Allir fá aðgang að endurgjaldslausum hraðprófum Eiður Þór Árnason skrifar 17. september 2021 11:43 Einkaaðilar bjóða nú upp á hraðpróf á fimm mismunandi stöðum. Vísir/vilhelm Sjúkratryggingar munu taka þátt í kostnaði við töku hraðprófa hjá einkaaðilum frá og með 20. september. Með breytingunni verður hægt að taka hraðpróf án tilkostnaðar óháð tilgangi sýnatökunnar. Fram að þessu hefur heilsugæslan og aðrar heilbrigðisstofnanir boðið upp á hraðpróf í tengslum við smitgát, komu farþega til landsins og stærri viðburði notendum að kostnaðarlausu. Fólk sem leitar til einkaaðila og sækist eftir að taka hraðpróf í öðrum tilgangi, til að mynda vegna utanlandsferða eða mannfagnaða, hefur þurft greitt fullt verð fyrir. Greint er frá breytingunni á vef Stjórnarráðsins en að sögn heilbrigðisráðuneytisins er markmiðið með henni að auka aðgengi almennings að hraðprófum. Fleiri aðilum verði gert kleift að bjóða þjónustuna, notendum að kostnaðarlausu, óháð tilgangi prófanna. Jákvæðir verða sjálfkrafa boðaðir í PCR-próf Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra munu Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir hverja sýnatöku samkvæmt gjaldskrá sem stofnunin setur. Vottorð um neikvætt próf verða gefin út með QR-kóða frá embætti landlæknis en þeir sem greinast jákvæðir munu fá strikamerki frá embættinu með boði um PCR-sýnatöku til að staðfesta smit. Aðeins má nota viðurkennd hraðpróf sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar og skylt er að heilbrigðisstarfsmaður eða starfsmaður sem fengið hefur sérstaka þjálfun frá heilbrigðisstarfsmanni, annist framkvæmd prófsins. Reglugerðin gildir til 31. desember næstkomandi. Talið mikilvægt að greiða aðgengi að prófunum Á miðvikudag tók gildi reglugerð sem heimilar að halda allt að 1.500 manna viðburði og skólaskemmtanir án nálægðartakmörkunar og grímuskyldu, gegn framvísun neikvæðrar niðurstöðu úr hraðprófi. „Til að innleiðing hraðprófa skili tilgangi sínum um að auka möguleika fólks til að sækja margvíslega viðburði og stunda menningarlíf er mikilvægt að greitt aðgengi sé að hraðprófum og að kostnaður vegna þeirra sé ekki íþyngjandi. Þess vegna hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að bæði opinberir aðilar og einkaaðilar geti boðið prófin án endurgjalds, að uppfylltum faglegum skilyrðum um framkvæmdina og ákvæðum reglugerða þar að lútandi,“ segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. Einkaaðilar annast nú þegar sýnatöku með hraðprófum á eftirtöldum stöðum: BSÍ í Reykjavík, Kringlan í Reykjavík, Kleppsmýrarvegi í Reykjavík, Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ og við Háskólann á Akureyri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Opið í hraðpróf og viðburðahaldarar hvattir til að láta vita Heilsugæslan hefur nú opnað fyrir að fólk fari í hraðpróf vegna viðburða á heilsugæslustöðinni á Suðurlandsbraut 34. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hvetur viðburðahaldara til að láta vita af stórum viðburðum svo starfsmenn heilsugæslunnar séu undirbúið fyrir mannfjöldann. 10. september 2021 13:18 Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum. 5. september 2021 12:07 Landspítalinn hættir að nota hraðpróf Farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að hætta að nota hraðgreiningarpróf til að prófa starfsmenn sína, sem eru með væg einkenni, fyrir Covid-19 og taka PCR-próf alfarið í notkun í staðinn. Í tilkynningu nefndarinnar segir að hraðprófin séu verri kostur en PCR-próf. 3. september 2021 15:46 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Fram að þessu hefur heilsugæslan og aðrar heilbrigðisstofnanir boðið upp á hraðpróf í tengslum við smitgát, komu farþega til landsins og stærri viðburði notendum að kostnaðarlausu. Fólk sem leitar til einkaaðila og sækist eftir að taka hraðpróf í