Svona vilja flokkarnir draga úr losun og standa við loftslagsskuldbindingar Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2021 07:31 Fulltrúar stjórnmálaaflanna svara tveimur spurningum varðandi skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. vísir Orkuskipti og endurheimt votlendis er á meðal þess sem nær allir flokkar í framboði til Alþingis nefna sem helstu loftslagsaðgerðir sínar. Flestir þeirra vilja einnig taka upp einhvers konar hvata og skatta til að styðja grænar lausnir. Loftslagsvandinn skipar sífellt stærri sess í hugum kjósenda á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Næstflestir svarendur í könnun Maskínu fyrir fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í vikunni nefndu þannig umhverfis- og loftslagsmál sem stærsta málið fyrir kosningarnar, 41,3%. Stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum veldur nú hnattrænni hlýnun sem nemur nú þegar um 1°C frá upphafi iðnbyltingar. Sú hlýnun hefur þegar valdið vaxandi veðuröfgum, bráðnun jökla, hækkun sjávarmáls og súrnun sjávar, að því er kom fram í umfangsmikilli skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í síðasta mánuði. Eftir því sem hlýnunin eykst verða afleiðingarnar alvarlegri og er ekki hægt að útiloka hraðar og hugsanlega óafturkræfar breytingar á loftslagskerfinu. Varað er við að hnattræn hlýnun nái líklega 1,5°C strax á næsta áratug jafnvel þó að ríki heims dragi hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda og byrji að binda kolefni úr lofthjúpnum. Haldi losun áfram í svipuðu horfi og nú gæti hlýnun náð allt frá 3,3 til 5,7°C fyrir lok þessarar aldar. Svo mikil og hröð hlýnun væri fordæmalaus á jörðinni í milljónir ára. Vísir lagði þrjár spurningar um loftslagsstefnu þeirra fyrir stjórnmálaflokkana tíu sem eru í framboði á landsvísu í Alþingiskosningunum sem fara fram 25. september. Óskað var eftir stuttum og hnitmiðuðum svörum. Svörin við fyrstu tveimur spurningunum sem varða aðgerðir til að draga úr losun eru birt hér en afstaða flokkanna til olíuvinnslu við Ísland verður birt á Vísi á morgun. Tekið skal fram að samantektin hér byggir aðeins á svörum sem flokkarnir sendu sjálfir inn við fyrirspurn Vísis en ekki opinberum stefnuskrám þeirra eða ummælum fulltrúa þeirra í ræðu eða riti annars staðar. Svörin eru því ekki endilega tæmandi um stefnu flokkanna en endurspegla það sem fulltrúar þeirra kusu sjálfir að leggja sérstaka áherslu á. Ísland er í samfloti við Evrópusambandið og Noreg um markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda gagnvart Parísarsamkomulaginu. Sameiginlega er markmiðið að draga úr losun um 40% frá 2005 fyrir árið 2030. Hlutdeild Íslands í því markmiði er 29% samdráttur á losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Í samræmi við Parísarsamkomulagið hefur ESB hert markmið sitt og stefnir nú á 55% samdrátt í losun. Ekki liggur enn fyrir hver hlutdeild Íslands verður í því markmiði. Markmiðin ná til svonefndrar samfélagslosunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Það er losun frá heimilum, þjónustu, samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, smáiðnaði og úrgangi. Stærsti einstaki þátturinn þar er losun frá vegasamgöngum. Stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er framræst votlendi en áætlað er að allt að tveir þriðju hlutar losunarinnar komi frá rotnandi mýrarjarðvegi. Mikið hefur því verið rætt um endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð hér á landi. Fram að þessu hefur Ísland kosið að láta losun og bindingu vegna landnotkunar og skógræktar ekki falla undir skuldbindingar sínar til ársins 2025. Eftir það verður sett sérstakt markmið um samdrátt í losun vegna landnotkunar. Ísland gæti líklega ekki byrjað að nýta sér árangur í endurheimt votlendis til að vega upp á móti samfélagslosun fyrr en binding verður orðin meiri en losun vegna landnotkunar. Losun frá stóriðju fellur undir samevrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) og er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Framsóknarflokkurinn (B) Með fjölbreyttum lausnum sem taka til allra sviða þjóðfélagsins. Takmark um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 er vel gerlegt með víðtækri aðgerðaráætlun stjórnvalda, stefnufestu og samvinnu. Leggja þarf áherslu á orkuskipti í samgöngum, stóraukna kolefnisbindingu með skógrækt og landgræðslu, markvissari aðgerðir til að auka endurnýtingu efna og úrgangs sem og hvata sem draga úr hvers kyns sóun. Mikilvægt er að halda virku samtali við atvinnulífið og samfélagið í heild sinni um aðgerðir í loftslagsmálum sem og að framkvæma kostnaðar- og ábatagreiningu til að kortleggja hvers konar hvatar eða kvaðir eru líklegastir til að skila samfélaginu samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Viðreisn (C) Loftslagsprófíll Íslands er einstakur á heimsvísu og markmiðin þurfa að taka mið af því. Það felur í sér að draga fyrst úr losun þar sem það er hagkvæmast og þar sem losunin er mest. Helstu verkfærin sem Viðreisn mun beita eru grænir hvatar og kolefnisgjald. Á móti skal ríkið lækka önnur gjöld og tryggja að þau bitni ekki óhóflega á tilteknum hópum. Tengja þarf loftslagsmálin þvert á fagráðuneyti. Við þurfum að tryggja að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust fyrir árið 2040 og nái markmiði um 50% hlutdeild endurnýjanlegrar orku í skipum fyrir 2030. Allur iðnaður og framleiðsla taki þátt í losunarsamdrættinum. Sjálfstæðisflokkurinn (D) Með því að fara alla leið í orkuskiptum og skipta út öllu jarðefnaeldsneyti fyrst allra þjóða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin ár haft forystu um að móta stefnu og aðgerðir Íslands á leið okkar til fullra orkuskipta, til dæmis með: 1) Þingsályktun orkumálaráðherra um aðgerðaáætlun í orkuskiptum sem nú er unnið eftir af fullum krafti; 2) Aðgerðaáætlun nýrrar Orkustefnu sem kynnt var í vetur; 3) Stuðningi Orkusjóðs við orkuskiptaverkefni sem draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, en stærsta úthlutun sögunnar úr sjóðnum verður nú í september. Loks er grundvallaratriði að tryggja að orkan sem koma mun í stað olíu verði til staðar. Losun frá vegasamgöngum er stærsti einstaki þátturinn sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Flokkur fólksins (F) Við viljum að Íslendingar taki virkan þátt í baráttunni gegn þessari vá í alþjóðlegu samstarfi. Endurheimt votlendis, rafvæðing bílaflotans, vistvæn orka til skipa, framleiðsla á endurnýjanlegri orku og aukin skógrækt eru þær mótaðgerðir sem liggur beinast við að Íslendingar ráðist í. Sósíalistaflokkur Íslands (J) Samkvæmt Kyoto-bókunum hefur Ísland undanþágur til að telja breytingar í netto losun í gróðri og jarðvegi. Við höfum ekki fyllnýtt sóknarfæri á þessu sviði og því vilja Sósíalistar virkja íslensku skógarauðlindina í samstarfi við landeigendur og bændur og græða landið. Með því er hægt að binda mikið magn í lífmassa og nýta stöði okkar sem fámenn þjóð með mikið land. Til að draga úr þeirri losun sem á sér stað viljum við betri sátt um orkuskiptin sem eru ósanngjörn í dag og birtast okkur aðalega í formi afsláttar fyrir hátekjuheimili á meðan lágtekjuheimili sem eru ekki vel þjónustuð af almenningssamgöngum þurfa að greiða há gjöld á dælunni. Þar kynnum við betri og skilvirkari leið þar sem breiðu bökin, fyrirtæki og stofnanir með stóra flota eru látin hraða orkuskiptum og greiða hærri álögur. Miðflokkurinn (M) Öll viljum við ganga vel um náttúruna og vernda lofslagið. Gallinn er að of mikið er litið á losun gróðurhúsalofttegunda sem staðbundið vandamál en ekki hnattrænt, sem það augljóslega er. Lofslaginu er alveg sama hvar losun á sér stað. Helsta framlag okkar Íslendinga til lofslagsmála getur verið að framleiða meiri græna orku en ekki minna af henni. Styðja við aðila erlendis, sbr. það sem er að gerast með hitaveituvæðingu á ákveðnum svæðum í Kína og leyfa þekkingunni sem hér er til, hvað vinnslu endurnýjanlegrar orku varðar, að flæða um heiminn. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (O) Menn leysa ekki öll mál með því að kaupa sig frá þeim og því höfnum við algjörlega þeirri lausn stjórnvalda að skattleggja okkur út úr þessum alþjóðlegum skuldbindingum varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar er að draga saman kolefnislosun. Fyrir liggur að 66% kolefnislosunar á Íslandi kemur frá landi og landnotkun, framræstu votlendi og landrofi. Þetta þýðir 9,5 m/t af 14,2 m/t heildarlosun Co2 kemur frá landi. Verðum við því að einbeita okkur að þessum þætti sem vegur 66% af allri losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Þetta gerum við með eftirfarandi: Við einbeitum okkur að lausn sem við köllum “Störf án staðsetningar” og viljum þannig að ríkið hafi frumkvæði að dreifa byggðum landsins til að tryggja betri landgæði, meiri ræktun og uppbyggingu landsins, því dreifð byggð er mikilvægur hlekkur í landgræðslu og bindingu kolefnis. Píratar (P) Fyrsta skrefið er augljóst: Að mynda ríkisstjórn eftir kosningar sem er samhent í loftslagsaðgerðum. Píratar vilja lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og láta það endurspeglast í öllum aðgerðum næstu ríkisstjórnar - grípa þarf til aðgerða strax. Næstu skref verða róttæk og enginn geiri verður undanskilinn. Íslendingar geta t.a.m. náð gríðarlegum árangri í samgöngum, stóriðju, landbúnaði og landnýtingu. Píratar eru með bestu loftslagsstefnuna samkvæmt Ungum umhverfissinum, sem snertir á öllu frá skógrækt og endurheimt votlendis til grænna hvata sem gera hið skítuga dýrt en grænt ódýrt. Allur vöxtur næstu árin verður grænn og það er allra hagur að grípa tækifærið. Samfylkingin (S) Í fyrsta lagi á að auka metnaðinn í 60% markmið fyrir árið 2030 og gera Ísland óháð jarðefnaeldsneyti 2050. Fara í stórátak í að minnka útblástur frá samgöngum. Hraða orkuskiptunum og skipuleggja þau. Stórefla almenningssamgöngur, hraða Borgarlínu, undirbúa Keflavíkurlínu og Landlínu, og mæta orkuþörfinni í samgöngum með öðrum orkugjöfum. Styðja við uppbyggingu rafhleðslu-, metan- og vetnisstöðva um allt land svo það verði raunhæft að hætta nýskráningu bensín- og díselbíla árið 2025. Klára rafvæðingu hafna og nýta skattkerfið til að skapa hvata til umbreytingar. Styðja við nýja tækni og kolefnisbindingu. Loftslagsmálin verða að vera í þungamiðju hjá næstu ríkisstjórn. Vinstri græn (V) Vinstrihreyfingin – grænt framboð leggur áherslu á að vísindaleg þekking sé undirstaða allra loftslagsaðgerða og að þær taki tillit til stöðu efnaminna fólks. Ísland þarf að ganga enn lengra í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Lykilatriði hér eru breyttar ferðavenjur með meiri áherslu á almenningssamgöngur og hjólreiðar en ekki síður að flýta orkuskiptum í samgöngum, þungaflutningum, ¬sjávarútvegi, landbúnaði og byggingariðnaði, þannig að við séum í allra síðasta lagi orðin óháð jarðefnaeldsneyti árið 2045. Hluti af því er að og flýta banni við nýskráningu bensín og dísilbifreiða til ársins 2025. Grænar fjárfestingar og stuðningur við nýsköpun og tæknilausnir skipar hér stóran sess. Framsóknarflokkurinn (B) Kortleggja núverandi landnýtingu betur og öðlast yfirsýn yfir möguleika til að auka bindingu og draga úr losun með ræktun, landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis. Mikill ávinningur fengist af nýtingu útblásturs CO2 og glatvarma til ræktunar á grænmeti og ávöxtum, það þarf að verða raunhæfur og almennur kostur. Styðja þarf við nýsköpun sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda í iðnaði og annarri orkufrekri starfsemi. Stjórnvöld verða að innleiða kolefnismæli á landsvísu og fylgjast með kolefnisspori landsins og vinna stöðugt að því að minnka það. Tryggja þarf fræðslu um loftslags- og umhverfisvá í gegnum menntakerfið og með stuðningi við sértæk fræðsluverkefni. Viðreisn (C) Formlegar skuldbindingar Íslands taka ekki markvisst á stærstu losunarþáttum Íslands eins og losun frá landnotkun. Viðreisn hefur sett markmið um að slík losun verði minnkuð um 50% fyrir árið 2030. Mikil tækifæri liggja í því fyrir Ísland að stöðva beit á illa förnu landi, endurheimta vistkerfi og efla landgræðslu. Samdráttarmarkmið fyrir losun á beinni ábyrgð Íslands verði hækkað í 60% fyrir árið 2030 miðað við 2005. Þá verði stóriðjunni gert að mynda sér loftslagsstefnu til þess að ná kolefnishlutleysi, samhliða öðrum þáttum samfélagsins, fyrir árið 2040. Þetta verði tryggt með grænum hvötum og innspýtingu í loftslagstengda nýsköpun. Flokkur fólksins (F) Burtséð frá öllum formlegum skuldbindingum þá er einfaldlega góð hugmynd að huga að orkuskiptum samfélagsins eins fljótt og hægt er. Svo framarlega sem að aðgerðirnar bitni ekki illa á almenningi og sérstaklega þeim tekjulágu. Við viljum búa til hvata svo að einstaklingar og fyrirtæki sjái hag í því að notast við grænni lausnir og við viljum styrkja nýsköpun á sviði umhverfisvænni matvælaframleiðslu. Sósíalistaflokkur Íslands (J) Framlag Sósíalista á sviði loftslagsmála tengist mörgum öðrum málaflokkum, en það er að taka völdin af auðvaldinu sem hefur hægt á öllum grænum málefnum og tekið allan slagkraft úr til dæmis umhverfisráðuneytinu. Við förum hvorki lönd né strönd í málefnum sem krefjast kerfisbreytinga ef við þurfum stanslaust að fá samþykki frá stórfyrirtækjum, hagsmunasamtökum atvinnulífsins og þeim flokkum sem þjóna fyrst og fremst þeirra hagsmunum. Við teljum þetta framlag sem er umfram okkar formlegu alþjóðlegu skuldbindingar um samdrátt í nettólosun. Að auki, ef okkur tekst stórefld uppbygging í bindingu með því að græða landið munum við innan tíðar eignast verðmæta nytjaskóga fyrir byggingarefni og eflingu hringrásarhagkerfis þar sem hugsað er heildrænt um nettólosun iðnaðarferla. Miðflokkurinn (M) Burtséð frá því hvort það sé umfram eða ekki, þá ætti að bæta verulega í hvað skógrækt og landgræðslu varðar. Ef skýrsla lofslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) segir okkur eitthvað eitt, þá er það að við eigum að framleiða meiri græna, endurnýjanlega orku og framleiða meira hér heima í stað þess að ýta framleiðslu til landa þar sem meiri losun á sér stað. Það væri raunverulegt framlag til lofslagsmála. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (O) Ísland er grænt land og er fremst meðal jafningja vegna síns heita vatns. Það sem væri ágætt til að byrja með væri að hætta sölu á aflátsbréfum til annarra landa og taka á því að aðrar þjóðir kaupi sig frá vandanum og taki til heima hjá sér. Það sem væri einnig hægt að gera væri að koma með sérstakt umbunarkerfi það er fyrir þá Íslendinga sem vilja ganga lengra og koma með skattaívilnanir fyrir þá sem menga minna en aðrir. Ríkið ætti einnig að ganga fram fyrir skjöldu og kaupa eingöngu rafmangsbíla til sinns afnota. En prógrammið okkar „Störf án staðsetningar“ gengur lengra og yrði til eftirbreyttni fyrir aðrar þjóðir. Unnið við að endurheimta votlendi. Áætlað er að allt að tveir þriðju af allri losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi komi frá framræstu votlendi. Endurheimt þess verður þó sjálfstætt markmið í alþjóðlegum samningum og því kemur hún ekki í staðinn fyrir samdrátt í losun frá öðrum geirum íslensks samfélags.Áskell Þórisson Píratar (P) Píratar vilja að Ísland auki metnað sinn gagnvart loftslagssamningnum. Í stað þess að hengja sig á 55% losunarsamdrátt Evrópusambandsins setji næsta ríkisstjórn markið á 70% sjálfstæðan samdrátt Íslands. Við viljum taka meira með í reikninginn, eins og losun vegna landnotkunar og innfluttra vara, og setja markmið um samdrátt í losun frá stóriðju og flugi. Baráttan gegn loftslagsbreytingum kallar á gjörbreytt hugarfar, að flétta loftslagshugsun í allar ákvarðanir stjórnvalda og að breyta hvötunum í hagkerfinu þannig að fyrirtæki sjái sér hag í að draga úr losun. Það er einfaldlega ekki hægt að tala um „ábyrga efnahagsstjórn“ ef hún er ekki græn. Samfylkingin (S) Við eigum að nýta loftslagsmálin til að sækja fram. 50 aðgerðir í loftslagsmálum sýna hvernig hægt er að auka lífsgæði og vinna gegn hamfarahlýnum. Byggja öfluga loftslags-stjórnsýslu, auka vægi umhverfis- og loftslagsmenntunar. Við viljum breyta styrkjakerfi landbúnaðarins í átt til sjálfbærrar matvælaframleiðslu. Leggja áherslu á vöktun og vernd líffræðilegs fjölbreytileika. Stofna grænan fjárfestingarsjóð. Styðja við tæknilausnir til kolefnisföngunar og förgunar og styðja við rannsóknir, þróun og framleiðslu á hreinum orkugjöfum. Við viljum byggja upp iðn- og auðlindagarða, móta heildarstefnu um hafið og auka fjármuni til rannsókna á súrnun sjávar. Við viljum græna utanríkisstefnu og styðja betur við loftslagsverkefni í þróunarsamvinnu. Vinstri græn (V) Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill lögfesta sjálfstætt markmið um a.m.k. 60% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands árið 2030 m.v. 2005. Ísland á jafnframt að setja sér sjálfstætt markmið sem styður markmið aðildarríkja ESB um ríflega 60% samdrátt í evrópska viðskiptakerfinu (ETS) sem m.a. nær til stóriðju og flugsamgangna. Lögbundnu kolefnishlutleysi þarf að ná eigi síðar en árið 2040. Vinna þarf heildstæða, sjálfbæra landnýtingarstefnu með aðkomu sérfræðinga og setja sérstakt markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem rekja má til landnotkunar (LULUCF) eftir því sem þekkingu á losuninni fleygir fram. Loftslagsmál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Loftslagsvandinn skipar sífellt stærri sess í hugum kjósenda á Íslandi líkt og annars staðar í heiminum. Næstflestir svarendur í könnun Maskínu fyrir fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar í vikunni nefndu þannig umhverfis- og loftslagsmál sem stærsta málið fyrir kosningarnar, 41,3%. Stórfelld losun manna á gróðurhúsalofttegundum veldur nú hnattrænni hlýnun sem nemur nú þegar um 1°C frá upphafi iðnbyltingar. Sú hlýnun hefur þegar valdið vaxandi veðuröfgum, bráðnun jökla, hækkun sjávarmáls og súrnun sjávar, að því er kom fram í umfangsmikilli skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í síðasta mánuði. Eftir því sem hlýnunin eykst verða afleiðingarnar alvarlegri og er ekki hægt að útiloka hraðar og hugsanlega óafturkræfar breytingar á loftslagskerfinu. Varað er við að hnattræn hlýnun nái líklega 1,5°C strax á næsta áratug jafnvel þó að ríki heims dragi hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda og byrji að binda kolefni úr lofthjúpnum. Haldi losun áfram í svipuðu horfi og nú gæti hlýnun náð allt frá 3,3 til 5,7°C fyrir lok þessarar aldar. Svo mikil og hröð hlýnun væri fordæmalaus á jörðinni í milljónir ára. Vísir lagði þrjár spurningar um loftslagsstefnu þeirra fyrir stjórnmálaflokkana tíu sem eru í framboði á landsvísu í Alþingiskosningunum sem fara fram 25. september. Óskað var eftir stuttum og hnitmiðuðum svörum. Svörin við fyrstu tveimur spurningunum sem varða aðgerðir til að draga úr losun eru birt hér en afstaða flokkanna til olíuvinnslu við Ísland verður birt á Vísi á morgun. Tekið skal fram að samantektin hér byggir aðeins á svörum sem flokkarnir sendu sjálfir inn við fyrirspurn Vísis en ekki opinberum stefnuskrám þeirra eða ummælum fulltrúa þeirra í ræðu eða riti annars staðar. Svörin eru því ekki endilega tæmandi um stefnu flokkanna en endurspegla það sem fulltrúar þeirra kusu sjálfir að leggja sérstaka áherslu á. Ísland er í samfloti við Evrópusambandið og Noreg um markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda gagnvart Parísarsamkomulaginu. Sameiginlega er markmiðið að draga úr losun um 40% frá 2005 fyrir árið 2030. Hlutdeild Íslands í því markmiði er 29% samdráttur á losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Í samræmi við Parísarsamkomulagið hefur ESB hert markmið sitt og stefnir nú á 55% samdrátt í losun. Ekki liggur enn fyrir hver hlutdeild Íslands verður í því markmiði. Markmiðin ná til svonefndrar samfélagslosunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Það er losun frá heimilum, þjónustu, samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, smáiðnaði og úrgangi. Stærsti einstaki þátturinn þar er losun frá vegasamgöngum. Stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er framræst votlendi en áætlað er að allt að tveir þriðju hlutar losunarinnar komi frá rotnandi mýrarjarðvegi. Mikið hefur því verið rætt um endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð hér á landi. Fram að þessu hefur Ísland kosið að láta losun og bindingu vegna landnotkunar og skógræktar ekki falla undir skuldbindingar sínar til ársins 2025. Eftir það verður sett sérstakt markmið um samdrátt í losun vegna landnotkunar. Ísland gæti líklega ekki byrjað að nýta sér árangur í endurheimt votlendis til að vega upp á móti samfélagslosun fyrr en binding verður orðin meiri en losun vegna landnotkunar. Losun frá stóriðju fellur undir samevrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) og er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Framsóknarflokkurinn (B) Með fjölbreyttum lausnum sem taka til allra sviða þjóðfélagsins. Takmark um kolefnishlutleysi fyrir árið 2040 er vel gerlegt með víðtækri aðgerðaráætlun stjórnvalda, stefnufestu og samvinnu. Leggja þarf áherslu á orkuskipti í samgöngum, stóraukna kolefnisbindingu með skógrækt og landgræðslu, markvissari aðgerðir til að auka endurnýtingu efna og úrgangs sem og hvata sem draga úr hvers kyns sóun. Mikilvægt er að halda virku samtali við atvinnulífið og samfélagið í heild sinni um aðgerðir í loftslagsmálum sem og að framkvæma kostnaðar- og ábatagreiningu til að kortleggja hvers konar hvatar eða kvaðir eru líklegastir til að skila samfélaginu samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Viðreisn (C) Loftslagsprófíll Íslands er einstakur á heimsvísu og markmiðin þurfa að taka mið af því. Það felur í sér að draga fyrst úr losun þar sem það er hagkvæmast og þar sem losunin er mest. Helstu verkfærin sem Viðreisn mun beita eru grænir hvatar og kolefnisgjald. Á móti skal ríkið lækka önnur gjöld og tryggja að þau bitni ekki óhóflega á tilteknum hópum. Tengja þarf loftslagsmálin þvert á fagráðuneyti. Við þurfum að tryggja að Ísland verði jarðefnaeldsneytislaust fyrir árið 2040 og nái markmiði um 50% hlutdeild endurnýjanlegrar orku í skipum fyrir 2030. Allur iðnaður og framleiðsla taki þátt í losunarsamdrættinum. Sjálfstæðisflokkurinn (D) Með því að fara alla leið í orkuskiptum og skipta út öllu jarðefnaeldsneyti fyrst allra þjóða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur undanfarin ár haft