Meiri líkur á því að Liverpool vinni Meistaradeildina en Messi með PSG Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2021 09:31 Lionel Messi talar við tyrkneska dómarann Cuneyt Cakir í eftirminnilegum leik á Anfield árið 2019. EPA-EFE/NEIL HALL Tölfræðingarnir á Gracenote hafa reiknað út sigurlíkur liðanna sem taka þátt í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í ár en Bayern München er sigurstranglegasta liðið áður fyrsti leikur fer fram. Meistaradeildin fer af stað í kvöld og eins og oft áður hafa spekingar leikið sér að því að reikna sigurlíkur liðanna 32 sem komust í riðlakeppnina. Chelsea have a 92 per cent chance of progressing from group H, according to Gracenote, but such statistics only serve to underline just how disastrous it would be for Thomas Tuchel should he stumble at this stage of the competition | @allyrudd_times https://t.co/dcwnyZKPvY— Times Sport (@TimesSport) September 14, 2021 Bayern München er efst á blaði með átján prósent sigurlíkur í Meistaradeildinni, einu prósenti á undan Manchester City liðinu. Real Madrid er í þriðja sæti með tólf prósent og Barcelona er með tíu prósent sigurlíkur í fjórða sætinu. Barcelona missti kannski Lionel Messi fyrir tímabilið en er samt sigurstranglegra í keppninni að mati Gracenote en Evrópumeistarar Chelsea þrátt fyrir að Lundínaliðið hafi bætt við sig einum besta framherja heims í Romelu Lukaku. Sigurlíkur Chelsea eru átta prósent en liðið er einu prósenti á undan Liverpool sem er í sjötta sæti listans. The 96 teams participating in European competition Bayern Munich (ranked 1) #UCL Manchester City (2) #UCL FC Barcelona (3) #UCL Real Madrid (4) #UCL Liverpool (5) #UCL Chelsea (6) #UCL Atlético Madrid (7) #UCL Paris Saint-Germain (8) #UCL1/12— Euro Club Index (@EuroClubIndex) September 13, 2021 Liverpool er þannig á undan ofurliði Paris Saint Germain sem deilir sjöunda sætinu með Atletico Madrid þrátt fyrir að Parísarliðið hafi bætt við sig hverri stórstjörnunni á fætur annarri í sumar. Stærsti liðstyrkurinn var auðvitað í sjálfum Lionel Messi en sigurlíkur hans í Meistaradeildinni minnkuðu við það að færa sig frá Barcelona til Parísar. Bandaríska tölfræðisíðan Fivethirtyeight spáir Manchester City sigri í Meistaradeildinni en í næstu sætum eru síðan Bayern München og Liverpool en svo fylgja Chelsea og Barcelona eftir í næstu sætum. Which outfield summer signing are you backing to make the biggest impact in Paris?A) Lionel MessiB) Sergio RamosC) Achraf HakimiD) Georginio Wijnaldum#UCL pic.twitter.com/EhQXzqNOYn— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 8, 2021 Þeir ganga enn lengra í að afskrifa Paris Saint Germain en auk Real Madrid og Manchester United þá eru einnig Ajax og Dortmund með meiri sigurlíkur en Lionel Messi, Neymar og félagar þeirra í Paris Saint Germain. Áður en þú getur unnið Meistaradeildina þá þarftu náttúrulega að komast upp úr riðlinum þínum. Þrjú lið eru með níutíu prósent líkur á að ná því samkvæmt útreikningum Gracenota eða lið Real Madrid, Chelsea og Bayern München. Fimm lið til viðbótar eru með áttatíu prósent líkur á því að komast í útsláttarkeppnina samkvæmt útreikningum Gracenote en hvorki Manchester United (78%) né Liverpool (75%) eru í þeim hópi. Þar eru aftur á móti Manchester City, Barcelona, Sevilla, Juventus og Dortmund. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Fleiri fréttir Berglind Björg sögð vera að ganga í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sjá meira
Meistaradeildin fer af stað í kvöld og eins og oft áður hafa spekingar leikið sér að því að reikna sigurlíkur liðanna 32 sem komust í riðlakeppnina. Chelsea have a 92 per cent chance of progressing from group H, according to Gracenote, but such statistics only serve to underline just how disastrous it would be for Thomas Tuchel should he stumble at this stage of the competition | @allyrudd_times https://t.co/dcwnyZKPvY— Times Sport (@TimesSport) September 14, 2021 Bayern München er efst á blaði með átján prósent sigurlíkur í Meistaradeildinni, einu prósenti á undan Manchester City liðinu. Real Madrid er í þriðja sæti með tólf prósent og Barcelona er með tíu prósent sigurlíkur í fjórða sætinu. Barcelona missti kannski Lionel Messi fyrir tímabilið en er samt sigurstranglegra í keppninni að mati Gracenote en Evrópumeistarar Chelsea þrátt fyrir að Lundínaliðið hafi bætt við sig einum besta framherja heims í Romelu Lukaku. Sigurlíkur Chelsea eru átta prósent en liðið er einu prósenti á undan Liverpool sem er í sjötta sæti listans. The 96 teams participating in European competition Bayern Munich (ranked 1) #UCL Manchester City (2) #UCL FC Barcelona (3) #UCL Real Madrid (4) #UCL Liverpool (5) #UCL Chelsea (6) #UCL Atlético Madrid (7) #UCL Paris Saint-Germain (8) #UCL1/12— Euro Club Index (@EuroClubIndex) September 13, 2021 Liverpool er þannig á undan ofurliði Paris Saint Germain sem deilir sjöunda sætinu með Atletico Madrid þrátt fyrir að Parísarliðið hafi bætt við sig hverri stórstjörnunni á fætur annarri í sumar. Stærsti liðstyrkurinn var auðvitað í sjálfum Lionel Messi en sigurlíkur hans í Meistaradeildinni minnkuðu við það að færa sig frá Barcelona til Parísar. Bandaríska tölfræðisíðan Fivethirtyeight spáir Manchester City sigri í Meistaradeildinni en í næstu sætum eru síðan Bayern München og Liverpool en svo fylgja Chelsea og Barcelona eftir í næstu sætum. Which outfield summer signing are you backing to make the biggest impact in Paris?A) Lionel MessiB) Sergio RamosC) Achraf HakimiD) Georginio Wijnaldum#UCL pic.twitter.com/EhQXzqNOYn— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) September 8, 2021 Þeir ganga enn lengra í að afskrifa Paris Saint Germain en auk Real Madrid og Manchester United þá eru einnig Ajax og Dortmund með meiri sigurlíkur en Lionel Messi, Neymar og félagar þeirra í Paris Saint Germain. Áður en þú getur unnið Meistaradeildina þá þarftu náttúrulega að komast upp úr riðlinum þínum. Þrjú lið eru með níutíu prósent líkur á að ná því samkvæmt útreikningum Gracenota eða lið Real Madrid, Chelsea og Bayern München. Fimm lið til viðbótar eru með áttatíu prósent líkur á því að komast í útsláttarkeppnina samkvæmt útreikningum Gracenote en hvorki Manchester United (78%) né Liverpool (75%) eru í þeim hópi. Þar eru aftur á móti Manchester City, Barcelona, Sevilla, Juventus og Dortmund.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Fleiri fréttir Berglind Björg sögð vera að ganga í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sjá meira