Bayern mætir á Camp Nou | Sárin eftir 8-2 leikinn ekki enn gróin Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. september 2021 07:01 Tekst Börsungum að hefna fyrir tapið frá 14. ágúst 2020? Rafael Marchante/Getty Images Meistaradeild Evrópu karla megin rúllar af stað í kvöld. Stærsti leikur kvöldsins er án efa viðureign Barcelona og Bayern München. Gestirnir eru taldir líklegastir til að hampa þeim eyrnastóra í vor á meðan Börsungar eru í 3. sæti þrátt fyrir allt sem hefur gengið þar á undanfarna mánuði. Sumarið hjá Barcelona hefur verið vægast sagt fréttnæmt. Lionel Messi fékk ekki að skrifa undir nýjan samning og samdi við París Saint-Germain, Antoine Griezmann fór aftur til Atlético Madríd – á láni – og Emerson kom frá Real Betis en fór svo til Tottenham Hotspur. Þrátt fyrir allt þetta virðist tölfræðiveitan Gracenote vera nokkuð viss um að Börsungar eigi ágætis möguleika á að vinna Meistaradeild Evrópu. Liðið hefur nælt í sjö stig af níu möguleikum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, til þessa og Hollendngurinn Memphis hefur farið frábærlega af stað eftir komuna frá Lyon. The 96 teams participating in European competition Bayern Munich (ranked 1) #UCL Manchester City (2) #UCL FC Barcelona (3) #UCL Real Madrid (4) #UCL Liverpool (5) #UCL Chelsea (6) #UCL Atlético Madrid (7) #UCL Paris Saint-Germain (8) #UCL1/12— Euro Club Index (@EuroClubIndex) September 13, 2021 Lærisveinar Ronald Koeman eiga hins vegar alvöru verkefni fyrir höndum í kvöld er Bayern mætir á Camp Nou. Segja má að Börsungar séu enn að súpa seyðið frá því þegar liðin mættust síðan, þann 14. ágúst 2020. Bæjarar unnu 8-2 og krísuástand hefur ríkt í Katalóníu síðan. Lionel Messi sagðist vilja yfirgefa félagið í kjölfarið og fékk ósk sína loks uppfyllta í sumar. Félagið var meðal þeirra tólf félaga sem vildu stofna Ofurdeild Evrópu en ekkert vað af henni. Í ljós kom að fjárhagsstaða félagsins er skelfileg og að félagið skuldar upphæðir sem innihalda svo mörg núll að meðalmaðurinn skilur einfaldlega ekki töluna. Á meðan krísa hefur ríkt í Katalóníu hafa hlutirnir gengið nokkuð smurt fyrir sig í Bæjaralandi. Sigur í Meistaradeild Evrópu vorið 2020, þýskur meistaratitill þá sem og vorið 2021. Þegar í ljós kom að Hansi Flick myndi taka við þýska landsliðinu réð Bayern einfaldlega efnilegasta og einn áhugaverðasta þjálfara Evrópu, Julian Nagelsmann. Félagið fór ekki mikinn á leikmannamarkaðnum en eftir að hafa misst David Alaba til Real Madríd á frjálsri sölu var Dayot Upamecano keyptur frá RB Leipzig. Undir lok gluggans leitaði Nagelsmann aftur til síns fyrrum vinnuveitanda og fjárfesti í Marcel Sabitzer. Undirbúningstímabilið var ekkert spes hjá Bæjurum en eftir 1-1 jafntefli við Borussia Mönchengladbach í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar hafa Bæjarar unnið þrjá leiki í röð. Nú síðast lögðu þeir Leipzig 4-1 á útivelli og virðast leikmenn virðast vera aðlagast aðferðum Nagelsmann. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort félagið standi undir væntingum Gracenote og landi þeim eyrnastóra í vor. Börsungar fá að sama skapi fullkomið tækifæri til að sýna fram á að krísan í Katalóníu sé á enda er Bæjarar heimsækja Camp Nou í kvöld. Við verðum að bíða og sjá hvað gerist en sigur myndi gera mikið fyrir sálartetur sumra leikmanna Barcelona. Leikur Barcelona og Bayern er á dagskrá Stöð 2 Sport 3 klukkan 19.00 í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira
Gestirnir eru taldir líklegastir til að hampa þeim eyrnastóra í vor á meðan Börsungar eru í 3. sæti þrátt fyrir allt sem hefur gengið þar á undanfarna mánuði. Sumarið hjá Barcelona hefur verið vægast sagt fréttnæmt. Lionel Messi fékk ekki að skrifa undir nýjan samning og samdi við París Saint-Germain, Antoine Griezmann fór aftur til Atlético Madríd – á láni – og Emerson kom frá Real Betis en fór svo til Tottenham Hotspur. Þrátt fyrir allt þetta virðist tölfræðiveitan Gracenote vera nokkuð viss um að Börsungar eigi ágætis möguleika á að vinna Meistaradeild Evrópu. Liðið hefur nælt í sjö stig af níu möguleikum í La Liga, spænsku úrvalsdeildinni, til þessa og Hollendngurinn Memphis hefur farið frábærlega af stað eftir komuna frá Lyon. The 96 teams participating in European competition Bayern Munich (ranked 1) #UCL Manchester City (2) #UCL FC Barcelona (3) #UCL Real Madrid (4) #UCL Liverpool (5) #UCL Chelsea (6) #UCL Atlético Madrid (7) #UCL Paris Saint-Germain (8) #UCL1/12— Euro Club Index (@EuroClubIndex) September 13, 2021 Lærisveinar Ronald Koeman eiga hins vegar alvöru verkefni fyrir höndum í kvöld er Bayern mætir á Camp Nou. Segja má að Börsungar séu enn að súpa seyðið frá því þegar liðin mættust síðan, þann 14. ágúst 2020. Bæjarar unnu 8-2 og krísuástand hefur ríkt í Katalóníu síðan. Lionel Messi sagðist vilja yfirgefa félagið í kjölfarið og fékk ósk sína loks uppfyllta í sumar. Félagið var meðal þeirra tólf félaga sem vildu stofna Ofurdeild Evrópu en ekkert vað af henni. Í ljós kom að fjárhagsstaða félagsins er skelfileg og að félagið skuldar upphæðir sem innihalda svo mörg núll að meðalmaðurinn skilur einfaldlega ekki töluna. Á meðan krísa hefur ríkt í Katalóníu hafa hlutirnir gengið nokkuð smurt fyrir sig í Bæjaralandi. Sigur í Meistaradeild Evrópu vorið 2020, þýskur meistaratitill þá sem og vorið 2021. Þegar í ljós kom að Hansi Flick myndi taka við þýska landsliðinu réð Bayern einfaldlega efnilegasta og einn áhugaverðasta þjálfara Evrópu, Julian Nagelsmann. Félagið fór ekki mikinn á leikmannamarkaðnum en eftir að hafa misst David Alaba til Real Madríd á frjálsri sölu var Dayot Upamecano keyptur frá RB Leipzig. Undir lok gluggans leitaði Nagelsmann aftur til síns fyrrum vinnuveitanda og fjárfesti í Marcel Sabitzer. Undirbúningstímabilið var ekkert spes hjá Bæjurum en eftir 1-1 jafntefli við Borussia Mönchengladbach í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar hafa Bæjarar unnið þrjá leiki í röð. Nú síðast lögðu þeir Leipzig 4-1 á útivelli og virðast leikmenn virðast vera aðlagast aðferðum Nagelsmann. Það verður því forvitnilegt að sjá hvort félagið standi undir væntingum Gracenote og landi þeim eyrnastóra í vor. Börsungar fá að sama skapi fullkomið tækifæri til að sýna fram á að krísan í Katalóníu sé á enda er Bæjarar heimsækja Camp Nou í kvöld. Við verðum að bíða og sjá hvað gerist en sigur myndi gera mikið fyrir sálartetur sumra leikmanna Barcelona. Leikur Barcelona og Bayern er á dagskrá Stöð 2 Sport 3 klukkan 19.00 í kvöld. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Fleiri fréttir Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Rashford kynntur hjá Barcelona: „Eins og ég sé kominn heim“ Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Sævar Atli kom Brann yfir en niðurstaðan slæmur skellur Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Cosic kominn í KR-búninginn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Brynjar Ingi í þýsku B-deildina Xhaka of mikilvægur til að selja til Sunderland Ballið ekki búið hjá Breiðabliki „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sjá meira