Sebastian: Bara lúserar sem hætta og við erum ekki lúserar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. september 2021 20:33 Sebastian Alexandersson ræðir við sína menn. vísir/vilhelm Sebastian Alexandersson, þjálfari HK, var nokkuð brattur þrátt fyrir tap fyrir KA, 25-28, í kvöld. Sigur KA-manna var öruggari en lokatölurnar gefa til kynna en HK-ingar skoruðu síðustu sex mörk leiksins. „Við vildum vinna en við gerum okkur grein fyrir því að flestir andstæðingarnir í þessari deild eru betri en við. Við þurfum að gera færri mistök ef við ætlum að eiga möguleika á stigum. Það var margt rosalega jákvætt og miklar framfarir frá síðasta leik á föstudaginn,“ sagði Sebastian og vísaði til tapsins fyrir Fram í Coca Cola bikarnum. „Það er eitthvað til að taka með sér inn í framhaldið, ekki það að ég hlakki brjálæðislega til að mæta Val í næsta leik. En það þarf víst að spila við þá líka,“ sagði Sebastian en HK sækir Íslandsmeistarana heim eftir viku. Þjálfarinn var nokkuð sáttur við varnarleik HK í kvöld. „Mér fannst við standa vörnina á löngum köflum vel. Við lokuðum á margt af því sem KA reyndi að gera en þeir eru bara með svo færa einstaklinga. Þeir fengu höndina oft upp sem var gott hjá okkur. Svo vorum við pínu óheppnir, skutum í stangirnar og slánna. Svo komu nokkrar ákvarðanir sem þarf að endurskoða. Það mun taka okkur smá tíma að ráða við að spila á þessum hraða.“ HK lenti mest níu mörkum undir en hætti ekki og lagaði stöðuna verulega undir lokin. „Af hverju eigum við að hætta? Það eru bara lúserar sem hætta og við erum ekki lúserar,“ sagði Sebastian. Sigurjón Guðmundsson átti stórleik í marki HK og varði 21 skot. „Hann byrjaði illa, Róbert [Örn Karlsson] fór að hita upp og þá hrökk hann í gang. Svo um leið og hann hætti að verja stóð hinn upp og þá fór hann aftur í gang. Það sýnir vilja til að vera inni á og ég er hrikalega ánægður með það,“ sagði Sebastian. HK átti ekki mikla möguleika í bikarleiknum gegn Fram en frammistaðan í kvöld var öllu betri. „Þá var eins og við værum í miðri loftárás í stríði, alveg í losti. En í seinni hálfleik fannst mér við miklu betri en Fram þótt þeir hafi kannski slakað aðeins á. Mér fannst við sýna flotta frammistöðu, verðuga fyrir Olís-deildina og það er hellingur sem við getum bætt okkur í. Þetta er eitthvað til að byggja á en jesús minn, ég ætla ekki að fara að halda eitthvað partí fyrir þetta. Það er brjáluð vinna framundan,“ sagði Sebastian að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla HK Tengdar fréttir Umfjöllun: HK - KA 25-28 | KA-sigur í Kórnum þrátt fyrir stórleik Sigurjóns KA sigraði HK, 25-28, í 1. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Sigur KA-manna var nokkuð öruggur en þeir komust mest níu mörkum yfir. HK-ingar löguðu stöðuna undir lokin. 16. september 2021 20:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
„Við vildum vinna en við gerum okkur grein fyrir því að flestir andstæðingarnir í þessari deild eru betri en við. Við þurfum að gera færri mistök ef við ætlum að eiga möguleika á stigum. Það var margt rosalega jákvætt og miklar framfarir frá síðasta leik á föstudaginn,“ sagði Sebastian og vísaði til tapsins fyrir Fram í Coca Cola bikarnum. „Það er eitthvað til að taka með sér inn í framhaldið, ekki það að ég hlakki brjálæðislega til að mæta Val í næsta leik. En það þarf víst að spila við þá líka,“ sagði Sebastian en HK sækir Íslandsmeistarana heim eftir viku. Þjálfarinn var nokkuð sáttur við varnarleik HK í kvöld. „Mér fannst við standa vörnina á löngum köflum vel. Við lokuðum á margt af því sem KA reyndi að gera en þeir eru bara með svo færa einstaklinga. Þeir fengu höndina oft upp sem var gott hjá okkur. Svo vorum við pínu óheppnir, skutum í stangirnar og slánna. Svo komu nokkrar ákvarðanir sem þarf að endurskoða. Það mun taka okkur smá tíma að ráða við að spila á þessum hraða.“ HK lenti mest níu mörkum undir en hætti ekki og lagaði stöðuna verulega undir lokin. „Af hverju eigum við að hætta? Það eru bara lúserar sem hætta og við erum ekki lúserar,“ sagði Sebastian. Sigurjón Guðmundsson átti stórleik í marki HK og varði 21 skot. „Hann byrjaði illa, Róbert [Örn Karlsson] fór að hita upp og þá hrökk hann í gang. Svo um leið og hann hætti að verja stóð hinn upp og þá fór hann aftur í gang. Það sýnir vilja til að vera inni á og ég er hrikalega ánægður með það,“ sagði Sebastian. HK átti ekki mikla möguleika í bikarleiknum gegn Fram en frammistaðan í kvöld var öllu betri. „Þá var eins og við værum í miðri loftárás í stríði, alveg í losti. En í seinni hálfleik fannst mér við miklu betri en Fram þótt þeir hafi kannski slakað aðeins á. Mér fannst við sýna flotta frammistöðu, verðuga fyrir Olís-deildina og það er hellingur sem við getum bætt okkur í. Þetta er eitthvað til að byggja á en jesús minn, ég ætla ekki að fara að halda eitthvað partí fyrir þetta. Það er brjáluð vinna framundan,“ sagði Sebastian að lokum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla HK Tengdar fréttir Umfjöllun: HK - KA 25-28 | KA-sigur í Kórnum þrátt fyrir stórleik Sigurjóns KA sigraði HK, 25-28, í 1. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Sigur KA-manna var nokkuð öruggur en þeir komust mest níu mörkum yfir. HK-ingar löguðu stöðuna undir lokin. 16. september 2021 20:30 Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Fótbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Umfjöllun: HK - KA 25-28 | KA-sigur í Kórnum þrátt fyrir stórleik Sigurjóns KA sigraði HK, 25-28, í 1. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Sigur KA-manna var nokkuð öruggur en þeir komust mest níu mörkum yfir. HK-ingar löguðu stöðuna undir lokin. 16. september 2021 20:30