Trine Dyrholm mætir á frumsýningu Margrétar fyrstu á RIFF Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 16. september 2021 14:06 Trine Dyrholm á frumsýningunni í Danmörku. Margrét fyrsta eða MARGRETE DEN FØRSTE er lokamynd RIFF Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í í Reykjavík í ár. Hátíðin verður haldin í átjánda sinn þann 30. september og stendur til 10. október. Hin þekkta danska leikkona, Trine Dyrholm leikur aðalhlutverkið í myndinni, og verður hún heiðursgestur RIFF af því tilefni. Trine er auk þess formaður dómnefndar í Vitranaflokki RIFF þar sem níu myndir ungra kvikmyndaleikstjóra keppa um Gyllta lundann, aðalverðlaun hátíðarinnar. „Það er mikill heiður að fá Trine til landsins til að taka þátt í hátíðinni en hún er tvímælalaust ein hæfileikaríkasta og virtasta leikkona Norðurlanda í dag og þótt víðar væri leitað enda margverðlaunuð fyrir frammistöðu sýna. Það verður gaman að kynna hana fyrir bransanum hér og íslenskum áhorfendum,“ segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF og bætir við að henni til heiðurs verði auk þess sýnd myndin Drottningin frá 2019 með Trine í aðalhlutverki en hún hlaut til dæmis aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Gautaborg fyrir þá mynd. Stilla úr kvikmyndinni. Trine mun spjalla við áhorfendur í Bíó Paradís af því tilefni. Stórmyndin Margrét fyrsta er samstarfsverkefni allra Norðurlandanna og er ein dýrasta kvikmynd sem framleidd hefur verið á Norðurlöndunum. Myndin var frumsýnd síðast liðinn miðvikudag við frábærar viðtökur í Kaupmannahöfn og voru meðframleiðendi myndarinnar Kristinn Þórðarson hjá True North og leikkonurnar Tinna Hrafnsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir viðstödd frumsýninguna en báðar leika þær veigamikil hlutverk í myndinni. Tinna Hrafnsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir á frumsýningunni.Aðsent Með Trine í dómnefnd í ár sitja Gísli Örn Garðarsson leikari, leikstjóri og framleiðandi, Aníta Briem leikkona, Gagga Jónsdótttir, leikstjóri og handritshöfundur og Yorgos Krassakopoulos dagskrárstjóri hinnar virtu Þessalónikuhátíðar á Grikklandi. Myndin fjallar um Margréti drottningu sem tileinkaði líf sitt gerð Kalmarsáttmálans en sá sáttmáli var upphafið að Skandinavíu eins og við þekkjum hana í dag og þess bræðralags sem þar ríkir. Margrét drottning ræður Svíþjóð, Noregi og Danmörku í gegnum ættleiddan son sinn, Erik. Samsæri setur Margréti í úlfakreppu sem gæti eyðilagt ævistarf hennar, Kalmarsambandið. Margrét Danadrottning á frumsýningunni.Aðsent Myndin er sannkallað ofurkonu framlag til kvikmyndagerðar því hún er um eina áhrifamestu konu í sögu Norðurlanndanna sem var á undan sinni samtíð og er leikstýrt af Charlotte Sieling einni fremstu leikstýru Norðurlannda í dag en áður leikstýrði hún meðal annars: The Bridge, The Killing og Homeland. Aldrei áður hefur verið framleidd mynd af þessari stærðargráðu á Norðurlöndunum. Tine hefur áður hlotið um 27 verðlaun og 26 tilnefningar fyrir besta leikframmistöðu bæði í aðal- og aukahlutverki. Hægt er að tryggja sér passa eða klippikort á hátíðina og stakir miðar fara í sölu uppur miðjum mánuðinn. Best að fylgjast vel með á RIFF.is fram að hátíð. RIFF Kvikmyndagerð á Íslandi Danmörk Menning Tengdar fréttir Síðasta mynd Árna Ólafs verður opnunarmynd flokksins Ísland í sjónarrönd á RIFF „Síðasta mynd hins ástkæra leikstjóra Árna Ólafs Ásgeirssonar sem lést fyrr á þessu ári verður frumsýnd sem opnunarmynd flokksins Ísland í sjónarrönd á RIFF sem hefst í lok mánaðar,“ segir í nýrri tilkynningu frá RIFF. 13. september 2021 10:32 Raufarhólshelli breytt í bíósal í fyrsta skipti á RIFF Á RIFF í ár verður ævintýramynd með David Bowie sýnd í iðrum jarðar. Takmarkaður fjöldi miða verður í boði en miðasala hófst nú klukkan fjögur. 10. september 2021 17:02 Verðlaunamyndir frá Cannes sýndar á RIFF Fjöldi verðlaunamynda frá Cannes verða sýndar í flokknum fyrir Opnu hafi á RIFF hátíðinni í ár. 8. september 2021 17:00 Joker sýnd í Hörpu á RIFF: Tónlist Hildar Guðna flutt af Kvikmyndahljómsveit Íslands Tónlist af ýmsu tagi verður í forgrunni á RIFF í ár sem hefst í lok mánaðar, þann 30. september til 10. október. Meðal annars verður sérstök sýning á Óskarsverðlaunamyndinni Joker við undirspil hljóðfæraleikara. 6. september 2021 17:10 Nýjasta tækni og kvikmyndir á RIFF í ár Hvar liggja mörkin milli kvikmynda og tölvuleikja? Þessari spurningu er velt upp á Alþjóðlegu kvikmyndahátíð Reykjavíkur í ár, í nýjum flokki sem ber nafnið Nýjasta tækni og kvikmyndir, eða RIFF XR upp á ensku. 3. september 2021 10:31 Sundbíóið hefur fest sig í sessi á RIFF Nú fer að styttast í RIFF kvikmyndahátíðina. Upplifunarbíóið í Sundhöllinni verður aftur einn af sérviðburðum hátíðarinnar, enda hefur sundbíóið fest sig í sessi sem ein vinsælasta sýningin á RIFF. 30. ágúst 2021 10:35 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Hin þekkta danska leikkona, Trine Dyrholm leikur aðalhlutverkið í myndinni, og verður hún heiðursgestur RIFF af því tilefni. Trine er auk þess formaður dómnefndar í Vitranaflokki RIFF þar sem níu myndir ungra kvikmyndaleikstjóra keppa um Gyllta lundann, aðalverðlaun hátíðarinnar. „Það er mikill heiður að fá Trine til landsins til að taka þátt í hátíðinni en hún er tvímælalaust ein hæfileikaríkasta og virtasta leikkona Norðurlanda í dag og þótt víðar væri leitað enda margverðlaunuð fyrir frammistöðu sýna. Það verður gaman að kynna hana fyrir bransanum hér og íslenskum áhorfendum,“ segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF og bætir við að henni til heiðurs verði auk þess sýnd myndin Drottningin frá 2019 með Trine í aðalhlutverki en hún hlaut til dæmis aðalverðlaunin á kvikmyndahátíðinni Gautaborg fyrir þá mynd. Stilla úr kvikmyndinni. Trine mun spjalla við áhorfendur í Bíó Paradís af því tilefni. Stórmyndin Margrét fyrsta er samstarfsverkefni allra Norðurlandanna og er ein dýrasta kvikmynd sem framleidd hefur verið á Norðurlöndunum. Myndin var frumsýnd síðast liðinn miðvikudag við frábærar viðtökur í Kaupmannahöfn og voru meðframleiðendi myndarinnar Kristinn Þórðarson hjá True North og leikkonurnar Tinna Hrafnsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir viðstödd frumsýninguna en báðar leika þær veigamikil hlutverk í myndinni. Tinna Hrafnsdóttir og Halldóra Geirharðsdóttir á frumsýningunni.Aðsent Með Trine í dómnefnd í ár sitja Gísli Örn Garðarsson leikari, leikstjóri og framleiðandi, Aníta Briem leikkona, Gagga Jónsdótttir, leikstjóri og handritshöfundur og Yorgos Krassakopoulos dagskrárstjóri hinnar virtu Þessalónikuhátíðar á Grikklandi. Myndin fjallar um Margréti drottningu sem tileinkaði líf sitt gerð Kalmarsáttmálans en sá sáttmáli var upphafið að Skandinavíu eins og við þekkjum hana í dag og þess bræðralags sem þar ríkir. Margrét drottning ræður Svíþjóð, Noregi og Danmörku í gegnum ættleiddan son sinn, Erik. Samsæri setur Margréti í úlfakreppu sem gæti eyðilagt ævistarf hennar, Kalmarsambandið. Margrét Danadrottning á frumsýningunni.Aðsent Myndin er sannkallað ofurkonu framlag til kvikmyndagerðar því hún er um eina áhrifamestu konu í sögu Norðurlanndanna sem var á undan sinni samtíð og er leikstýrt af Charlotte Sieling einni fremstu leikstýru Norðurlannda í dag en áður leikstýrði hún meðal annars: The Bridge, The Killing og Homeland. Aldrei áður hefur verið framleidd mynd af þessari stærðargráðu á Norðurlöndunum. Tine hefur áður hlotið um 27 verðlaun og 26 tilnefningar fyrir besta leikframmistöðu bæði í aðal- og aukahlutverki. Hægt er að tryggja sér passa eða klippikort á hátíðina og stakir miðar fara í sölu uppur miðjum mánuðinn. Best að fylgjast vel með á RIFF.is fram að hátíð.
