Heilbrigðismálin muni ekki skipta sköpum þegar fólk gerir upp hug sinn Snorri Másson skrifar 15. september 2021 21:15 Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor spáir í spilin. Vísir/Sigurjón Stjórnmálafræðiprófessor segir enn alveg opið hvort ríkisstjórnin haldi velli í komandi kosningum. Það velti síðan á Katrínu Jakobsdóttur hvort samstarfinu verði haldið áfram ef meirihlutinn heldur. Í könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi var fólk spurt um þau mál sem það teldi vera stærstu málin fyrir komandi kosningar. Lang flestir nefndu heilbrigðismálin eða 67,8 prósent. Þar á eftir koma umhverfis- og loftlagsmál með 41,3 prósent, efnahags- og skattamál með 33,8 prósent og um og í kringum tólf prósent telja auðlindir og kvótakerfi, menntamál og samgöngu og byggðamál vera mikilvæg. Önnur mál skora undir tíu prósentum. Þrátt fyrir að mikill meirihluti kjósenda telji heilbrigðismál vera stærsta málið fyrir komandi kosningar, telur stjórnmálafræðiprófessor þó ekki að þau muni skipta sköpum þegar komið er að kjörkassanum. „Ég er ekki viss um að heilbrigðismálin muni skipta sköpum fyrir mjög marga þegar þeir fara að gera upp hug sinn. Það er að vísu dálítill ágreiningur í heilbrigðismálunum en ekkert gríðarlega mikill,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Mikill munur á kjósendum Afgerandi munur er á kjósendum ólíkra flokka þegar það er spurt út í mikilvægi loftslagsmála, sem er þó talið annað mikilvægasta málið þegar á heildina er litið. Kjósendur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja hvað mesta áherslu á málaflokkinn en mun síður kjósendur Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. Að mati Ólafs er aukið mikilvægi þessa málaflokks líklega komið til að vera. Ólafur segir enn alveg opið hvort ríkisstjórnin haldi velli eftir kosningar. „Ef hún heldur velli held ég að það sé algerlega opið hvort þessir þrír flokkar vilji halda áfram stjórnarsamstarfi. Það veltur í rauninni fyrst og fremst á Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grænum,“ segir Ólafur. VG geti þannig einnig farið í vinstri stjórn með að minnsta kosti þremur öðrum flokkum. Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi og fengju stjórnarflokkarnir samanlagt aðeins tuttugu og níu þingmenn. 14. september 2021 12:14 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Í könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi var fólk spurt um þau mál sem það teldi vera stærstu málin fyrir komandi kosningar. Lang flestir nefndu heilbrigðismálin eða 67,8 prósent. Þar á eftir koma umhverfis- og loftlagsmál með 41,3 prósent, efnahags- og skattamál með 33,8 prósent og um og í kringum tólf prósent telja auðlindir og kvótakerfi, menntamál og samgöngu og byggðamál vera mikilvæg. Önnur mál skora undir tíu prósentum. Þrátt fyrir að mikill meirihluti kjósenda telji heilbrigðismál vera stærsta málið fyrir komandi kosningar, telur stjórnmálafræðiprófessor þó ekki að þau muni skipta sköpum þegar komið er að kjörkassanum. „Ég er ekki viss um að heilbrigðismálin muni skipta sköpum fyrir mjög marga þegar þeir fara að gera upp hug sinn. Það er að vísu dálítill ágreiningur í heilbrigðismálunum en ekkert gríðarlega mikill,“ segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Mikill munur á kjósendum Afgerandi munur er á kjósendum ólíkra flokka þegar það er spurt út í mikilvægi loftslagsmála, sem er þó talið annað mikilvægasta málið þegar á heildina er litið. Kjósendur Samfylkingarinnar og Vinstri grænna leggja hvað mesta áherslu á málaflokkinn en mun síður kjósendur Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Flokks fólksins. Að mati Ólafs er aukið mikilvægi þessa málaflokks líklega komið til að vera. Ólafur segir enn alveg opið hvort ríkisstjórnin haldi velli eftir kosningar. „Ef hún heldur velli held ég að það sé algerlega opið hvort þessir þrír flokkar vilji halda áfram stjórnarsamstarfi. Það veltur í rauninni fyrst og fremst á Katrínu Jakobsdóttur og Vinstri grænum,“ segir Ólafur. VG geti þannig einnig farið í vinstri stjórn með að minnsta kosti þremur öðrum flokkum.
Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20 Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi og fengju stjórnarflokkarnir samanlagt aðeins tuttugu og níu þingmenn. 14. september 2021 12:14 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Fremur leiðinleg kosningabarátta og litlausir frambjóðendur Innan við tvær vikur eru nú til kosninga til sambandsþings Þýskalands sem munu leiða í ljós hver verður arftaki Angelu Merkel sem mun senn láta af embætti kanslara eftir um sextán ár í starfi. Stjórnmálafræðiprófessor segir að mörgum þyki kosningabaráttan hafa verið fremur leiðinleg og marga helstu frambjóðendur vera litlausa. 15. september 2021 08:20
Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi og fengju stjórnarflokkarnir samanlagt aðeins tuttugu og níu þingmenn. 14. september 2021 12:14