forystu um að móta stefnu og aðgerðir Íslands á leið okkar til fullra orkuskipta, til dæmis með: 1) Þingsályktun orkumálaráðherra um aðgerðaáætlun í orkuskiptum sem nú er unnið eftir af fullum krafti; 2) Aðgerðaáætlun nýrrar Orkustefnu sem kynnt var í vetur; 3) Stuðningi Orkusjóðs við orkuskiptaverkefni sem draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda, en stærsta úthlutun sögunnar úr sjóðnum verður nú í september. Loks er grundvallaratriði að tryggja að orkan sem koma mun í stað olíu verði til staðar. Losun frá vegasamgöngum er stærsti einstaki þátturinn sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda.Vísir/Vilhelm Flokkur fólksins (F) Við viljum að Íslendingar taki virkan þátt í baráttunni gegn þessari vá í alþjóðlegu samstarfi. Endurheimt votlendis, rafvæðing bílaflotans, vistvæn orka til skipa, framleiðsla á endurnýjanlegri orku og aukin skógrækt eru þær mótaðgerðir sem liggur beinast við að Íslendingar ráðist í. Sósíalistaflokkur Íslands (J) Samkvæmt Kyoto-bókunum hefur Ísland undanþágur til að telja breytingar í netto losun í gróðri og jarðvegi. Við höfum ekki fyllnýtt sóknarfæri á þessu sviði og því vilja Sósíalistar virkja íslensku skógarauðlindina í samstarfi við landeigendur og bændur og græða landið. Með því er hægt að binda mikið magn í lífmassa og nýta stöði okkar sem fámenn þjóð með mikið land. Til að draga úr þeirri losun sem á sér stað viljum við betri sátt um orkuskiptin sem eru ósanngjörn í dag og birtast okkur aðalega í formi afsláttar fyrir hátekjuheimili á meðan lágtekjuheimili sem eru ekki vel þjónustuð af almenningssamgöngum þurfa að greiða há gjöld á dælunni. Þar kynnum við betri og skilvirkari leið þar sem breiðu bökin, fyrirtæki og stofnanir með stóra flota eru látin hraða orkuskiptum og greiða hærri álögur. Miðflokkurinn (M) Öll viljum við ganga vel um náttúruna og vernda lofslagið. Gallinn er að of mikið er litið á losun gróðurhúsalofttegunda sem staðbundið vandamál en ekki hnattrænt, sem það augljóslega er. Lofslaginu er alveg sama hvar losun á sér stað. Helsta framlag okkar Íslendinga til lofslagsmála getur verið að framleiða meiri græna orku en ekki minna af henni. Styðja við aðila erlendis, sbr. það sem er að gerast með hitaveituvæðingu á ákveðnum svæðum í Kína og leyfa þekkingunni sem hér er til, hvað vinnslu endurnýjanlegrar orku varðar, að flæða um heiminn. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (O) Menn leysa ekki öll mál með því að kaupa sig frá þeim og því höfnum við algjörlega þeirri lausn stjórnvalda að skattleggja okkur út úr þessum alþjóðlegum skuldbindingum varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. Verkefnið sem við stöndum frammi fyrir til að standa við alþjóðlegar skuldbindingar okkar er að draga saman kolefnislosun. Fyrir liggur að 66% kolefnislosunar á Íslandi kemur frá landi og landnotkun, framræstu votlendi og landrofi. Þetta þýðir 9,5 m/t af 14,2 m/t heildarlosun Co2 kemur frá landi. Verðum við því að einbeita okkur að þessum þætti sem vegur 66% af allri losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi. Þetta gerum við með eftirfarandi: Við einbeitum okkur að lausn sem við köllum “Störf án staðsetningar” og viljum þannig að ríkið hafi frumkvæði að dreifa byggðum landsins til að tryggja betri landgæði, meiri ræktun og uppbyggingu landsins, því dreifð byggð er mikilvægur hlekkur í landgræðslu og bindingu kolefnis. Píratar (P) Fyrsta skrefið er augljóst: Að mynda ríkisstjórn eftir kosningar sem er samhent í loftslagsaðgerðum. Píratar vilja lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum og láta það endurspeglast í öllum aðgerðum næstu ríkisstjórnar - grípa þarf til aðgerða strax. Næstu skref verða róttæk og enginn geiri verður undanskilinn. Íslendingar geta t.a.m. náð gríðarlegum árangri í samgöngum, stóriðju, landbúnaði og landnýtingu. Píratar eru með bestu loftslagsstefnuna samkvæmt Ungum umhverfissinum, sem snertir á öllu frá skógrækt og endurheimt votlendis til grænna hvata sem gera hið skítuga dýrt en grænt ódýrt. Allur vöxtur næstu árin verður grænn og það er allra hagur að grípa tækifærið. Samfylkingin (S) Í fyrsta lagi á að auka metnaðinn í 60% markmið fyrir árið 2030 og gera Ísland óháð jarðefnaeldsneyti 2050. Fara í stórátak í að minnka útblástur frá samgöngum. Hraða orkuskiptunum og skipuleggja þau. Stórefla almenningssamgöngur, hraða Borgarlínu, undirbúa Keflavíkurlínu og Landlínu, og mæta orkuþörfinni í samgöngum með öðrum orkugjöfum. Styðja við uppbyggingu rafhleðslu-, metan- og vetnisstöðva um allt land svo það verði raunhæft að hætta nýskráningu bensín- og díselbíla árið 2025. Klára rafvæðingu hafna og nýta skattkerfið til að skapa hvata til umbreytingar. Styðja við nýja tækni og kolefnisbindingu. Loftslagsmálin verða að vera í þungamiðju hjá næstu ríkisstjórn. Vinstri græn (V) Vinstrihreyfingin – grænt framboð leggur áherslu á að vísindaleg þekking sé undirstaða allra loftslagsaðgerða og að þær taki tillit til stöðu efnaminna fólks. Ísland þarf að ganga enn lengra í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Lykilatriði hér eru breyttar ferðavenjur með meiri áherslu á almenningssamgöngur og hjólreiðar en ekki síður að flýta orkuskiptum í samgöngum, þungaflutningum, ¬sjávarútvegi, landbúnaði og byggingariðnaði, þannig að við séum í allra síðasta lagi orðin óháð jarðefnaeldsneyti árið 2045. Hluti af því er að og flýta banni við nýskráningu bensín og dísilbifreiða til ársins 2025. Grænar fjárfestingar og stuðningur við nýsköpun og tæknilausnir skipar hér stóran sess. Framsóknarflokkurinn (B) Kortleggja núverandi landnýtingu betur og öðlast yfirsýn yfir möguleika til að auka bindingu og draga úr losun með ræktun, landgræðslu, skógrækt og endurheimt votlendis. Mikill ávinningur fengist af nýtingu útblásturs CO2 og glatvarma til ræktunar á grænmeti og ávöxtum, það þarf að verða raunhæfur og almennur kostur. Styðja þarf við nýsköpun sem dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda í iðnaði og annarri orkufrekri starfsemi. Stjórnvöld verða að innleiða kolefnismæli á landsvísu og fylgjast með kolefnisspori landsins og vinna stöðugt að því að minnka það. Tryggja þarf fræðslu um loftslags- og umhverfisvá í gegnum menntakerfið og með stuðningi við sértæk fræðsluverkefni. Viðreisn (C) Formlegar skuldbindingar Íslands taka ekki markvisst á stærstu losunarþáttum Íslands eins og losun frá landnotkun. Viðreisn hefur sett markmið um að slík losun verði minnkuð um 50% fyrir árið 2030. Mikil tækifæri liggja í því fyrir Ísland að stöðva beit á illa förnu landi, endurheimta vistkerfi og efla landgræðslu. Samdráttarmarkmið fyrir losun á beinni ábyrgð Íslands verði hækkað í 60% fyrir árið 2030 miðað við 2005. Þá verði stóriðjunni gert að mynda sér loftslagsstefnu til þess að ná kolefnishlutleysi, samhliða öðrum þáttum samfélagsins, fyrir árið 2040. Þetta verði tryggt með grænum hvötum og innspýtingu í loftslagstengda nýsköpun. Flokkur fólksins (F) Burtséð frá öllum formlegum skuldbindingum þá er einfaldlega góð hugmynd að huga að orkuskiptum samfélagsins eins fljótt og hægt er. Svo framarlega sem að aðgerðirnar bitni ekki illa á almenningi og sérstaklega þeim tekjulágu. Við viljum búa til hvata svo að einstaklingar og fyrirtæki sjái hag í því að notast við grænni lausnir og við viljum styrkja nýsköpun á sviði umhverfisvænni matvælaframleiðslu. Sósíalistaflokkur Íslands (J) Framlag Sósíalista á sviði loftslagsmála tengist mörgum öðrum málaflokkum, en það er að taka völdin af auðvaldinu sem hefur hægt á öllum grænum málefnum og tekið allan slagkraft úr til dæmis umhverfisráðuneytinu. Við förum hvorki lönd né strönd í málefnum sem krefjast kerfisbreytinga ef við þurfum stanslaust að fá samþykki frá stórfyrirtækjum, hagsmunasamtökum atvinnulífsins og þeim flokkum sem þjóna fyrst og fremst þeirra hagsmunum. Við teljum þetta framlag sem er umfram okkar formlegu alþjóðlegu skuldbindingar um samdrátt í nettólosun. Að auki, ef okkur tekst stórefld uppbygging í bindingu með því að græða landið munum við innan tíðar eignast verðmæta nytjaskóga fyrir byggingarefni og eflingu hringrásarhagkerfis þar sem hugsað er heildrænt um nettólosun iðnaðarferla. Miðflokkurinn (M) Burtséð frá því hvort það sé umfram eða ekki, þá ætti að bæta verulega í hvað skógrækt og landgræðslu varðar. Ef skýrsla lofslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna (IPCC) segir okkur eitthvað eitt, þá er það að við eigum að framleiða meiri græna, endurnýjanlega orku og framleiða meira hér heima í stað þess að ýta framleiðslu til landa þar sem meiri losun á sér stað. Það væri raunverulegt framlag til lofslagsmála. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (O) Ísland er grænt land og er fremst meðal jafningja vegna síns heita vatns. Það sem væri ágætt til að byrja með væri að hætta sölu á aflátsbréfum til annarra landa og taka á því að aðrar þjóðir kaupi sig frá vandanum og taki til heima hjá sér. Það sem væri einnig hægt að gera væri að koma með sérstakt umbunarkerfi það er fyrir þá Íslendinga sem vilja ganga lengra og koma með skattaívilnanir fyrir þá sem menga minna en aðrir. Ríkið ætti einnig að ganga fram fyrir skjöldu og kaupa eingöngu rafmangsbíla til sinns afnota. En prógrammið okkar „Störf án staðsetningar“ gengur lengra og yrði til eftirbreyttni fyrir aðrar þjóðir. Unnið við að endurheimta votlendi. Áætlað er að allt að tveir þriðju af allri losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi komi frá framræstu votlendi. Endurheimt þess verður þó sjálfstætt markmið í alþjóðlegum samningum og því kemur hún ekki í staðinn fyrir samdrátt í losun frá öðrum geirum íslensks samfélags.Áskell Þórisson Píratar (P) Píratar vilja að Ísland auki metnað sinn gagnvart loftslagssamningnum. Í stað þess að hengja sig á 55% losunarsamdrátt Evrópusambandsins setji næsta ríkisstjórn markið á 70% sjálfstæðan samdrátt Íslands. Við viljum taka meira með í reikninginn, eins og losun vegna landnotkunar og innfluttra vara, og setja markmið um samdrátt í losun frá stóriðju og flugi. Baráttan gegn loftslagsbreytingum kallar á gjörbreytt hugarfar, að flétta loftslagshugsun í allar ákvarðanir stjórnvalda og að breyta hvötunum í hagkerfinu þannig að fyrirtæki sjái sér hag í að draga úr losun. Það er einfaldlega ekki hægt að tala um „ábyrga efnahagsstjórn“ ef hún er ekki græn. Samfylkingin (S) Við eigum að nýta loftslagsmálin til að sækja fram. 50 aðgerðir í loftslagsmálum sýna hvernig hægt er að auka lífsgæði og vinna gegn hamfarahlýnum. Byggja öfluga loftslags-stjórnsýslu, auka vægi umhverfis- og loftslagsmenntunar. Við viljum breyta styrkjakerfi landbúnaðarins í átt til sjálfbærrar matvælaframleiðslu. Leggja áherslu á vöktun og vernd líffræðilegs fjölbreytileika. Stofna grænan fjárfestingarsjóð. Styðja við tæknilausnir til kolefnisföngunar og förgunar og styðja við rannsóknir, þróun og framleiðslu á hreinum orkugjöfum. Við viljum byggja upp iðn- og auðlindagarða, móta heildarstefnu um hafið og auka fjármuni til rannsókna á súrnun sjávar. Við viljum græna utanríkisstefnu og styðja betur við loftslagsverkefni í þróunarsamvinnu. Vinstri græn (V) Vinstrihreyfingin – grænt framboð vill lögfesta sjálfstætt markmið um a.m.k. 60% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands árið 2030 m.v. 2005. Ísland á jafnframt að setja sér sjálfstætt markmið sem styður markmið aðildarríkja ESB um ríflega 60% samdrátt í evrópska viðskiptakerfinu (ETS) sem m.a. nær til stóriðju og flugsamgangna. Lögbundnu kolefnishlutleysi þarf að ná eigi síðar en árið 2040. Vinna þarf heildstæða, sjálfbæra landnýtingarstefnu með aðkomu sérfræðinga og setja sérstakt markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem rekja má til landnotkunar (LULUCF) eftir því sem þekkingu á losuninni fleygir fram.
Ísland er í samfloti við Evrópusambandið og Noreg um markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda gagnvart Parísarsamkomulaginu. Sameiginlega er markmiðið að draga úr losun um 40% frá 2005 fyrir árið 2030. Hlutdeild Íslands í því markmiði er 29% samdráttur á losun á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Í samræmi við Parísarsamkomulagið hefur ESB hert markmið sitt og stefnir nú á 55% samdrátt í losun. Ekki liggur enn fyrir hver hlutdeild Íslands verður í því markmiði. Markmiðin ná til svonefndrar samfélagslosunar sem er á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda. Það er losun frá heimilum, þjónustu, samgöngum, landbúnaði, sjávarútvegi, smáiðnaði og úrgangi. Stærsti einstaki þátturinn þar er losun frá vegasamgöngum. Stærsta einstaka uppspretta gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er framræst votlendi en áætlað er að allt að tveir þriðju hlutar losunarinnar komi frá rotnandi mýrarjarðvegi. Mikið hefur því verið rætt um endurheimt votlendis sem loftslagsaðgerð hér á landi. Fram að þessu hefur Ísland kosið að láta losun og bindingu vegna landnotkunar og skógræktar ekki falla undir skuldbindingar sínar til ársins 2025. Eftir það verður sett sérstakt markmið um samdrátt í losun vegna landnotkunar. Ísland gæti líklega ekki byrjað að nýta sér árangur í endurheimt votlendis til að vega upp á móti samfélagslosun fyrr en binding verður orðin meiri en losun vegna landnotkunar. Losun frá stóriðju fellur undir samevrópskt viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) og er ekki á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda.
Loftslagsmál Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent