Juventus með stórsigur í Svíþjóð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. september 2021 21:21 Leikmenn Juventus fagna einu af þremur mörkum sínum í kvöld. Gaston Szerman/DeFodi Images via Getty Images Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hófst í dag með átta leikjum. Juventus vann öruggan 3-0 útisigur gegn sænska liðinu Malmö og Villareal og Atalanta gerðu 2-2 jafntefli svo eitthvað sé nefnt. Í E-riðli gerðu Dynamo Kyiv og Benfica markalaust jafntefli og Bayern München vann öruggan 3-0 útisigur gegn Barcelona þar sem að markamaskínan Robert Lewandowski skoraði tvö mörk. Villareal og Atalanta gerðu 2-2 jafntefli í F-riðli þar sem að Remo Freuler kom Atalanta yfir strax á sjöttu mínútu áður en Manuel Trigueros jafnaði metin rétt fyrir hálfleik. Arnaut Danjuma kom Villareal í forystu stundarfjórðung fyrir leikslok, en Robin Gosens tryggði Atalanta eitt stig með marki á 83. mínútu. Francis Coquelin fékk að líta rauða spjaldið í liði Villareal mínútu síðar, en það kom ekki að sök. Í G-riðli urðu tvö jafntefli þegar að Sevilla og Salzburg skildu jöfn, 1-1, og Lille og Wolfsburg gerðu markalaust jafntefli. Alex Sandro kom Juventus yfir gegn Malmö á 23. mínútu í H-riðli áður en Paulo Dybala tvöfaldaði forystuna á lokamínútu venjulegs leiktíma fyrri hálfleiks af vítapunktinum. Alvaro Morata bætti þriðja markinu við í næstu sókn og þar við sat. Öll úrslit dagsins: E-riðill Barcelona 0-3 Bayern München Dynamo Kyiv 0-0 Benfica F-riðill Young Boys 2-1 Manchester United Villareal 2-2 Atalanta G-riðill Sevilla 1-1 Salzburg Lille 0-0 Wolfsburg H-riðill Chelsea 1-0 Zenit Malmö 0-3 Juventus Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Seinasta spyrna leiksins tryggði Young Boys sigur gegn United Manchester United gerði 1-1 jafntefli við svissneska liðið Young Boys í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þegar að liðin mættust í Sviss í dag. Gestirnir frá Manchester-borg þurftu að spila manni færri seinasta klukkutíman eftir að Aaron Wan-Bissaka fékk að líta beint rautt spjald. 14. september 2021 18:45 Chelsea hóf titilvörnina á sigri Evrópumeistarar Chelsea hófu titilvörn sína á heimavelli sínum á Stamford Bridge á móti rússnesku meisturunum í Zenit frá Sankti Pétursborg í kvöld. Romelu Lukaku skoraði eina mark leiksins er Chelsea vann 1-0. 14. september 2021 20:56 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Í E-riðli gerðu Dynamo Kyiv og Benfica markalaust jafntefli og Bayern München vann öruggan 3-0 útisigur gegn Barcelona þar sem að markamaskínan Robert Lewandowski skoraði tvö mörk. Villareal og Atalanta gerðu 2-2 jafntefli í F-riðli þar sem að Remo Freuler kom Atalanta yfir strax á sjöttu mínútu áður en Manuel Trigueros jafnaði metin rétt fyrir hálfleik. Arnaut Danjuma kom Villareal í forystu stundarfjórðung fyrir leikslok, en Robin Gosens tryggði Atalanta eitt stig með marki á 83. mínútu. Francis Coquelin fékk að líta rauða spjaldið í liði Villareal mínútu síðar, en það kom ekki að sök. Í G-riðli urðu tvö jafntefli þegar að Sevilla og Salzburg skildu jöfn, 1-1, og Lille og Wolfsburg gerðu markalaust jafntefli. Alex Sandro kom Juventus yfir gegn Malmö á 23. mínútu í H-riðli áður en Paulo Dybala tvöfaldaði forystuna á lokamínútu venjulegs leiktíma fyrri hálfleiks af vítapunktinum. Alvaro Morata bætti þriðja markinu við í næstu sókn og þar við sat. Öll úrslit dagsins: E-riðill Barcelona 0-3 Bayern München Dynamo Kyiv 0-0 Benfica F-riðill Young Boys 2-1 Manchester United Villareal 2-2 Atalanta G-riðill Sevilla 1-1 Salzburg Lille 0-0 Wolfsburg H-riðill Chelsea 1-0 Zenit Malmö 0-3 Juventus
E-riðill Barcelona 0-3 Bayern München Dynamo Kyiv 0-0 Benfica F-riðill Young Boys 2-1 Manchester United Villareal 2-2 Atalanta G-riðill Sevilla 1-1 Salzburg Lille 0-0 Wolfsburg H-riðill Chelsea 1-0 Zenit Malmö 0-3 Juventus
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Seinasta spyrna leiksins tryggði Young Boys sigur gegn United Manchester United gerði 1-1 jafntefli við svissneska liðið Young Boys í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þegar að liðin mættust í Sviss í dag. Gestirnir frá Manchester-borg þurftu að spila manni færri seinasta klukkutíman eftir að Aaron Wan-Bissaka fékk að líta beint rautt spjald. 14. september 2021 18:45 Chelsea hóf titilvörnina á sigri Evrópumeistarar Chelsea hófu titilvörn sína á heimavelli sínum á Stamford Bridge á móti rússnesku meisturunum í Zenit frá Sankti Pétursborg í kvöld. Romelu Lukaku skoraði eina mark leiksins er Chelsea vann 1-0. 14. september 2021 20:56 Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Seinasta spyrna leiksins tryggði Young Boys sigur gegn United Manchester United gerði 1-1 jafntefli við svissneska liðið Young Boys í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu þegar að liðin mættust í Sviss í dag. Gestirnir frá Manchester-borg þurftu að spila manni færri seinasta klukkutíman eftir að Aaron Wan-Bissaka fékk að líta beint rautt spjald. 14. september 2021 18:45
Chelsea hóf titilvörnina á sigri Evrópumeistarar Chelsea hófu titilvörn sína á heimavelli sínum á Stamford Bridge á móti rússnesku meisturunum í Zenit frá Sankti Pétursborg í kvöld. Romelu Lukaku skoraði eina mark leiksins er Chelsea vann 1-0. 14. september 2021 20:56