Hefur áhyggjur af sprengingu í stofni hnúðlaxa Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 17. september 2021 09:29 Hnúðlaxinn hefur gert sig heimakominn á Íslandi og er gríðarlegur vöxtur í stofninum á milli ára. Sérfræðingur hefur áhyggjur af áhrifum tegundarinnar á íslenska náttúru. Fyrsti hnúðlaxinn veiddist á Íslandi í Hítará árið 1960. Áratugina á eftir veiddust einn og einn slíkur lax í ám landsins. En síðustu ár hefur orðið breyting á þessu. „Við höfum verið að sjá mjög mikla aukningu á hnúðlaxi í ám, sérstaklega á þessu ári. Hann hefur verið, fram til þessa, flækingur þannig það hafa verið svona einn og einn hnúðlax á ferðinni,“ segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun. Guðni Guðbergsson er sviðsstjóri ferskvatnssviðs hjá Hafróvísir/arnar Veldisvöxtur með meiru „Svo kom aukning 2015, aftur 2017, 2019 og svo núna 2021 þá getum við kannski talað um að það sé sprenging í þessari tegund.“ Aukningin er gríðarleg milli ára. Hnúðlaxastofninn sem hefur náð sér á strik hérlendis er þannig gerður að hann kemur í árnar á tveggja ára fresti. Árið 2015 náðust 9 hnúðlaxar á Íslandi, árið 2017 voru þeir 54 og árið 2019 voru skráðir 232 hnúðlaxar á Íslandi. Graf frá Hafrannsóknarstofnun. Hnúðlaxastofnar kemur í árnar á tveggja ára fresti en stofninn sem sækir hingað á oddatöluárunum er sá sem hefur náð sér á strik.hafró Guðni segir ljóst að í ár megi búast við meira en tvöföldun á þessum tölum og að hér muni veiðast nokkur hundruð hnúðlaxar. Framandi og ágeng tegund En hvaðan koma þessar hálfófrýnilegu skepnur? „Rússar fluttu hnúðlax frá Kyrrahafi og byrjuðu með sleppingar á honum við Hvítahaf og Kólaskaga fyrir 1960,“ segir Guðni. Talsverður munur á er hængum og hrygnum hnúðlaxa. Hængnum (efri) vex hnúður um hrygg í kring um hrygningartímanum og er með einkennandi beittar tennur og kjaft sem skagar upp í boga. Hrygnurnar (neðri) eru oft mun minni, grábleikar og oft ruglað saman við bleikjur af veiðimönnum.getty/andy rakovsky Rússar fóru síðan aftur á níunda áratugnum enn norðar til að sækja annan stofn hnúðlaxa til sleppinga. Og sá stofn virðist betur aðlagaður að lífinu í Atlantshafinu. En þurfum við að hafa áhyggjur af hnúðlaxinum? „Klárlega. Þetta er náttúrulega framandi tegund og væntanlega ágeng. En þegar þeir fara að koma í mjög miklu magni þá hafa þeir náttúrulega áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika . Og eins er það að ef að þeir eru í mjög miklu magni að drepast, þá geta þeir haft áhrif á vatnsgæði við árnar,“ segir Guðni. Hnúðlaxahængar eru með ansi vígalegar og beittar tennur.getty/paul souders Lax Umhverfismál Dýr Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Sjá meira
Fyrsti hnúðlaxinn veiddist á Íslandi í Hítará árið 1960. Áratugina á eftir veiddust einn og einn slíkur lax í ám landsins. En síðustu ár hefur orðið breyting á þessu. „Við höfum verið að sjá mjög mikla aukningu á hnúðlaxi í ám, sérstaklega á þessu ári. Hann hefur verið, fram til þessa, flækingur þannig það hafa verið svona einn og einn hnúðlax á ferðinni,“ segir Guðni Guðbergsson, sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun. Guðni Guðbergsson er sviðsstjóri ferskvatnssviðs hjá Hafróvísir/arnar Veldisvöxtur með meiru „Svo kom aukning 2015, aftur 2017, 2019 og svo núna 2021 þá getum við kannski talað um að það sé sprenging í þessari tegund.“ Aukningin er gríðarleg milli ára. Hnúðlaxastofninn sem hefur náð sér á strik hérlendis er þannig gerður að hann kemur í árnar á tveggja ára fresti. Árið 2015 náðust 9 hnúðlaxar á Íslandi, árið 2017 voru þeir 54 og árið 2019 voru skráðir 232 hnúðlaxar á Íslandi. Graf frá Hafrannsóknarstofnun. Hnúðlaxastofnar kemur í árnar á tveggja ára fresti en stofninn sem sækir hingað á oddatöluárunum er sá sem hefur náð sér á strik.hafró Guðni segir ljóst að í ár megi búast við meira en tvöföldun á þessum tölum og að hér muni veiðast nokkur hundruð hnúðlaxar. Framandi og ágeng tegund En hvaðan koma þessar hálfófrýnilegu skepnur? „Rússar fluttu hnúðlax frá Kyrrahafi og byrjuðu með sleppingar á honum við Hvítahaf og Kólaskaga fyrir 1960,“ segir Guðni. Talsverður munur á er hængum og hrygnum hnúðlaxa. Hængnum (efri) vex hnúður um hrygg í kring um hrygningartímanum og er með einkennandi beittar tennur og kjaft sem skagar upp í boga. Hrygnurnar (neðri) eru oft mun minni, grábleikar og oft ruglað saman við bleikjur af veiðimönnum.getty/andy rakovsky Rússar fóru síðan aftur á níunda áratugnum enn norðar til að sækja annan stofn hnúðlaxa til sleppinga. Og sá stofn virðist betur aðlagaður að lífinu í Atlantshafinu. En þurfum við að hafa áhyggjur af hnúðlaxinum? „Klárlega. Þetta er náttúrulega framandi tegund og væntanlega ágeng. En þegar þeir fara að koma í mjög miklu magni þá hafa þeir náttúrulega áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika . Og eins er það að ef að þeir eru í mjög miklu magni að drepast, þá geta þeir haft áhrif á vatnsgæði við árnar,“ segir Guðni. Hnúðlaxahængar eru með ansi vígalegar og beittar tennur.getty/paul souders
Lax Umhverfismál Dýr Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Erlent Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Innlent Fleiri fréttir Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ Sjá meira