„Áður en maður flytur inn þá mæli ég með því að fólk setji reykskynjara í hvert herbergi eða hvert rými, slökkvitæki í andyri og eldvarnarteppi inn í eldhús.“
Simmi er einn af sérfræðingum þáttanna Draumaheimilið. Í þættinum í gær sýndi hann Hugrúnu Halldórsdóttur hvernig best er að staðsetja reykskynjara, slökkvitæki og eldvarnarteppi. Það er nefnilega ýmislegt mikilvægt sem þarf að hafa í huga.
„Þú mátt ekki vera með eldvarnarteppi yfir eldavélinni eða nálægt henni heldur, því ef það kviknar í þá þarftu að geta nálgast það.“
Þegar reykskynjarar eru staðsettir er líka mikilvægt að setja þá ekki út í horn eins og Simmi útskýrir í þættinum. Klippuna má hér fyrir neðan.