofveiglegan hátt í árásinni,“ segir hershöfðinginn en Bandaríkjaher hefur haldið því fram til þessa að árásin hafi verið réttmæt. „Ég votta fjölskyldu og vinum þeirra sem létust innilegar samúðarkveðjur. Árásin var framkvæmd í góðri trú um að hún myndi afstýra yfirvofandi hættu gagnvart herliði okkar og flóttamönnum á flugvellinum. En það voru mistök og ég biðst innilega afsökunar,“ segir Kenneth Mckenzie. Hann segir jafnframt að Bandaríkin íhugi nú að greiða fjölskyldu fórnarlambanna bætur vegna árásarinnar. McKenzie segir að árásin hafi ekki verið gerð í flýti og að reynt hefði verið að takmarka skaða almennra borgara. Aðspurður hvort einhver yrði gerður ábyrgur fyrir mistökunum sagði hann rannsókn málsins vera í ferli. „Bandaríkin verða að framkvæma ítarlega, gagnsæja og hlutlausa rannsókn á atvikinu,“ segir Brian Castner, yfirmaður hjá Amnesty International. „Hver sem er grunaður um ólögmætt athæfi í tengslum við árasina skal saksóttur fyrir rétti. Þeim sem lifðu árásina og fjölskyldum fórnarlambanna skal haldið upplýstum um gang rannsóknarinnar og þeim greiddar fullar bætur,“ bætir hann við. Þremur dögum áður en drónaárásin var gerð hafði Íslamska ríkið gert mannskæða sprengjuárás á þvögu fólks við flugvöllinn í Kabúl og mikil óreiða ríkti í borginni eftir valdatöku Talíbana. Bandaríkin Hernaður Afganistan Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
AP fréttaveitan greinir frá: „Ég er nú sannfærður um að allt að tíu almennir borgarar, þar af allt að sjö börn, hafi látist á vofveiglegan hátt í árásinni,“ segir hershöfðinginn en Bandaríkjaher hefur haldið því fram til þessa að árásin hafi verið réttmæt. „Ég votta fjölskyldu og vinum þeirra sem létust innilegar samúðarkveðjur. Árásin var framkvæmd í góðri trú um að hún myndi afstýra yfirvofandi hættu gagnvart herliði okkar og flóttamönnum á flugvellinum. En það voru mistök og ég biðst innilega afsökunar,“ segir Kenneth Mckenzie. Hann segir jafnframt að Bandaríkin íhugi nú að greiða fjölskyldu fórnarlambanna bætur vegna árásarinnar. McKenzie segir að árásin hafi ekki verið gerð í flýti og að reynt hefði verið að takmarka skaða almennra borgara. Aðspurður hvort einhver yrði gerður ábyrgur fyrir mistökunum sagði hann rannsókn málsins vera í ferli. „Bandaríkin verða að framkvæma ítarlega, gagnsæja og hlutlausa rannsókn á atvikinu,“ segir Brian Castner, yfirmaður hjá Amnesty International. „Hver sem er grunaður um ólögmætt athæfi í tengslum við árasina skal saksóttur fyrir rétti. Þeim sem lifðu árásina og fjölskyldum fórnarlambanna skal haldið upplýstum um gang rannsóknarinnar og þeim greiddar fullar bætur,“ bætir hann við. Þremur dögum áður en drónaárásin var gerð hafði Íslamska ríkið gert mannskæða sprengjuárás á þvögu fólks við flugvöllinn í Kabúl og mikil óreiða ríkti í borginni eftir valdatöku Talíbana.
Bandaríkin Hernaður Afganistan Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira