Ekkert mál um horfið vín úr kjallara Bessastaða til skoðunar Jakob Bjarnar skrifar 15. september 2021 10:34 Sigurður G. Guðjónsson hefur sett fram alvarlegar ásakanir á hendur forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannessyni auk þess sem hann staðhæfir að starfsmaður embættisins hafi gengið í vínkjallara Bessastaða og haft þaðan verulegt magn áfengis til einkabrúks. vísir/vilhelm Sigurður G. Guðjónsson lögmaður hefur sett fram alvarlegar ásakanir þess efnis að starfsmaður forsetaembættisins hafi gengið í vínkjallara Bessastaða og haft þaðan verulegt magn víns til einkanota. Embættið segir ekkert slíkt mál til skoðunar. Vísir hefur greint frá ásökunum Sigurðar en hann hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Guðna Th. Jóhannesson forseta íslenska lýðveldisins á Facebook-síðu sinni, meðal annars sakað hann um gerendameðvirkni og hræsni. Áburður um vínstuld Forsetinn brást við fyrirspurn Ríkisútvarpsins, sem sneri að þessu efni, um helgina síðustu með þeim hætti að hann ætlaði sér ekki að svara einhverju því sem sagt væri á Facebook. En engu að síður er það svo að Facebook heyrir til opinbers vettvangs og forsetinn sjálfur hefur notað hann til að senda frá sér opinberar tilkynningar þegar svo ber undir. Sigurður hefur einnig haldið því fram, og segist hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir, að ónefndur starfsmaður embættisins hafi gengið í vínkjallara Bessastaða og tekið þaðan áfengi til eigin nota: „Ég get svo upplýst forsetann og fjölmiðla, sem engu þora þegar handhafar opinbers valds eiga hlut að máli, að ég hef fengið staðfest með óyggjandi hætti að nokkuð magn af víni hefur á umliðnum árum verið tekið úr vínkjallara Bessastaða til einka brúks. Spurning er hvort sú háttsemi hafi rúmast innan starfskjara viðkomandi starfsmanna sem hlunnindi.“ Sigurður minnir á að til séu dómar þar sem áþekk háttsemi hefur verið dæmd sem auðgunarbrot svo sem þegar starfsmenn Keflavíkurflugvallar afgreiddu sjálfan sig með vín úr fríhöfninni. Vínbirgðastaða Bessastaða könnuð í vikunni Örnólfur Thorsson fráfarandi forsetaritari. En hinn meinti vínstuldur, sem Sigurður G. Guðjónsson fullyrðir að sé verulegur, úr vínkjallara Bessastaða hefur væntanlega hafa átt að gerast á hans vakt. Vísir hafði samband við Örnólf Thorsson, fyrrverandi forsetaritara, en ef að líkum lætur þá á hinn meinti verknaður að hafa gerst á hans vakt. Örnólfur, sem er enn skráður starfsmaður forstetambættisins en lætur af störfum um næstu mánaðarmót, vísaði öllum slíkum fyrirspurnum til Sifjar Gunnarsdóttur sem er nýlega tekin við sem forsetaritari. Hún er hins vegar í sumarleyfi þannig að Vísir beindi fyrirspurnum til staðgengils hennar, Árna Sigurjónssonar skrifstofustjóra. Hans svör eru skorinort: „Ekki hafa komið til rannsóknar mál innan embættisins vegna þess að vín hafi verið tekið til einkanota úr vínlager,“ segir Árni. En vínbirgðastaða verður könnuð í þessari viku í framhaldi af fyrirspurn. Forseti Íslands Stjórnsýsla Samfélagsmiðlar Áfengi og tóbak Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Vísir hefur greint frá ásökunum Sigurðar en hann hefur farið mikinn í gagnrýni sinni á Guðna Th. Jóhannesson forseta íslenska lýðveldisins á Facebook-síðu sinni, meðal annars sakað hann um gerendameðvirkni og hræsni. Áburður um vínstuld Forsetinn brást við fyrirspurn Ríkisútvarpsins, sem sneri að þessu efni, um helgina síðustu með þeim hætti að hann ætlaði sér ekki að svara einhverju því sem sagt væri á Facebook. En engu að síður er það svo að Facebook heyrir til opinbers vettvangs og forsetinn sjálfur hefur notað hann til að senda frá sér opinberar tilkynningar þegar svo ber undir. Sigurður hefur einnig haldið því fram, og segist hafa fyrir því áreiðanlegar heimildir, að ónefndur starfsmaður embættisins hafi gengið í vínkjallara Bessastaða og tekið þaðan áfengi til eigin nota: „Ég get svo upplýst forsetann og fjölmiðla, sem engu þora þegar handhafar opinbers valds eiga hlut að máli, að ég hef fengið staðfest með óyggjandi hætti að nokkuð magn af víni hefur á umliðnum árum verið tekið úr vínkjallara Bessastaða til einka brúks. Spurning er hvort sú háttsemi hafi rúmast innan starfskjara viðkomandi starfsmanna sem hlunnindi.“ Sigurður minnir á að til séu dómar þar sem áþekk háttsemi hefur verið dæmd sem auðgunarbrot svo sem þegar starfsmenn Keflavíkurflugvallar afgreiddu sjálfan sig með vín úr fríhöfninni. Vínbirgðastaða Bessastaða könnuð í vikunni Örnólfur Thorsson fráfarandi forsetaritari. En hinn meinti vínstuldur, sem Sigurður G. Guðjónsson fullyrðir að sé verulegur, úr vínkjallara Bessastaða hefur væntanlega hafa átt að gerast á hans vakt. Vísir hafði samband við Örnólf Thorsson, fyrrverandi forsetaritara, en ef að líkum lætur þá á hinn meinti verknaður að hafa gerst á hans vakt. Örnólfur, sem er enn skráður starfsmaður forstetambættisins en lætur af störfum um næstu mánaðarmót, vísaði öllum slíkum fyrirspurnum til Sifjar Gunnarsdóttur sem er nýlega tekin við sem forsetaritari. Hún er hins vegar í sumarleyfi þannig að Vísir beindi fyrirspurnum til staðgengils hennar, Árna Sigurjónssonar skrifstofustjóra. Hans svör eru skorinort: „Ekki hafa komið til rannsóknar mál innan embættisins vegna þess að vín hafi verið tekið til einkanota úr vínlager,“ segir Árni. En vínbirgðastaða verður könnuð í þessari viku í framhaldi af fyrirspurn.
Forseti Íslands Stjórnsýsla Samfélagsmiðlar Áfengi og tóbak Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira