Atlagan í Rauðagerði tók innan við mínútu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. september 2021 14:20 Angjelin Sterkaj er sakaður um að hafa skotið Armando Beqirai til bana. Vísir Sérfræðingur í að vinna myndefni kom fyrir dóminn í Rauðagerðismálinu í dag og útskýrði hvernig hann hefði notað upplýsingar úr ólíkum áttum, svo sem eftirlitsmyndavélum og farsímagögn, til að búa til myndband sem sýnir atburðarásina laugardagskvöldið 13. febrúar þegar Armando Beqirai var ráðinn bani við heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Fjórir eru ákærðir fyrir manndráp í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar. Angjelin Sterkaj er sakaður um að hafa skotið Armando Beqirai til bana. Shpetim Qerimi, Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvalho eru sömuleiðis ákærð hvert fyrir sinn þáttinn sem leiddi til þess að Armando var skotinn til bana. Þau fjögur báru vitni í dómssal í gær. Angjelin ber fyrir sig sjálfsvörn en hin þrjú segjast ekkert hafa vitað um manndrápið. Setur saman myndband úr lykil upplýsingum Almar Þór Ingason kom fyrir dóminn í dag. Hann lýsti því að hann aðstoðaði lögreglu reglulega við rannsókn mála þar sem vinna þarf úr myndefni og farsímagögnum. Hann sagðist vera sjálfmenntaður í faginu en hafa starfað við myndvinnslu í tuttugu ár. Almar Þór aðstoðaði til að mynda lögreglu við rannsókn á morðinu á Birnu Brjánsdóttur á sínum tíma. Almar sagðist aðallega vinna með upplýsingar úr öryggismyndavélum. Hann fái frumgögn úr myndavélakerfum frá lögreglu og í þessu tilfelli hafi fylgt tímalína. Hann vinni fyrstu útgáfu, fái viðbrögð, hvað skipti máli og hvað ekki og á endanum skili hann af sér útgáfu þar sem búið sé að samræma alls kyns þætti. Almar sagðist einnig hafa fengið farsímagögn í hendur þar sem hann sá hvenær aðilar voru í samskiptum og grófar staðsetningar þegar þau samskipti áttu sér stað. Þá spilaði hann brot úr lokaútgáfu myndbandsins sem byrjaði um klukkan 23:15 á laugardagskvöldið. Shpetim, Murat og Claudia fyrir aftan verjendur sína í dómsal.vísir Ferðir hinna ákærðu raktar Í upphafi sást bifreið Murats Selivrada augnablikum eftir að hafa verið stöðvuð af lögreglu. „Við þekkjum bíl hans því það er bilað ljós vinstra megin aftan á,“ sagði Almar. Murat stöðvaði bílinn við Brautarholt 4. Murat ók í framhaldinu niður á Rauðarárstíg. Í framhaldinu sáust Shpetim og Angjelin yfirgefa Brautarholt 4. Claudia lagði bíl sínum við Downtown apartments á Rauðarárstíg um klukkan 23:40. Næst sjást Angjelin og Shpetim á Sogavegi í grennd við Rauðagerði klukkan 23:44. Armando gengur um svipað leyti út úr vinnu sinni við Reykjavík apartments og hélt heim til sín. Mínútu síðar ók Claudia úr bílastæði sínu og keyrði í humátt á eftir Armando. Sendi hún svo skilaboðin „hi sexy“ á Shpetim klukkan 23:45. Myndavél náði upptöku með speglun Eftirlitsmyndavél á húsi gegn heimili Armando sýndi með speglun í glugga að nokkru leyti þar sem fram fór. Um er að ræða myndavél á húsnæði Félags íslenskra hljómlistarmanna. Armando kemur heim í Rauðagerði og leggur bíl sínum í bílskúrnum klukkna 23:52. Hálfri mínútur síðar aka Angjelin og Shpetim fram hjá húsinu og leggja aðeins ofar í götunni. Hreyfiskynjaraljós á bílskúr Armandos kviknar og slokknar í framhaldinu. Svo klukkan 23:56 verður hreyfing fyrir utan bílskúrinn. Atlagan á sér stað rétt fyrir klukkan tólf samkvæmt því, fjórar mínútur í. Angjelin og Shpetim aka í burt innan við 57 sekúndum síðar. Verjendur sakborninga spurðu Almar út í réttar tímarsetningar. Hvort treysta mætti því að Angjelin og Shpetim hefðu verið komnir í Rauðagerði áður en Claudia sendi skilaboðin. Almar staðfesti þetta, að þeir hefðu verið á svæðinu áður en Claudia sendi skilaboð á Shpetim. Fram hefur komið að Armando var skotinn níu sinnum með 43 sentímetra langri skammbyssu með hljóðdeyfi. Angjelin hefur sagst hafa skotið hann til bana en borið fyrir sig sjálfsvörn því Armando hafi verið vopnaður. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Armando hafi verið vopnaður umrætt kvöld. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Lögreglumenn sáu hvergi haglabyssu heima hjá Armando Lögreglumenn, sem sinntu rannsókn á vettvangi morðsins í Rauðagerði í febrúar, segjast ekki hafa séð nein ummerki um að haglabyssa hafi verið á heimilinu. Angjelin Sterkaj hélt því fram við vitnaleiðslur í gær að hann hafi skotið Armando Beqirai í sjálfsvörn, eftir að Armando teygði sig eftir haglabyssu. 14. september 2021 13:04 Aldrei séð skotvopn á heimilinu í Rauðagerði Ekkja Armando Beqirai, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í febrúar, segir að ekkert skotvopn hafi verið geymt á heimili þeirra, þrátt fyrir staðhæfingu Angjelins Sterkaj um það fyrir dómi í gær. Þetta kom fram þegar hún vitnaði fyrir dómi í morgun við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur 14. september 2021 10:52 Skothylkin fuku í vindinum í Rauðagerði Lögreglukona sem bar vitni í Rauðagerðismálinu í dómsal í morgun segir að skothylki hafi fokið til í vindinum í Rauðagerði þegar hana bar að garði. Önnur lögreglukona sagðist ekki hafa verið meðvituð um að skotárás hefði átt sér stað þegar hún mætti á vettvang. 14. september 2021 10:08 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Sjá meira
Fjórir eru ákærðir fyrir manndráp í Rauðagerði laugardagskvöldið 13. febrúar. Angjelin Sterkaj er sakaður um að hafa skotið Armando Beqirai til bana. Shpetim Qerimi, Murat Selivrada og Claudia Sofia Coelho Carvalho eru sömuleiðis ákærð hvert fyrir sinn þáttinn sem leiddi til þess að Armando var skotinn til bana. Þau fjögur báru vitni í dómssal í gær. Angjelin ber fyrir sig sjálfsvörn en hin þrjú segjast ekkert hafa vitað um manndrápið. Setur saman myndband úr lykil upplýsingum Almar Þór Ingason kom fyrir dóminn í dag. Hann lýsti því að hann aðstoðaði lögreglu reglulega við rannsókn mála þar sem vinna þarf úr myndefni og farsímagögnum. Hann sagðist vera sjálfmenntaður í faginu en hafa starfað við myndvinnslu í tuttugu ár. Almar Þór aðstoðaði til að mynda lögreglu við rannsókn á morðinu á Birnu Brjánsdóttur á sínum tíma. Almar sagðist aðallega vinna með upplýsingar úr öryggismyndavélum. Hann fái frumgögn úr myndavélakerfum frá lögreglu og í þessu tilfelli hafi fylgt tímalína. Hann vinni fyrstu útgáfu, fái viðbrögð, hvað skipti máli og hvað ekki og á endanum skili hann af sér útgáfu þar sem búið sé að samræma alls kyns þætti. Almar sagðist einnig hafa fengið farsímagögn í hendur þar sem hann sá hvenær aðilar voru í samskiptum og grófar staðsetningar þegar þau samskipti áttu sér stað. Þá spilaði hann brot úr lokaútgáfu myndbandsins sem byrjaði um klukkan 23:15 á laugardagskvöldið. Shpetim, Murat og Claudia fyrir aftan verjendur sína í dómsal.vísir Ferðir hinna ákærðu raktar Í upphafi sást bifreið Murats Selivrada augnablikum eftir að hafa verið stöðvuð af lögreglu. „Við þekkjum bíl hans því það er bilað ljós vinstra megin aftan á,“ sagði Almar. Murat stöðvaði bílinn við Brautarholt 4. Murat ók í framhaldinu niður á Rauðarárstíg. Í framhaldinu sáust Shpetim og Angjelin yfirgefa Brautarholt 4. Claudia lagði bíl sínum við Downtown apartments á Rauðarárstíg um klukkan 23:40. Næst sjást Angjelin og Shpetim á Sogavegi í grennd við Rauðagerði klukkan 23:44. Armando gengur um svipað leyti út úr vinnu sinni við Reykjavík apartments og hélt heim til sín. Mínútu síðar ók Claudia úr bílastæði sínu og keyrði í humátt á eftir Armando. Sendi hún svo skilaboðin „hi sexy“ á Shpetim klukkan 23:45. Myndavél náði upptöku með speglun Eftirlitsmyndavél á húsi gegn heimili Armando sýndi með speglun í glugga að nokkru leyti þar sem fram fór. Um er að ræða myndavél á húsnæði Félags íslenskra hljómlistarmanna. Armando kemur heim í Rauðagerði og leggur bíl sínum í bílskúrnum klukkna 23:52. Hálfri mínútur síðar aka Angjelin og Shpetim fram hjá húsinu og leggja aðeins ofar í götunni. Hreyfiskynjaraljós á bílskúr Armandos kviknar og slokknar í framhaldinu. Svo klukkan 23:56 verður hreyfing fyrir utan bílskúrinn. Atlagan á sér stað rétt fyrir klukkan tólf samkvæmt því, fjórar mínútur í. Angjelin og Shpetim aka í burt innan við 57 sekúndum síðar. Verjendur sakborninga spurðu Almar út í réttar tímarsetningar. Hvort treysta mætti því að Angjelin og Shpetim hefðu verið komnir í Rauðagerði áður en Claudia sendi skilaboðin. Almar staðfesti þetta, að þeir hefðu verið á svæðinu áður en Claudia sendi skilaboð á Shpetim. Fram hefur komið að Armando var skotinn níu sinnum með 43 sentímetra langri skammbyssu með hljóðdeyfi. Angjelin hefur sagst hafa skotið hann til bana en borið fyrir sig sjálfsvörn því Armando hafi verið vopnaður. Ekkert hefur komið fram sem bendir til þess að Armando hafi verið vopnaður umrætt kvöld.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Lögreglumenn sáu hvergi haglabyssu heima hjá Armando Lögreglumenn, sem sinntu rannsókn á vettvangi morðsins í Rauðagerði í febrúar, segjast ekki hafa séð nein ummerki um að haglabyssa hafi verið á heimilinu. Angjelin Sterkaj hélt því fram við vitnaleiðslur í gær að hann hafi skotið Armando Beqirai í sjálfsvörn, eftir að Armando teygði sig eftir haglabyssu. 14. september 2021 13:04 Aldrei séð skotvopn á heimilinu í Rauðagerði Ekkja Armando Beqirai, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í febrúar, segir að ekkert skotvopn hafi verið geymt á heimili þeirra, þrátt fyrir staðhæfingu Angjelins Sterkaj um það fyrir dómi í gær. Þetta kom fram þegar hún vitnaði fyrir dómi í morgun við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur 14. september 2021 10:52 Skothylkin fuku í vindinum í Rauðagerði Lögreglukona sem bar vitni í Rauðagerðismálinu í dómsal í morgun segir að skothylki hafi fokið til í vindinum í Rauðagerði þegar hana bar að garði. Önnur lögreglukona sagðist ekki hafa verið meðvituð um að skotárás hefði átt sér stað þegar hún mætti á vettvang. 14. september 2021 10:08 Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Neitar að hitta Pútín án Selenskís Erlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent Fleiri fréttir Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Sjá meira
Lögreglumenn sáu hvergi haglabyssu heima hjá Armando Lögreglumenn, sem sinntu rannsókn á vettvangi morðsins í Rauðagerði í febrúar, segjast ekki hafa séð nein ummerki um að haglabyssa hafi verið á heimilinu. Angjelin Sterkaj hélt því fram við vitnaleiðslur í gær að hann hafi skotið Armando Beqirai í sjálfsvörn, eftir að Armando teygði sig eftir haglabyssu. 14. september 2021 13:04
Aldrei séð skotvopn á heimilinu í Rauðagerði Ekkja Armando Beqirai, sem var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt við Rauðagerði í febrúar, segir að ekkert skotvopn hafi verið geymt á heimili þeirra, þrátt fyrir staðhæfingu Angjelins Sterkaj um það fyrir dómi í gær. Þetta kom fram þegar hún vitnaði fyrir dómi í morgun við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur 14. september 2021 10:52
Skothylkin fuku í vindinum í Rauðagerði Lögreglukona sem bar vitni í Rauðagerðismálinu í dómsal í morgun segir að skothylki hafi fokið til í vindinum í Rauðagerði þegar hana bar að garði. Önnur lögreglukona sagðist ekki hafa verið meðvituð um að skotárás hefði átt sér stað þegar hún mætti á vettvang. 14. september 2021 10:08
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent