Bayern mætir á Camp Nou | Sárin eftir 8-2 leikinn ekki enn gróin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. september 2021 07:01 Tekst Börsungum að hefna fyrir tapið frá 14. ágúst 2020? Rafael Marchante/Getty Images Meistaradeild Evrópu karla megin rúllar af stað í kvöld. Stærsti leikur kvöldsins er án efa viðureign Barcelona og Bayern München. Gestirnir eru taldir líklegastir til að hampa þeim eyrnastóra í vor á meðan Börsungar eru í 3. sæti þrátt fyrir allt sem hefur gengið þar á undanfarna mánuði. Sumarið hjá Barcelona hefur verið vægast sagt fréttnæmt. Lionel Messi fékk ekki að skrifa undir nýjan samning og samdi við París Saint-Germain, Antoine Griezmann fór aftur til Atlético Madríd – á láni – og Emerson kom frá Real Betis en fór svo til Tottenham Hotspur. Þrátt fyrir allt þetta virðist tölfræðiveitan Gracenote vera nokkuð viss um að Börsungar eigi ágætis möguleika á að vinna Meistaradeild Evrópu. Liðið hefur nælt í sjö stig af níu möguleikum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, til þessa og Hollendngurinn Memphis hefur farið frábærlega af stað eftir komuna frá Lyon. The 96 teams participating in European competition Bayern Munich (ranked 1) #UCL Manchester City (2) #UCL FC Barcelona (3) #UCL Real Madrid (4) #UCL Liverpool (5) #UCL Chelsea (6) #UCL Atlético Madrid (7) #UCL Paris Saint-Germain (8) #UCL1/12— Euro Club Index (@EuroClubIndex) September 13, 2021 Lærisveinar Ronald Koeman eiga hins vegar alvöru verkefni fyrir höndum í kvöld er Bayern mætir á Camp Nou. Segja má að Börsungar séu enn að súpa seyðið frá því þegar liðin mættust síðan, þann 14. ágúst 2020. Bæjarar unnu 8-2 og krísuástand hefur ríkt í Katalóníu síðan. Lionel Messi sagðist vilja yfirgefa félagið í kjölfarið og fékk ósk sína loks uppfyllta í sumar. Félagið var meðal þeirra tólf félaga sem vildu stofna Ofurdeild Evrópu en ekkert vað af henni. Í ljós kom að fjárhagsstaða félagsins er skelfileg og að félagið skuldar upphæðir sem innihalda svo mörg núll að meðalmaðurinn skilur einfaldlega ekki töluna. Á meðan krísa hefur ríkt í Katalóníu hafa hlutirnir gengið nokkuð smurt fyrir sig í Bæjaralandi. Sigur í Meistaradeild Evrópu vorið 2020, þýskur meistaratitill þá sem og vorið 2021. Þegar í ljós kom að Hansi Flick myndi taka við þýska landsliðinu réð Bayern einfaldlega efnilegasta og einn áhugaverðasta þjálfara Evrópu, Julian Nagelsmann. Félagið fór ekki mikinn á leikmannamarkaðnum en eftir að hafa misst David Alaba til Real Madríd á frjálsri sölu var Dayot Upamecano keyptur frá RB Leipzig. Undir lok gluggans leitaði Nagelsmann aftur til síns fyrrum vinnuveitanda og fjárfesti í Marcel Sabitzer. Undirbúningstímabilið var ekkert spes hjá Bæjurum en eftir 1-1 jafntefli við Borussia Mönchengladbach í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar hafa Bæjarar unnið þrjá leiki í röð. Nú síðast lögðu þeir Leipzig 4-1 á útivelli og virðast leikmenn virðast vera aðlagast aðferðum Nagelsmann. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort félagið standi undir væntingum Gracenote og landi þeim eyrnastóra í vor. Börsungar fá að sama skapi fullkomið tækifæri til að sýna fram á að krísan í Katalóníu sé á enda er Bæjarar heimsækja Camp Nou í kvöld. Við verðum að bíða og sjá hvað gerist en sigur myndi gera mikið fyrir sálartetur sumra leikmanna Barcelona. Leikur Barcelona og Bayern er á dagskrá Stöð 2 Sport 3 klukkan 19.00 í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Sjá meira
Gestirnir eru taldir líklegastir til að hampa þeim eyrnastóra í vor á meðan Börsungar eru í 3. sæti þrátt fyrir allt sem hefur gengið þar á undanfarna mánuði. Sumarið hjá Barcelona hefur verið vægast sagt fréttnæmt. Lionel Messi fékk ekki að skrifa undir nýjan samning og samdi við París Saint-Germain, Antoine Griezmann fór aftur til Atlético Madríd – á láni – og Emerson kom frá Real Betis en fór svo til Tottenham Hotspur. Þrátt fyrir allt þetta virðist tölfræðiveitan Gracenote vera nokkuð viss um að Börsungar eigi ágætis möguleika á að vinna Meistaradeild Evrópu. Liðið hefur nælt í sjö stig af níu möguleikum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, til þessa og Hollendngurinn Memphis hefur farið frábærlega af stað eftir komuna frá Lyon. The 96 teams participating in European competition Bayern Munich (ranked 1) #UCL Manchester City (2) #UCL FC Barcelona (3) #UCL Real Madrid (4) #UCL Liverpool (5) #UCL Chelsea (6) #UCL Atlético Madrid (7) #UCL Paris Saint-Germain (8) #UCL1/12— Euro Club Index (@EuroClubIndex) September 13, 2021 Lærisveinar Ronald Koeman eiga hins vegar alvöru verkefni fyrir höndum í kvöld er Bayern mætir á Camp Nou. Segja má að Börsungar séu enn að súpa seyðið frá því þegar liðin mættust síðan, þann 14. ágúst 2020. Bæjarar unnu 8-2 og krísuástand hefur ríkt í Katalóníu síðan. Lionel Messi sagðist vilja yfirgefa félagið í kjölfarið og fékk ósk sína loks uppfyllta í sumar. Félagið var meðal þeirra tólf félaga sem vildu stofna Ofurdeild Evrópu en ekkert vað af henni. Í ljós kom að fjárhagsstaða félagsins er skelfileg og að félagið skuldar upphæðir sem innihalda svo mörg núll að meðalmaðurinn skilur einfaldlega ekki töluna. Á meðan krísa hefur ríkt í Katalóníu hafa hlutirnir gengið nokkuð smurt fyrir sig í Bæjaralandi. Sigur í Meistaradeild Evrópu vorið 2020, þýskur meistaratitill þá sem og vorið 2021. Þegar í ljós kom að Hansi Flick myndi taka við þýska landsliðinu réð Bayern einfaldlega efnilegasta og einn áhugaverðasta þjálfara Evrópu, Julian Nagelsmann. Félagið fór ekki mikinn á leikmannamarkaðnum en eftir að hafa misst David Alaba til Real Madríd á frjálsri sölu var Dayot Upamecano keyptur frá RB Leipzig. Undir lok gluggans leitaði Nagelsmann aftur til síns fyrrum vinnuveitanda og fjárfesti í Marcel Sabitzer. Undirbúningstímabilið var ekkert spes hjá Bæjurum en eftir 1-1 jafntefli við Borussia Mönchengladbach í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar hafa Bæjarar unnið þrjá leiki í röð. Nú síðast lögðu þeir Leipzig 4-1 á útivelli og virðast leikmenn virðast vera aðlagast aðferðum Nagelsmann. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort félagið standi undir væntingum Gracenote og landi þeim eyrnastóra í vor. Börsungar fá að sama skapi fullkomið tækifæri til að sýna fram á að krísan í Katalóníu sé á enda er Bæjarar heimsækja Camp Nou í kvöld. Við verðum að bíða og sjá hvað gerist en sigur myndi gera mikið fyrir sálartetur sumra leikmanna Barcelona. Leikur Barcelona og Bayern er á dagskrá Stöð 2 Sport 3 klukkan 19.00 í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Margfaldur Ólympíuverðlaunahafi skiptir um íþrótt Sport Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Enski boltinn Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Enski boltinn Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi Fótbolti Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Enski boltinn Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Enski boltinn Rashford laus úr útlegð Enski boltinn Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Enski boltinn Fleiri fréttir Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Sjá meira