öðrum tilgangi, til að mynda vegna utanlandsferða eða mannfagnaða, hefur þurft greitt fullt verð fyrir. Greint er frá breytingunni á vef Stjórnarráðsins en að sögn heilbrigðisráðuneytisins er markmiðið með henni að auka aðgengi almennings að hraðprófum. Fleiri aðilum verði gert kleift að bjóða þjónustuna, notendum að kostnaðarlausu, óháð tilgangi prófanna. Jákvæðir verða sjálfkrafa boðaðir í PCR-próf Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra munu Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir hverja sýnatöku samkvæmt gjaldskrá sem stofnunin setur. Vottorð um neikvætt próf verða gefin út með QR-kóða frá embætti landlæknis en þeir sem greinast jákvæðir munu fá strikamerki frá embættinu með boði um PCR-sýnatöku til að staðfesta smit. Aðeins má nota viðurkennd hraðpróf sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar og skylt er að heilbrigðisstarfsmaður eða starfsmaður sem fengið hefur sérstaka þjálfun frá heilbrigðisstarfsmanni, annist framkvæmd prófsins. Reglugerðin gildir til 31. desember næstkomandi. Talið mikilvægt að greiða aðgengi að prófunum Á miðvikudag tók gildi reglugerð sem heimilar að halda allt að 1.500 manna viðburði og skólaskemmtanir án nálægðartakmörkunar og grímuskyldu, gegn framvísun neikvæðrar niðurstöðu úr hraðprófi. „Til að innleiðing hraðprófa skili tilgangi sínum um að auka möguleika fólks til að sækja margvíslega viðburði og stunda menningarlíf er mikilvægt að greitt aðgengi sé að hraðprófum og að kostnaður vegna þeirra sé ekki íþyngjandi. Þess vegna hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að bæði opinberir aðilar og einkaaðilar geti boðið prófin án endurgjalds, að uppfylltum faglegum skilyrðum um framkvæmdina og ákvæðum reglugerða þar að lútandi,“ segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. Einkaaðilar annast nú þegar sýnatöku með hraðprófum á eftirtöldum stöðum: BSÍ í Reykjavík, Kringlan í Reykjavík, Kleppsmýrarvegi í Reykjavík, Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ og við Háskólann á Akureyri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Opið í hraðpróf og viðburðahaldarar hvattir til að láta vita Heilsugæslan hefur nú opnað fyrir að fólk fari í hraðpróf vegna viðburða á heilsugæslustöðinni á Suðurlandsbraut 34. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hvetur viðburðahaldara til að láta vita af stórum viðburðum svo starfsmenn heilsugæslunnar séu undirbúið fyrir mannfjöldann. 10. september 2021 13:18 Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum. 5. september 2021 12:07 Landspítalinn hættir að nota hraðpróf Farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að hætta að nota hraðgreiningarpróf til að prófa starfsmenn sína, sem eru með væg einkenni, fyrir Covid-19 og taka PCR-próf alfarið í notkun í staðinn. Í tilkynningu nefndarinnar segir að hraðprófin séu verri kostur en PCR-próf. 3. september 2021 15:46 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Opið í hraðpróf og viðburðahaldarar hvattir til að láta vita Heilsugæslan hefur nú opnað fyrir að fólk fari í hraðpróf vegna viðburða á heilsugæslustöðinni á Suðurlandsbraut 34. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hvetur viðburðahaldara til að láta vita af stórum viðburðum svo starfsmenn heilsugæslunnar séu undirbúið fyrir mannfjöldann. 10. september 2021 13:18
Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum. 5. september 2021 12:07
Landspítalinn hættir að nota hraðpróf Farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að hætta að nota hraðgreiningarpróf til að prófa starfsmenn sína, sem eru með væg einkenni, fyrir Covid-19 og taka PCR-próf alfarið í notkun í staðinn. Í tilkynningu nefndarinnar segir að hraðprófin séu verri kostur en PCR-próf. 3. september 2021 15:46
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?