Stefna á tímamótageimskot á miðvikudagskvöldið Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2021 14:46 Geimfararnir fjórir munu verja þremur dögum á braut um jörðina og er Netflix að gera ferð þeirra skil í sjónvarpsþáttum. Frá vinstri: Chris Sembroski, Jared Isaacman, Hayley Arceneaux og Sian proctor. Inspiriation4 SpaceX stefnir að því að skjóta fjórum almennum borgurum á braut um jörðu á miðvikudagskvöld. Búið er að koma Falcon 9 eldflaug og Crew Dragon geimfari fyrir á skotpalli og virðist allt tilbúið fyrir geimskotið, sem er það fyrsta sinnar tegundar. Það er að segja, þetta verður í fyrsta sinn sem geimferð er farin af eingöngu almennum borgurum. Þá fylgja tökumenn frá Netflix geimförunum verðandi um hvert fótmál. Ferðin er fjármögnum af auðjöfrinum Jared Isaacman og er markmiðið að safna tvö hundruð milljónum dala til styrktar St Jude barnaspítalans. Með Isaacman fara þau Sian Proctor, jarðvísindamaður, Christopher Sembrosi, fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna, og Haley Arceneaux, sem starfar hjá St. Jude og lifði af krabbamein sem hún fékk í æsku. Alþjóðlega geimstöðin er á braut um jörðu í um fjögur hundruð kílómetra hæð en þessi hópur mun fara hærra en það. Sendirförin ber titilinn Inspiration4. Skotglugginn, eins og það er kallað, opnast seint á miðvikudagskvöld eða á miðnætti hér á Íslandi. Hann verður opinn í fimm klukkustundir. Í morgun var kveikt á hreyflum eldflaugarinnar sem bera á geimfarana á sporbraut. Sú tilraun heppnaðist vel í Kennedy Geimmiðstöðinni í Flórída. Static fire test of Falcon 9 complete targeting Wednesday, September 15 for launch of Dragon s first all-civilian human spaceflight. The 5-hour launch window opens at 8:02 p.m. EDT— SpaceX (@SpaceX) September 13, 2021 Það tiltekna geimfar sem hópurinn mun ferðast með var notað til að ferja hóp geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í fyrra. Farið, sem ber heitið Resilience, var í geimnum í hálft ár og var lent aftur á jörðinni í apríl. Crew Dragon geimförin eru talin háþróuð og eru að miklu leyti sjálfvirk. Space.com segir að fjórmenningarnir hafi varið undanförnum sex mánuðum í að æfa sig og undirbúa fyrir geimskotið. Þau hafi meðal annars þurft að læra á geimfarið og styrkja sig líkamlega. SpaceX completed a full rehearsal of launch day activities with the @Inspiration4x crew pic.twitter.com/ZxvKCNbMA0— SpaceX (@SpaceX) September 13, 2021 Isaacman er ekki fyrsti auðjöfurinn til að setja stefnuna út í geim á þessu ári. Fyrir hafa bæði Jeff Bezos og Richard Branson farið út í geim, þó um það megi deila, á geimförum sem hönnuð eru af fyrirtækjum í þeirra eigu. Þessi ferð er þó töluvert umfangsmeiri en ferðir Bezos og Branson. Isaacman vill ekki viðurkenna það að hann sé enn ein hégómafullur auðjöfur sem vilji leika sér í geimnum. Í fyrsta Netflix-þættinum um geimferðina sagði hann að þau gætu látið margt gott af sér leiða. Á hann þar sérstaklega við fjáröflunina fyrir St. Jude en hann hefur sjálfur heitið hundrað milljónum dala til sjúkrahússins. SpaceX Geimurinn Netflix Tengdar fréttir SpaceX skýtur þeim á braut um jörðu og Netflix fangar ævintýrið á filmu SpaceX ætlar að skjóta hópi almennra borgara á braut um jörðu í næsta mánuði og verður geimskotinu og aðdraganda þess gerð skil í heimildaþáttum Netflix. Forsvarsmenn streymisveitunnar segja þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið sýni heimildaþætti „nærri því í rauntíma“. 