„Ég vil að það sé borin virðing fyrir mér á vellinum“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 16. september 2021 22:22 Arnar Daði Arnarsson Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson „Mér líður nákvæmlega eins og mér leið alltof oft í fyrra. Ég sagði við strákana að ef frammistaðan yrði góð, þá yrði ég sáttur. Við þurfum að fara breyta þeirri hugsun miðað við spilamennsku okkar og hvernig við spiluðum í dag,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, eftir eins marks tap á móti Val í dag. Lokatölur 22-21. „Ég er hundsvekktur en samt er ég að ganga á bak orða minna fyrir leik því ég sagði við strákana að ef þeir myndu gera það sem ég bað um og gera sitt besta að þá yrði ég sáttur. Ég held við höfum gert það en það er ekki nóg.“ Aðspurður hvort Arnar hefði viljað sjá sína menn gera eitthvað öðruvísi svaraði Arnar þessu. „Við höldum þeim í 22 mörkum. Ég er búinn að vera leikgreina Val núna síðustu leiki, Evrópuleikina, bikarleikina, þeir eru búnir að vera óstöðvandi. Ég hef aldrei séð aðra eins vél vera að malla bara áfram og áfram. Hraðaupphlaupsmörkin sem þeir skora, markvarslan, vörnin, það hefur bara allt verið inni hjá þeim. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Ég get ekki talað um það eftir leik að ég hafi viljað breyta einhverju.“ Í hálfleik virtist Arnar Daði ekki sáttur með dómgæsluna og átti hann samtal við dómarapar leiksins. „Ég hef látið miður skemmtileg orð falla í garð dómara hingað til á samfélagsmiðlum og ætli ég sé ekki að fá það aðeins í bakið núna. Mikki refur er að dæma þennan leik, ég má ekki segja orð við hann þá fæ ég gult spjald og ég ætla að vona að það verði ekki þannig í allan vetur. Ég sem þjálfari í handboltaleik hérna, er ekki það sama og ég á samfélagsmiðlum eða á þjóðhátíð eða að skemmta mér niðrí bæ. Ég vil að fyrir mér sé borin sú virðing að ég sé að gera mitt besta hérna og ég sé ekki dæmdur af gjörðum mínum annars staðar.“ Í næstu umferð sækir Grótta, FH heim og vill Arnar Daði fá sömu frammistöðu en önnur úrslit. „Við þurfum að gera nákvæmlega það sama og í þessum leik nema að reyna vinna leikinn,“ sagði Arnar Daði að lokum. Grótta Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
„Ég er hundsvekktur en samt er ég að ganga á bak orða minna fyrir leik því ég sagði við strákana að ef þeir myndu gera það sem ég bað um og gera sitt besta að þá yrði ég sáttur. Ég held við höfum gert það en það er ekki nóg.“ Aðspurður hvort Arnar hefði viljað sjá sína menn gera eitthvað öðruvísi svaraði Arnar þessu. „Við höldum þeim í 22 mörkum. Ég er búinn að vera leikgreina Val núna síðustu leiki, Evrópuleikina, bikarleikina, þeir eru búnir að vera óstöðvandi. Ég hef aldrei séð aðra eins vél vera að malla bara áfram og áfram. Hraðaupphlaupsmörkin sem þeir skora, markvarslan, vörnin, það hefur bara allt verið inni hjá þeim. Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast. Ég get ekki talað um það eftir leik að ég hafi viljað breyta einhverju.“ Í hálfleik virtist Arnar Daði ekki sáttur með dómgæsluna og átti hann samtal við dómarapar leiksins. „Ég hef látið miður skemmtileg orð falla í garð dómara hingað til á samfélagsmiðlum og ætli ég sé ekki að fá það aðeins í bakið núna. Mikki refur er að dæma þennan leik, ég má ekki segja orð við hann þá fæ ég gult spjald og ég ætla að vona að það verði ekki þannig í allan vetur. Ég sem þjálfari í handboltaleik hérna, er ekki það sama og ég á samfélagsmiðlum eða á þjóðhátíð eða að skemmta mér niðrí bæ. Ég vil að fyrir mér sé borin sú virðing að ég sé að gera mitt besta hérna og ég sé ekki dæmdur af gjörðum mínum annars staðar.“ Í næstu umferð sækir Grótta, FH heim og vill Arnar Daði fá sömu frammistöðu en önnur úrslit. „Við þurfum að gera nákvæmlega það sama og í þessum leik nema að reyna vinna leikinn,“ sagði Arnar Daði að lokum.
Grótta Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira