Bandaríkjaher játar mistök vegna drónaárásar í Kabúl Árni Sæberg skrifar 17. september 2021 23:17 Drónaárásin olli gríðarlegum skemmdum. Bernat Armangue/AP Photo Þann 29. ágúst síðastliðinn framkvæmdi Bandaríkjaher drónaárás í Kabúl sem grandaði tíu almennum borgurum, þar af sjö börnum úr sömu fjölskyldu. Hershöfðinginn Kenneth McKenzie sagði á upplýsingafundi í dag að hann telji nú að þau sem létust í árásinni hafi ekki tengst Ríki Íslams né verið hættuleg hermönnum á flugvellinum í Kabúl. AP fréttaveitan greinir frá: „Ég er nú sannfærður um að allt að tíu almennir borgarar, þar af allt að sjö börn, hafi látist á vofveiglegan hátt í árásinni,“ segir hershöfðinginn en Bandaríkjaher hefur haldið því fram til þessa að árásin hafi verið réttmæt. „Ég votta fjölskyldu og vinum þeirra sem létust innilegar samúðarkveðjur. Árásin var framkvæmd í góðri trú um að hún myndi afstýra yfirvofandi hættu gagnvart herliði okkar og flóttamönnum á flugvellinum. En það voru mistök og ég biðst innilega afsökunar,“ segir Kenneth Mckenzie. Hann segir jafnframt að Bandaríkin íhugi nú að greiða fjölskyldu fórnarlambanna bætur vegna árásarinnar. McKenzie segir að árásin hafi ekki verið gerð í flýti og að reynt hefði verið að takmarka skaða almennra borgara. Aðspurður hvort einhver yrði gerður ábyrgur fyrir mistökunum sagði hann rannsókn málsins vera í ferli. „Bandaríkin verða að framkvæma ítarlega, gagnsæja og hlutlausa rannsókn á atvikinu,“ segir Brian Castner, yfirmaður hjá Amnesty International. „Hver sem er grunaður um ólögmætt athæfi í tengslum við árasina skal saksóttur fyrir rétti. Þeim sem lifðu árásina og fjölskyldum fórnarlambanna skal haldið upplýstum um gang rannsóknarinnar og þeim greiddar fullar bætur,“ bætir hann við. Þremur dögum áður en drónaárásin var gerð hafði Íslamska ríkið gert mannskæða sprengjuárás á þvögu fólks við flugvöllinn í Kabúl og mikil óreiða ríkti í borginni eftir valdatöku Talíbana. Bandaríkin Hernaður Afganistan Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira
AP fréttaveitan greinir frá: „Ég er nú sannfærður um að allt að tíu almennir borgarar, þar af allt að sjö börn, hafi látist á vofveiglegan hátt í árásinni,“ segir hershöfðinginn en Bandaríkjaher hefur haldið því fram til þessa að árásin hafi verið réttmæt. „Ég votta fjölskyldu og vinum þeirra sem létust innilegar samúðarkveðjur. Árásin var framkvæmd í góðri trú um að hún myndi afstýra yfirvofandi hættu gagnvart herliði okkar og flóttamönnum á flugvellinum. En það voru mistök og ég biðst innilega afsökunar,“ segir Kenneth Mckenzie. Hann segir jafnframt að Bandaríkin íhugi nú að greiða fjölskyldu fórnarlambanna bætur vegna árásarinnar. McKenzie segir að árásin hafi ekki verið gerð í flýti og að reynt hefði verið að takmarka skaða almennra borgara. Aðspurður hvort einhver yrði gerður ábyrgur fyrir mistökunum sagði hann rannsókn málsins vera í ferli. „Bandaríkin verða að framkvæma ítarlega, gagnsæja og hlutlausa rannsókn á atvikinu,“ segir Brian Castner, yfirmaður hjá Amnesty International. „Hver sem er grunaður um ólögmætt athæfi í tengslum við árasina skal saksóttur fyrir rétti. Þeim sem lifðu árásina og fjölskyldum fórnarlambanna skal haldið upplýstum um gang rannsóknarinnar og þeim greiddar fullar bætur,“ bætir hann við. Þremur dögum áður en drónaárásin var gerð hafði Íslamska ríkið gert mannskæða sprengjuárás á þvögu fólks við flugvöllinn í Kabúl og mikil óreiða ríkti í borginni eftir valdatöku Talíbana.
Bandaríkin Hernaður Afganistan Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Sjá meira