4. ágúst 2021 15:30 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Það er að segja, þetta verður í fyrsta sinn sem geimferð er farin af eingöngu almennum borgurum. Þá fylgja tökumenn frá Netflix geimförunum verðandi um hvert fótmál. Ferðin er fjármögnum af auðjöfrinum Jared Isaacman og er markmiðið að safna tvö hundruð milljónum dala til styrktar St Jude barnaspítalans. Með Isaacman fara þau Sian Proctor, jarðvísindamaður, Christopher Sembrosi, fyrrverandi meðlimur í flugher Bandaríkjanna, og Haley Arceneaux, sem starfar hjá St. Jude og lifði af krabbamein sem hún fékk í æsku. Alþjóðlega geimstöðin er á braut um jörðu í um fjögur hundruð kílómetra hæð en þessi hópur mun fara hærra en það. Sendirförin ber titilinn Inspiration4. Skotglugginn, eins og það er kallað, opnast seint á miðvikudagskvöld eða á miðnætti hér á Íslandi. Hann verður opinn í fimm klukkustundir. Í morgun var kveikt á hreyflum eldflaugarinnar sem bera á geimfarana á sporbraut. Sú tilraun heppnaðist vel í Kennedy Geimmiðstöðinni í Flórída. Static fire test of Falcon 9 complete targeting Wednesday, September 15 for launch of Dragon s first all-civilian human spaceflight. The 5-hour launch window opens at 8:02 p.m. EDT— SpaceX (@SpaceX) September 13, 2021 Það tiltekna geimfar sem hópurinn mun ferðast með var notað til að ferja hóp geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í fyrra. Farið, sem ber heitið Resilience, var í geimnum í hálft ár og var lent aftur á jörðinni í apríl. Crew Dragon geimförin eru talin háþróuð og eru að miklu leyti sjálfvirk. Space.com segir að fjórmenningarnir hafi varið undanförnum sex mánuðum í að æfa sig og undirbúa fyrir geimskotið. Þau hafi meðal annars þurft að læra á geimfarið og styrkja sig líkamlega. SpaceX completed a full rehearsal of launch day activities with the @Inspiration4x crew pic.twitter.com/ZxvKCNbMA0— SpaceX (@SpaceX) September 13, 2021 Isaacman er ekki fyrsti auðjöfurinn til að setja stefnuna út í geim á þessu ári. Fyrir hafa bæði Jeff Bezos og Richard Branson farið út í geim, þó um það megi deila, á geimförum sem hönnuð eru af fyrirtækjum í þeirra eigu. Þessi ferð er þó töluvert umfangsmeiri en ferðir Bezos og Branson. Isaacman vill ekki viðurkenna það að hann sé enn ein hégómafullur auðjöfur sem vilji leika sér í geimnum. Í fyrsta Netflix-þættinum um geimferðina sagði hann að þau gætu látið margt gott af sér leiða. Á hann þar sérstaklega við fjáröflunina fyrir St. Jude en hann hefur sjálfur heitið hundrað milljónum dala til sjúkrahússins.
SpaceX Geimurinn Netflix Tengdar fréttir SpaceX skýtur þeim á braut um jörðu og Netflix fangar ævintýrið á filmu SpaceX ætlar að skjóta hópi almennra borgara á braut um jörðu í næsta mánuði og verður geimskotinu og aðdraganda þess gerð skil í heimildaþáttum Netflix. Forsvarsmenn streymisveitunnar segja þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið sýni heimildaþætti „nærri því í rauntíma“. 4. ágúst 2021 15:30 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
SpaceX skýtur þeim á braut um jörðu og Netflix fangar ævintýrið á filmu SpaceX ætlar að skjóta hópi almennra borgara á braut um jörðu í næsta mánuði og verður geimskotinu og aðdraganda þess gerð skil í heimildaþáttum Netflix. Forsvarsmenn streymisveitunnar segja þetta í fyrsta sinn sem fyrirtækið sýni heimildaþætti „nærri því í rauntíma“. 4. ágúst 2021 15:30