Ferðasaga Gumma Ben og Óla Kristjáns á Anfield og Stamford Bridge Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. september 2021 09:00 Guðmundur Benediktsson og Ólafur Kristjánsson fyrir utan Anfield leikvanginn. Skjámynd/S2 Sport Íþróttadeild Sýn átti góða fulltrúa á Meistaradeildarleikjum Chelsea og Liverpool í vikunni. Guðmundur Benediktsson og Ólafur Kristjánsson voru fyrir hönd Stöð 2 Sport á leikjunum tveimur á Brúnni og Anfield. Fyrst sáu strákarnir Chelsea hefja titilvörn sína með 1-0 sigri á Zenet á Stamford Bridge og svo eftir lestaferð til Liverpool horfðu þeir félagar á 3-2 endurkomusigur Liverpool á AC Milan á Anfield. Með þeim Gumma Ben og Óla Kristjáns í för var framleiðslustjórinn Ólafur Þór Chelbat og hann hefur nú sett saman ferðasögu sem finna á hér fyrir neðan. Ferðasagan byrjar í Leifsstöð og síðan má sjá Guðmund og Ólaf fyrir utan Stamford Bridge fyrir leik og inn á vellinum eftir hann sem og á leið í lest til Liverpool og svo bæði fyrir utan Anfield sem og inn á vellinum. Ólafur Kristjánsson er stuðningsmaður Liverpool en hafði aldrei áður komið á Anfield. Sem betur fer fyrir hann og hans stöðu innan Liverpool samfélagsins þá tókst liðinu að landa 3-2 sigri eftir að hafa lent undir í leiknum. Við grípum aðeins í ferðasöguna þegar þeir félagar spjölluðu fyrir utan Anfield og Gummi stóðst ekki mátið að stríða aðeins Liverpool stuðningsmanninum. „Ég tók túristann á þetta og fór í Liverpool búðina. Mamma sagði alltaf við mig þegar ég var lítill að rautt færi mér svo vel. Sá litur tónaði vel við húðlitinn. Ég fór í eina retró og var að spá í að setja Torben Piechnik aftan á treyjuna en hann var samherji minn hjá AGF,“ sagði Ólafur Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson skaut þá inn í: „Kannski óvinsælasti leikmaður Liverpool sögunnar,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Stærðin væri þá í Jan Mölby en ég setti öryggið á oddinn og tók hana vel rúma,“ sagði Ólafur. „Við ætlum að drífa okkur inn því leikurinn er að byrja,“ sagði Guðmundur. Það má sjá alla ferðasöguna hér fyrir neðan. Klippa: Ferðasaga Gumma Ben og Óla Kristjáns á Meistaradeildarleiki Chelsea og Liverpool Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sjá meira
Fyrst sáu strákarnir Chelsea hefja titilvörn sína með 1-0 sigri á Zenet á Stamford Bridge og svo eftir lestaferð til Liverpool horfðu þeir félagar á 3-2 endurkomusigur Liverpool á AC Milan á Anfield. Með þeim Gumma Ben og Óla Kristjáns í för var framleiðslustjórinn Ólafur Þór Chelbat og hann hefur nú sett saman ferðasögu sem finna á hér fyrir neðan. Ferðasagan byrjar í Leifsstöð og síðan má sjá Guðmund og Ólaf fyrir utan Stamford Bridge fyrir leik og inn á vellinum eftir hann sem og á leið í lest til Liverpool og svo bæði fyrir utan Anfield sem og inn á vellinum. Ólafur Kristjánsson er stuðningsmaður Liverpool en hafði aldrei áður komið á Anfield. Sem betur fer fyrir hann og hans stöðu innan Liverpool samfélagsins þá tókst liðinu að landa 3-2 sigri eftir að hafa lent undir í leiknum. Við grípum aðeins í ferðasöguna þegar þeir félagar spjölluðu fyrir utan Anfield og Gummi stóðst ekki mátið að stríða aðeins Liverpool stuðningsmanninum. „Ég tók túristann á þetta og fór í Liverpool búðina. Mamma sagði alltaf við mig þegar ég var lítill að rautt færi mér svo vel. Sá litur tónaði vel við húðlitinn. Ég fór í eina retró og var að spá í að setja Torben Piechnik aftan á treyjuna en hann var samherji minn hjá AGF,“ sagði Ólafur Kristjánsson og Guðmundur Benediktsson skaut þá inn í: „Kannski óvinsælasti leikmaður Liverpool sögunnar,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Stærðin væri þá í Jan Mölby en ég setti öryggið á oddinn og tók hana vel rúma,“ sagði Ólafur. „Við ætlum að drífa okkur inn því leikurinn er að byrja,“ sagði Guðmundur. Það má sjá alla ferðasöguna hér fyrir neðan. Klippa: Ferðasaga Gumma Ben og Óla Kristjáns á Meistaradeildarleiki Chelsea og Liverpool
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Fótbolti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Íslenski boltinn Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Fótbolti Ísland úr leik með tapi í kvöld Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Fleiri fréttir Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Í beinni: Sviss - Ísland | Stelpurnar með bakið upp við vegg Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Leik lokið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Grindvíkingar lána Sölva Snæ til Austurríkis Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Sjá meira