RIFF Kvikmyndagerð á Íslandi Danmörk Menning Tengdar fréttir Síðasta mynd Árna Ólafs verður opnunarmynd flokksins Ísland í sjónarrönd á RIFF „Síðasta mynd hins ástkæra leikstjóra Árna Ólafs Ásgeirssonar sem lést fyrr á þessu ári verður frumsýnd sem opnunarmynd flokksins Ísland í sjónarrönd á RIFF sem hefst í lok mánaðar,“ segir í nýrri tilkynningu frá RIFF. 13. september 2021 10:32 Raufarhólshelli breytt í bíósal í fyrsta skipti á RIFF Á RIFF í ár verður ævintýramynd með David Bowie sýnd í iðrum jarðar. Takmarkaður fjöldi miða verður í boði en miðasala hófst nú klukkan fjögur. 10. september 2021 17:02 Verðlaunamyndir frá Cannes sýndar á RIFF Fjöldi verðlaunamynda frá Cannes verða sýndar í flokknum fyrir Opnu hafi á RIFF hátíðinni í ár. 8. september 2021 17:00 Joker sýnd í Hörpu á RIFF: Tónlist Hildar Guðna flutt af Kvikmyndahljómsveit Íslands Tónlist af ýmsu tagi verður í forgrunni á RIFF í ár sem hefst í lok mánaðar, þann 30. september til 10. október. Meðal annars verður sérstök sýning á Óskarsverðlaunamyndinni Joker við undirspil hljóðfæraleikara. 6. september 2021 17:10 Nýjasta tækni og kvikmyndir á RIFF í ár Hvar liggja mörkin milli kvikmynda og tölvuleikja? Þessari spurningu er velt upp á Alþjóðlegu kvikmyndahátíð Reykjavíkur í ár, í nýjum flokki sem ber nafnið Nýjasta tækni og kvikmyndir, eða RIFF XR upp á ensku. 3. september 2021 10:31 Sundbíóið hefur fest sig í sessi á RIFF Nú fer að styttast í RIFF kvikmyndahátíðina. Upplifunarbíóið í Sundhöllinni verður aftur einn af sérviðburðum hátíðarinnar, enda hefur sundbíóið fest sig í sessi sem ein vinsælasta sýningin á RIFF. 30. ágúst 2021 10:35 Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Síðasta mynd Árna Ólafs verður opnunarmynd flokksins Ísland í sjónarrönd á RIFF „Síðasta mynd hins ástkæra leikstjóra Árna Ólafs Ásgeirssonar sem lést fyrr á þessu ári verður frumsýnd sem opnunarmynd flokksins Ísland í sjónarrönd á RIFF sem hefst í lok mánaðar,“ segir í nýrri tilkynningu frá RIFF. 13. september 2021 10:32
Raufarhólshelli breytt í bíósal í fyrsta skipti á RIFF Á RIFF í ár verður ævintýramynd með David Bowie sýnd í iðrum jarðar. Takmarkaður fjöldi miða verður í boði en miðasala hófst nú klukkan fjögur. 10. september 2021 17:02
Verðlaunamyndir frá Cannes sýndar á RIFF Fjöldi verðlaunamynda frá Cannes verða sýndar í flokknum fyrir Opnu hafi á RIFF hátíðinni í ár. 8. september 2021 17:00
Joker sýnd í Hörpu á RIFF: Tónlist Hildar Guðna flutt af Kvikmyndahljómsveit Íslands Tónlist af ýmsu tagi verður í forgrunni á RIFF í ár sem hefst í lok mánaðar, þann 30. september til 10. október. Meðal annars verður sérstök sýning á Óskarsverðlaunamyndinni Joker við undirspil hljóðfæraleikara. 6. september 2021 17:10
Nýjasta tækni og kvikmyndir á RIFF í ár Hvar liggja mörkin milli kvikmynda og tölvuleikja? Þessari spurningu er velt upp á Alþjóðlegu kvikmyndahátíð Reykjavíkur í ár, í nýjum flokki sem ber nafnið Nýjasta tækni og kvikmyndir, eða RIFF XR upp á ensku. 3. september 2021 10:31
Sundbíóið hefur fest sig í sessi á RIFF Nú fer að styttast í RIFF kvikmyndahátíðina. Upplifunarbíóið í Sundhöllinni verður aftur einn af sérviðburðum hátíðarinnar, enda hefur sundbíóið fest sig í sessi sem ein vinsælasta sýningin á RIFF. 30. ágúst 2021 10:35