Vonar að takist að ná utan um hópsmit eftir að fimmtungur bæjarbúa fór í skimun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2021 20:02 Reyðarfjörður Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Bæjarstjóri Fjarðabyggðar vonar að niðurstöður skimana sem um fimmtungur Reyðfyrðinga fór í í dag veiti einhvers konar heildarmynd á umfang hópsmits sem þar er komið upp. Alls greindust tíu manns með kórónuveiruna á Reyðarfirði eftir fjöldasýnatöku gærdagsins sem ráðist var í eftir að grunur kom upp um smit í Grunnskóla Reyðarfjarðar, en staðfest smit eru einnig á leikskólanum Lyngholti. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að alls hafi 250 sýni verið tekin í dag í sýnatöku á Reyðarfirði, en það er um fimmtungur þeirra sem búa í bænum. Jón Björn Hákonarsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ræddi stöðuna sem komin er upp í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir hópsmitið óneitanlega haft áhrif á samfélagið. „Að loka bæði grunn- og leikskóla hefur óhjákvæmilega áhrif í samfélaginu okkar. Foreldrar, einhverjir kannski svo heppnir að geta tekið vinnuna aðeins með sér heim en aðrir þurfa náttúrulega að taka börnin heim,“ sagði Jón Björn. Sagðist hann dást að bæjarbúum sem tækju stöðunni með miklu æðruleysi, staðráðnir í að vinna saman úr stöðunni. Hann vonar að þegar niðurstöður sýnatöku dagsins í dag liggi fyrir fáist heildarmynd á umfang hópsmitsins og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. „Þá vonum við að við séum komnir með heildarmyndina og hvernig við getum opnað skólana aftur eftir helgina og slíkt og snúið til venjulegs lífs. Vonandi erum við þá búin að ná heildarmyndinni.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarðabyggð Tengdar fréttir Grunnskólanum lokað vegna gruns um smit Grunur leikur á Covid-19 smiti í grunnskólanum á Reyðarfirði og hefur því verið ákveðið að loka skólanum í dag meðan unnið er að kortlagningu mögulegs smits. 15. september 2021 13:44 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Alls greindust tíu manns með kórónuveiruna á Reyðarfirði eftir fjöldasýnatöku gærdagsins sem ráðist var í eftir að grunur kom upp um smit í Grunnskóla Reyðarfjarðar, en staðfest smit eru einnig á leikskólanum Lyngholti. Í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að alls hafi 250 sýni verið tekin í dag í sýnatöku á Reyðarfirði, en það er um fimmtungur þeirra sem búa í bænum. Jón Björn Hákonarsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, ræddi stöðuna sem komin er upp í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segir hópsmitið óneitanlega haft áhrif á samfélagið. „Að loka bæði grunn- og leikskóla hefur óhjákvæmilega áhrif í samfélaginu okkar. Foreldrar, einhverjir kannski svo heppnir að geta tekið vinnuna aðeins með sér heim en aðrir þurfa náttúrulega að taka börnin heim,“ sagði Jón Björn. Sagðist hann dást að bæjarbúum sem tækju stöðunni með miklu æðruleysi, staðráðnir í að vinna saman úr stöðunni. Hann vonar að þegar niðurstöður sýnatöku dagsins í dag liggi fyrir fáist heildarmynd á umfang hópsmitsins og til hvaða aðgerða þurfi að grípa. „Þá vonum við að við séum komnir með heildarmyndina og hvernig við getum opnað skólana aftur eftir helgina og slíkt og snúið til venjulegs lífs. Vonandi erum við þá búin að ná heildarmyndinni.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjarðabyggð Tengdar fréttir Grunnskólanum lokað vegna gruns um smit Grunur leikur á Covid-19 smiti í grunnskólanum á Reyðarfirði og hefur því verið ákveðið að loka skólanum í dag meðan unnið er að kortlagningu mögulegs smits. 15. september 2021 13:44 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Grunnskólanum lokað vegna gruns um smit Grunur leikur á Covid-19 smiti í grunnskólanum á Reyðarfirði og hefur því verið ákveðið að loka skólanum í dag meðan unnið er að kortlagningu mögulegs smits. 15. september 2021 13:44