Ekkert „ole, ole“ hjá United undir stjórn Solskjærs í Meistaradeildinni: Sjö töp í ellefu leikjum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. september 2021 08:00 Manchester United hefur ekki gengið vel í Meistaradeild Evrópu undir stjórn Ole Gunnars Solskjær. getty/FreshFocus Manchester United tapaði fyrir Young Boys í fyrsta leik sínum í Meistaradeild Evrópu á tímabilinu. United hefur tapað meirihluta leikja sinna undir stjórn Ole Gunnars Solskjær í Meistaradeildinni síðan hann tók við liðinu. United komst yfir í leiknum í Bern í gær með marki Cristianos Ronaldo á 13. mínútu. Tuttugu mínútum síðar fékk Aaron Wan-Bissaka rautt spjald fyrir brot á Christopher Martins. United átti ekki skot að marki Young Boys eftir það. Silvan Hefti jafnaði fyrir svissneska liðið á 66. mínútu og þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Theoson Jordan Siebatcheu sigurmark heimamanna eftir mistök Jesses Lingard. Solskjær hefur stýrt United í ellefu leikjum í Meistaradeildinni síðan hann tók við liðinu í desember 2018. Rauðu djöflarnir hafa tapað sjö af þessum leikjum. Tölfræðingarnir á Opta bentu á þá staðreynd að þrettán prósent af öllum tapleikjum United í Meistaradeildinni frá upphafi hefðu komið undir stjórn Solskjærs þrátt fyrir að hann hafi bara stýrt liðinu í tæplega fimm prósent leikja þess í keppninni. 13% - Manchester United have lost seven of their 11 UEFA Champions League matches under Ole Gunnar Solskjær. 13% of their total defeats in the competition have come under Solskjær (7/54), despite the Norwegian only being in charge for 4.8% of their matches (11/231). Fall. pic.twitter.com/5e49OVY63B— OptaJoe (@OptaJoe) September 14, 2021 United komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeildinni á síðasta tímabili. Þar reyndist tap fyrir Istanbul Basaksehir á útivelli afar dýrt. Næsti leikur United í Meistaradeildinni er gegn Villarreal á Old Trafford 29. september. Þessi lið mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili. Villarreal vann þann leik eftir maraþonvítakeppni. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Harry Maguire segist ekki kenna liðsfélaga sínum um tapið gegn Young Boys Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Young Boys í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liðsfélagi hans, Jesse Lingard, gaf heimamönnum sigurmarkið á silfurfati á lokamínútu leiksins, en Maguire segist þó ekki kenna honum um tapið. 14. september 2021 20:03 Seinasta spyrna leiksins tryggði Young Boys sigur gegn United Manchester United gerði 1-1 jafntefli við svissneska liðið Young Boys í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þegar að liðin mættust í Sviss í dag. Gestirnir frá Manchester-borg þurftu að spila manni færri seinasta klukkutíman eftir að Aaron Wan-Bissaka fékk að líta beint rautt spjald. 14. september 2021 18:45 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Sjá meira
United komst yfir í leiknum í Bern í gær með marki Cristianos Ronaldo á 13. mínútu. Tuttugu mínútum síðar fékk Aaron Wan-Bissaka rautt spjald fyrir brot á Christopher Martins. United átti ekki skot að marki Young Boys eftir það. Silvan Hefti jafnaði fyrir svissneska liðið á 66. mínútu og þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Theoson Jordan Siebatcheu sigurmark heimamanna eftir mistök Jesses Lingard. Solskjær hefur stýrt United í ellefu leikjum í Meistaradeildinni síðan hann tók við liðinu í desember 2018. Rauðu djöflarnir hafa tapað sjö af þessum leikjum. Tölfræðingarnir á Opta bentu á þá staðreynd að þrettán prósent af öllum tapleikjum United í Meistaradeildinni frá upphafi hefðu komið undir stjórn Solskjærs þrátt fyrir að hann hafi bara stýrt liðinu í tæplega fimm prósent leikja þess í keppninni. 13% - Manchester United have lost seven of their 11 UEFA Champions League matches under Ole Gunnar Solskjær. 13% of their total defeats in the competition have come under Solskjær (7/54), despite the Norwegian only being in charge for 4.8% of their matches (11/231). Fall. pic.twitter.com/5e49OVY63B— OptaJoe (@OptaJoe) September 14, 2021 United komst ekki upp úr sínum riðli í Meistaradeildinni á síðasta tímabili. Þar reyndist tap fyrir Istanbul Basaksehir á útivelli afar dýrt. Næsti leikur United í Meistaradeildinni er gegn Villarreal á Old Trafford 29. september. Þessi lið mættust í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á síðasta tímabili. Villarreal vann þann leik eftir maraþonvítakeppni.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Harry Maguire segist ekki kenna liðsfélaga sínum um tapið gegn Young Boys Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Young Boys í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liðsfélagi hans, Jesse Lingard, gaf heimamönnum sigurmarkið á silfurfati á lokamínútu leiksins, en Maguire segist þó ekki kenna honum um tapið. 14. september 2021 20:03 Seinasta spyrna leiksins tryggði Young Boys sigur gegn United Manchester United gerði 1-1 jafntefli við svissneska liðið Young Boys í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þegar að liðin mættust í Sviss í dag. Gestirnir frá Manchester-borg þurftu að spila manni færri seinasta klukkutíman eftir að Aaron Wan-Bissaka fékk að líta beint rautt spjald. 14. september 2021 18:45 Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Sjá meira
Harry Maguire segist ekki kenna liðsfélaga sínum um tapið gegn Young Boys Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, var að vonum svekktur eftir 2-1 tap liðsins gegn Young Boys í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Liðsfélagi hans, Jesse Lingard, gaf heimamönnum sigurmarkið á silfurfati á lokamínútu leiksins, en Maguire segist þó ekki kenna honum um tapið. 14. september 2021 20:03
Seinasta spyrna leiksins tryggði Young Boys sigur gegn United Manchester United gerði 1-1 jafntefli við svissneska liðið Young Boys í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þegar að liðin mættust í Sviss í dag. Gestirnir frá Manchester-borg þurftu að spila manni færri seinasta klukkutíman eftir að Aaron Wan-Bissaka fékk að líta beint rautt spjald. 14. september 2021 18:45