„Nú meikarðu það, Gústi“ Valdimar Víðisson skrifar 15. september 2021 12:00 Finnst vel við hæfi að heiti þessarar greinar vísi í dægurlagatexta sem Bjartmar Guðlaugsson samdi fyrir einhverjum árum síðan. Lagið sem fjallar um Gústa sem ætlar að gera það gott. Ágúst Bjarni Garðarsson skipar annað sætið á lista Framsóknar í suðvestur kjördæmi. Það yrði mikill fengur fyrir Alþingi Íslendinga að fá Gústa á þing. Sem stendur er Framsókn með einn mann í kjördæminu og flestar skoðanakannanir benda til að Framsókn haldi þeim manni. Einstaka könnun hefur sýnt Framsókn með tvo menn inni og við þurfum á þínum stuðningi að halda til að ná því. Við þurfum mann eins og Ágúst Bjarna á þing. Sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði hefur hann látið að sér kveða svo um munar. Hann setur sig inn í öll mál og fylgir þeim eftir, heimsækir vinnustaði og íbúa, hlustar á fólkið og vinnur að heilindum fyrir bæjarfélagið. Fyrir rúmum fjórum árum hafði hann samband við mig og spurði hvort ég vildi ekki bjóða mig fram fyrir Framsókn í Hafnarfirði. Ég tók mér smá umhugsunarfrest en ákvað að slá svo til. Ákvörðun sem ég sé ekki eftir. En um leið og ég hafði sagt já þá kynntist ég öðrum Gústa en ég hafði þekkt áður. Kynntist stjórnmálamanninum Ágústi Bjarna sem hefur skýra sýn á samfélagið. Það væri efni í langa grein ef ég ætlaði að nefna allt sem hann stendur fyrir en verð þó að nefna sérstaklega málefni fjölskyldunnar. Hann setur fjölskylduna í fyrsta sæti og hvikar hvergi frá þeim markmiðum sínum að létta undir með þeim hvort sem það er að minnka greiðslubyrði á fjölskyldur, styðja við öryrkja og bæta hag þeirra, búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld og aðstoða þá sem minnst mega sín í samfélaginu. Gústi hefur einlægan áhuga á fólki og vill vinna fyrir það. Hann hefur gert það frábærlega í þessi tæpu 4 ár í bæjarmálunum en óskar núna eftir þínum stuðningi til að gera slíkt hið sama á landsvísu. Hann hefur stefnt á þennan starfsvettvang í mörg ár. Hann starfaði í fimm ár sem aðstoðarmaður ráðherra áður en hann fór í bæjarmálin en nú er komið að næsta skrefi, Alþingi Íslendinga. Tryggjum Gústa góða kosningu þann 25. september næstkomandi. Setjum X við B. Höfundur er skólastjóri í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Hafnarfjörður Mest lesið Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Finnst vel við hæfi að heiti þessarar greinar vísi í dægurlagatexta sem Bjartmar Guðlaugsson samdi fyrir einhverjum árum síðan. Lagið sem fjallar um Gústa sem ætlar að gera það gott. Ágúst Bjarni Garðarsson skipar annað sætið á lista Framsóknar í suðvestur kjördæmi. Það yrði mikill fengur fyrir Alþingi Íslendinga að fá Gústa á þing. Sem stendur er Framsókn með einn mann í kjördæminu og flestar skoðanakannanir benda til að Framsókn haldi þeim manni. Einstaka könnun hefur sýnt Framsókn með tvo menn inni og við þurfum á þínum stuðningi að halda til að ná því. Við þurfum mann eins og Ágúst Bjarna á þing. Sem bæjarfulltrúi í Hafnarfirði hefur hann látið að sér kveða svo um munar. Hann setur sig inn í öll mál og fylgir þeim eftir, heimsækir vinnustaði og íbúa, hlustar á fólkið og vinnur að heilindum fyrir bæjarfélagið. Fyrir rúmum fjórum árum hafði hann samband við mig og spurði hvort ég vildi ekki bjóða mig fram fyrir Framsókn í Hafnarfirði. Ég tók mér smá umhugsunarfrest en ákvað að slá svo til. Ákvörðun sem ég sé ekki eftir. En um leið og ég hafði sagt já þá kynntist ég öðrum Gústa en ég hafði þekkt áður. Kynntist stjórnmálamanninum Ágústi Bjarna sem hefur skýra sýn á samfélagið. Það væri efni í langa grein ef ég ætlaði að nefna allt sem hann stendur fyrir en verð þó að nefna sérstaklega málefni fjölskyldunnar. Hann setur fjölskylduna í fyrsta sæti og hvikar hvergi frá þeim markmiðum sínum að létta undir með þeim hvort sem það er að minnka greiðslubyrði á fjölskyldur, styðja við öryrkja og bæta hag þeirra, búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld og aðstoða þá sem minnst mega sín í samfélaginu. Gústi hefur einlægan áhuga á fólki og vill vinna fyrir það. Hann hefur gert það frábærlega í þessi tæpu 4 ár í bæjarmálunum en óskar núna eftir þínum stuðningi til að gera slíkt hið sama á landsvísu. Hann hefur stefnt á þennan starfsvettvang í mörg ár. Hann starfaði í fimm ár sem aðstoðarmaður ráðherra áður en hann fór í bæjarmálin en nú er komið að næsta skrefi, Alþingi Íslendinga. Tryggjum Gústa góða kosningu þann 25. september næstkomandi. Setjum X við B. Höfundur er skólastjóri í Hafnarfirði.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar