Stefna á tímamótageimskot á miðvikudagskvöldið Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2021 14:46 Geimfararnir fjórir munu verja þremur dögum á braut um jörðina og er Netflix að gera ferð þeirra skil í sjónvarpsþáttum. Frá vinstri: Chris Sembroski, Jared Isaacman, Hayley Arceneaux og Sian proctor. Inspiriation4 SpaceX stefnir að því að skjóta fjórum almennum borgurum á braut um jörðu á miðvikudagskvöld. Búið er að koma Falcon 9 eldflaug og Crew Dragon geimfari fyrir á skotpalli og virðist allt tilbúið fyrir geimskotið, sem er það fyrsta sinnar tegundar. Það er að segja, þetta verður í fyrsta sinn sem geimferð er farin af eingöngu almennum borgurum. Þá fylgja tökumenn frá Netflix geimförunum verðandi um hvert fótmál. Ferðin er fjármögnum af auðjöfrinum Jared Isaacman og er markmiðið að safna tvö hundruð milljónum dala til styrktar St Jude barnaspítalans. Með Isaacman fara þau Sian Proctor, jarðvísindamaður, Christopher Sembrosi, fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna, og Haley Arceneaux, sem starfar hjá St. Jude og lifði af krabbamein sem hún fékk í æsku. Alþjóðlega geimstöðin er á braut um jörðu í um fjögur hundruð kílómetra hæð en þessi hópur mun fara hærra en það. Sendirförin ber titilinn Inspiration4. Skotglugginn, eins og það er kallað, opnast seint á miðvikudagskvöld eða á miðnætti hér á Íslandi. Hann verður opinn í fimm klukkustundir. Í morgun var kveikt á hreyflum eldflaugarinnar sem bera á geimfarana á sporbraut. Sú tilraun heppnaðist vel í Kennedy Geimmiðstöðinni í Flórída. Static fire test of Falcon 9 complete targeting Wednesday, September 15 for launch of Dragon s first all-civilian human spaceflight. The 5-hour launch window opens at 8:02 p.m. EDT— SpaceX (@SpaceX) September 13, 2021 Það tiltekna geimfar sem hópurinn mun ferðast með var notað til að ferja hóp geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í fyrra. Farið, sem ber heitið Resilience, var í geimnum í hálft ár og var lent aftur á jörðinni í apríl. Crew Dragon geimförin eru talin háþróuð og eru að miklu leyti sjálfvirk. Space.com segir að fjórmenningarnir hafi varið undanförnum sex mánuðum í að æfa sig og undirbúa fyrir geimskotið. Þau hafi meðal annars þurft að læra á geimfarið og styrkja sig líkamlega. SpaceX completed a full rehearsal of launch day activities with the @Inspiration4x crew pic.twitter.com/ZxvKCNbMA0— SpaceX (@SpaceX) September 13, 2021 Isaacman er ekki fyrsti auðjöfurinn til að setja stefnuna út í geim á þessu ári. Fyrir hafa bæði Jeff Bezos og Richard Branson farið út í geim, þó um það megi deila, á geimförum sem hönnuð eru af fyrirtækjum í þeirra eigu. Þessi ferð er þó töluvert umfangsmeiri en ferðir Bezos og Branson. Isaacman vill ekki viðurkenna það að hann sé enn ein hégómafullur auðjöfur sem vilji leika sér í geimnum. Í fyrsta Netflix-þættinum um geimferðina sagði hann að þau gætu látið margt gott af sér leiða. Á hann þar sérstaklega við fjáröflunina fyrir St. Jude en hann hefur sjálfur heitið hundrað milljónum dala til sjúkrahússins. SpaceX Geimurinn Netflix Tengdar fréttir SpaceX skýtur þeim á braut um jörðu og Netflix fangar ævintýrið á filmu SpaceX ætlar að skjóta hópi almennra borgara á braut um jörðu í næsta mánuði og verður geimskotinu og aðdraganda þess gerð skil í heimildaþáttum Netflix. Forsvarsmenn streymisveitunnar segja þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið sýni heimildaþætti „nærri því í rauntíma“. 4. ágúst 2021 15:30 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Það er að segja, þetta verður í fyrsta sinn sem geimferð er farin af eingöngu almennum borgurum. Þá fylgja tökumenn frá Netflix geimförunum verðandi um hvert fótmál. Ferðin er fjármögnum af auðjöfrinum Jared Isaacman og er markmiðið að safna tvö hundruð milljónum dala til styrktar St Jude barnaspítalans. Með Isaacman fara þau Sian Proctor, jarðvísindamaður, Christopher Sembrosi, fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna, og Haley Arceneaux, sem starfar hjá St. Jude og lifði af krabbamein sem hún fékk í æsku. Alþjóðlega geimstöðin er á braut um jörðu í um fjögur hundruð kílómetra hæð en þessi hópur mun fara hærra en það. Sendirförin ber titilinn Inspiration4. Skotglugginn, eins og það er kallað, opnast seint á miðvikudagskvöld eða á miðnætti hér á Íslandi. Hann verður opinn í fimm klukkustundir. Í morgun var kveikt á hreyflum eldflaugarinnar sem bera á geimfarana á sporbraut. Sú tilraun heppnaðist vel í Kennedy Geimmiðstöðinni í Flórída. Static fire test of Falcon 9 complete targeting Wednesday, September 15 for launch of Dragon s first all-civilian human spaceflight. The 5-hour launch window opens at 8:02 p.m. EDT— SpaceX (@SpaceX) September 13, 2021 Það tiltekna geimfar sem hópurinn mun ferðast með var notað til að ferja hóp geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í fyrra. Farið, sem ber heitið Resilience, var í geimnum í hálft ár og var lent aftur á jörðinni í apríl. Crew Dragon geimförin eru talin háþróuð og eru að miklu leyti sjálfvirk. Space.com segir að fjórmenningarnir hafi varið undanförnum sex mánuðum í að æfa sig og undirbúa fyrir geimskotið. Þau hafi meðal annars þurft að læra á geimfarið og styrkja sig líkamlega. SpaceX completed a full rehearsal of launch day activities with the @Inspiration4x crew pic.twitter.com/ZxvKCNbMA0— SpaceX (@SpaceX) September 13, 2021 Isaacman er ekki fyrsti auðjöfurinn til að setja stefnuna út í geim á þessu ári. Fyrir hafa bæði Jeff Bezos og Richard Branson farið út í geim, þó um það megi deila, á geimförum sem hönnuð eru af fyrirtækjum í þeirra eigu. Þessi ferð er þó töluvert umfangsmeiri en ferðir Bezos og Branson. Isaacman vill ekki viðurkenna það að hann sé enn ein hégómafullur auðjöfur sem vilji leika sér í geimnum. Í fyrsta Netflix-þættinum um geimferðina sagði hann að þau gætu látið margt gott af sér leiða. Á hann þar sérstaklega við fjáröflunina fyrir St. Jude en hann hefur sjálfur heitið hundrað milljónum dala til sjúkrahússins.
SpaceX Geimurinn Netflix Tengdar fréttir SpaceX skýtur þeim á braut um jörðu og Netflix fangar ævintýrið á filmu SpaceX ætlar að skjóta hópi almennra borgara á braut um jörðu í næsta mánuði og verður geimskotinu og aðdraganda þess gerð skil í heimildaþáttum Netflix. Forsvarsmenn streymisveitunnar segja þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið sýni heimildaþætti „nærri því í rauntíma“. 4. ágúst 2021 15:30 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
SpaceX skýtur þeim á braut um jörðu og Netflix fangar ævintýrið á filmu SpaceX ætlar að skjóta hópi almennra borgara á braut um jörðu í næsta mánuði og verður geimskotinu og aðdraganda þess gerð skil í heimildaþáttum Netflix. Forsvarsmenn streymisveitunnar segja þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið sýni heimildaþætti „nærri því í rauntíma“. 4. ágúst 2021 15:30