Sagði ekkert „persónulegt“ við hryðjuverkin í París Kjartan Kjartansson skrifar 15. september 2021 12:52 Teikning af Salah Abdeslam í réttarsal í París í síðustu viku. Réttar er yfir tuttugu manns vegna hryðjuverkanna í París árið 2015, þar af sex að þeim fjarstöddum. AP/Noelle Herrenschmidt Eini eftirlifandi liðsmaður Ríkis íslams úr hryðjuverkaárásinni í París árið 2015 sagði þau ekki hafa haft neitt persónulegt gegn þeim 130 manns sem þau myrtu. Fyrir dómi í Frakklandi sagði hann hryðjuverkin hafa verið hefnd fyrir loftárásir Frakka í Sýrlandi og Írak. Salah Abdeslam er á meðal tuttugu sakborninga sem svara nú til saka fyrir hryðjuverkaárásina sem var mannskæðasta ofbeldisverk í Frakklandi frá seinna stríði og á meðal verstu hryðjuverka sem framin hafa verið í Evrópu. Abdeslam flúði París þegar sjálfsmorðssprengjuvesti hans virkaði ekki 13. nóvember árið 2015. Á sama tíma gerðu níu félagar hans úr Ríki íslams árásir í borginni, vopnaðir sprengjuvestum og skotvopnum. Árásirnar hófust á þjóðarleikvanginum þar sem franska karlalandsliðið í knattspyrnu atti kappi við það þýska. Mesta mannfallið var þó í Bataclan-tónleikahöllinni. Þegar Abdeslam tók til máls í fyrsta skipta skipti við réttarhöldin í morgun var hann klæddur í svart frá toppi til táar og neitaði að taka niður svarta grímu. Sagði hann hryðjuverkin hafa verið svar Ríkis íslams gegn árásum franska hersins á samtökin í Sýrlandi og Írak, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við börðumst við Frakkland, við réðumst á Frakkland, við beindum spjótum okkar að óbreyttum borgurum. Þetta var ekkert persónulegt gegn þeim,“ sagði Abdeslam. Viðurkenndi hann að sú fullyrðing væri sláandi. Henni væri ekki ætlað að strá salti í sárin heldur að sýna þeim sem liðu ólýsanlegan harm einlægni. Neitaði aðild að „illskunni“ í París Á meðal sakborninganna tuttugu eru tveir menn sem Abdeslam fékk til að sækja sig í París og aka með sig til Brussel þar sem hann var síðar handtekinn. Flestir hryðjuverkamannanna voru ýmsist franskir eða belgískir. Sex sakborninganna hafa ekki náðst og er réttað yfir þeim að þeim fjarstöddum. Mohammed Abrini er á meðal sakborninganna í Frakklandi en hann var liðsmaður sama hópsins og Abdeslam. Hann tók þátt í annarri hryðjuverkárás Ríkis íslams á flugvelli og neðanjarðarlestarkerfi Brussel í mars árið 2016 þar sem 32 voru myrtir. Abrini yfirgaf París nóttina sem hryðjuverkin þar voru gerð. „Ég var hvorki leiðtogi né arkítekt þeirrar ilsku sem átti sér stað í Frakklandi. Ég lagði hvorki til skipulagslega né fjárhagslega aðstoð,“ sagði hann við réttarhöldin. Frakkland Tengdar fréttir Réttarhöld vegna hryðjuverkanna í París hafin Réttarhöld hefjast í dag yfir tuttugu mönnum sem sakaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í París haustið 2015. Alls létust 130 manns og hundruð særðust þegar níu menn vopnaðir byssum og sprengjuvestum létu til skarar skríða við þjóðarleikvanginn Stade de France, tónleikahúsinu Bataclan og veitingastöðum og kaffihúsum víða um borgina. 8. september 2021 10:51 Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Salah Abdeslam er á meðal tuttugu sakborninga sem svara nú til saka fyrir hryðjuverkaárásina sem var mannskæðasta ofbeldisverk í Frakklandi frá seinna stríði og á meðal verstu hryðjuverka sem framin hafa verið í Evrópu. Abdeslam flúði París þegar sjálfsmorðssprengjuvesti hans virkaði ekki 13. nóvember árið 2015. Á sama tíma gerðu níu félagar hans úr Ríki íslams árásir í borginni, vopnaðir sprengjuvestum og skotvopnum. Árásirnar hófust á þjóðarleikvanginum þar sem franska karlalandsliðið í knattspyrnu atti kappi við það þýska. Mesta mannfallið var þó í Bataclan-tónleikahöllinni. Þegar Abdeslam tók til máls í fyrsta skipta skipti við réttarhöldin í morgun var hann klæddur í svart frá toppi til táar og neitaði að taka niður svarta grímu. Sagði hann hryðjuverkin hafa verið svar Ríkis íslams gegn árásum franska hersins á samtökin í Sýrlandi og Írak, að sögn AP-fréttastofunnar. „Við börðumst við Frakkland, við réðumst á Frakkland, við beindum spjótum okkar að óbreyttum borgurum. Þetta var ekkert persónulegt gegn þeim,“ sagði Abdeslam. Viðurkenndi hann að sú fullyrðing væri sláandi. Henni væri ekki ætlað að strá salti í sárin heldur að sýna þeim sem liðu ólýsanlegan harm einlægni. Neitaði aðild að „illskunni“ í París Á meðal sakborninganna tuttugu eru tveir menn sem Abdeslam fékk til að sækja sig í París og aka með sig til Brussel þar sem hann var síðar handtekinn. Flestir hryðjuverkamannanna voru ýmsist franskir eða belgískir. Sex sakborninganna hafa ekki náðst og er réttað yfir þeim að þeim fjarstöddum. Mohammed Abrini er á meðal sakborninganna í Frakklandi en hann var liðsmaður sama hópsins og Abdeslam. Hann tók þátt í annarri hryðjuverkárás Ríkis íslams á flugvelli og neðanjarðarlestarkerfi Brussel í mars árið 2016 þar sem 32 voru myrtir. Abrini yfirgaf París nóttina sem hryðjuverkin þar voru gerð. „Ég var hvorki leiðtogi né arkítekt þeirrar ilsku sem átti sér stað í Frakklandi. Ég lagði hvorki til skipulagslega né fjárhagslega aðstoð,“ sagði hann við réttarhöldin.
Frakkland Tengdar fréttir Réttarhöld vegna hryðjuverkanna í París hafin Réttarhöld hefjast í dag yfir tuttugu mönnum sem sakaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í París haustið 2015. Alls létust 130 manns og hundruð særðust þegar níu menn vopnaðir byssum og sprengjuvestum létu til skarar skríða við þjóðarleikvanginn Stade de France, tónleikahúsinu Bataclan og veitingastöðum og kaffihúsum víða um borgina. 8. september 2021 10:51 Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Réttarhöld vegna hryðjuverkanna í París hafin Réttarhöld hefjast í dag yfir tuttugu mönnum sem sakaðir eru um aðild að hryðjuverkaárásunum í París haustið 2015. Alls létust 130 manns og hundruð særðust þegar níu menn vopnaðir byssum og sprengjuvestum létu til skarar skríða við þjóðarleikvanginn Stade de France, tónleikahúsinu Bataclan og veitingastöðum og kaffihúsum víða um borgina. 8. september 2021 10:51
Einn hryðjuverkamannanna í París sakfelldur Dómstóll í Belgíu hefur dæmt Sala Abdeslam, eina eftirlifandi sakborninginn sem grunaður er um aðild að hryðjuverkaárásinni í París árið 2015, fyrir að hafa skotið að lögreglumönnum sem reyndu að handtaka hann. 23. apríl 2018 08:28