Oddvitaáskorunin: „Verðum að girða okkur í brók“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. september 2021 21:00 Einar og fjölskylda í Kaliforníu. Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2021 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í kjördæmum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum. Einar Brynjólfsson leiðir lista Pírata í Norðausturkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Einar Brynjólfsson, er fæddur og uppalinn á Akureyri. Ég er kvæntur Helgu Hákonardóttur, hjúkrunarfræðingi, og eigum við þrjú börn, Atla Frey, Ásdísi Elfu og Lilju. Svo eigum við eitt barnabarn sem heitir Eygló Aría. Ég hef lengst af starfað sem framhaldsskólakennari, auk þess sem ég sat á Alþingi á einu stysta kjörtímabili Íslandssögunnar, 2016-2017.“ „Ég er eilífðarstúdent og hef lokið MA-prófi í sögu og þýsku, BA-prófi í lögfræði, hef kennsluréttindi, auk þess sem ég lagði stund á nám í íslensku á BA-stigi og í norrænum fræðum á doktorsstigi um tíma. Ætli þetta sé ekki bara orðið gott, og þó, hver veit? Ég trúi því að hægt sé að bæta íslenskt samfélag verulega með því að efla gagnsæi og auka lýðræði og útrýma spillingu sem því miður virðist vera samofin íslenskri pólitík og stjórnsýslu. Nýja stjórnarskráin er auðvitað lykillinn að þessu. Svo verðum að girða okkur í brók þegar kemur að loftslagsmálum, ef við eigum ekki að skila jörðinnni uppfullri af drullu og skít til komandi kynslóða.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mývatnssveit að vetri til í fimbulkulda og logni. Hvað færðu þér í bragðaref? Borða ekki bragðaref. Uppáhalds bók? Sjálfstætt fólk, ég veit að það er klisjukennt. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) „Gente di mare” með Umberto Tozzi. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Nálægt öllum börnunum mínum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Stundaði nám í lögfræði af kappi. Hvað tekur þú í bekk? 140 kg án vandræða, fyrst 70 og svo aftur 70. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Vera framhaldsskólakennari, en það er einmitt starfið mitt núna. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? „Lýðræði - ekkert kjaftæði.” Uppáhalds tónlistarmaður? Mark Knopfler. Besti fimmaurabrandarinn? „Má ég taka mynd af þér?” -„Nei, þá verð ég svo afmyndaður.” Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég náði ekki að kveðja pabba minn, þegar hann fór snemma sumars til að moka snjó af hálendisvegum og var lengi í burtu. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Kannski bara Nelson Mandela. Hann bjó yfir auðmýkt, fyrirgaf misgjörðarmönnum sínum og gerði sitt besta til að binda um sárin sem aðskilnaðarstefnan skildi eftir sig. Besta íslenska Eurovision-lagið? Gleðibankinn, að sjálfsögðu. Besta frí sem þú hefur farið í? Get ómögulega gert upp á milli þeirra, innanlands jafnt sem utan. Uppáhalds þynnkumatur? Treo-freyðitöflur, svo hammari. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Þú ert drekinn. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Ekki prenthæft. Rómantískasta uppátækið? Spyrjið konuna mína að því. Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Píratar Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira
Einar Brynjólfsson leiðir lista Pírata í Norðausturkjördæmi í kosningunum. „Ég heiti Einar Brynjólfsson, er fæddur og uppalinn á Akureyri. Ég er kvæntur Helgu Hákonardóttur, hjúkrunarfræðingi, og eigum við þrjú börn, Atla Frey, Ásdísi Elfu og Lilju. Svo eigum við eitt barnabarn sem heitir Eygló Aría. Ég hef lengst af starfað sem framhaldsskólakennari, auk þess sem ég sat á Alþingi á einu stysta kjörtímabili Íslandssögunnar, 2016-2017.“ „Ég er eilífðarstúdent og hef lokið MA-prófi í sögu og þýsku, BA-prófi í lögfræði, hef kennsluréttindi, auk þess sem ég lagði stund á nám í íslensku á BA-stigi og í norrænum fræðum á doktorsstigi um tíma. Ætli þetta sé ekki bara orðið gott, og þó, hver veit? Ég trúi því að hægt sé að bæta íslenskt samfélag verulega með því að efla gagnsæi og auka lýðræði og útrýma spillingu sem því miður virðist vera samofin íslenskri pólitík og stjórnsýslu. Nýja stjórnarskráin er auðvitað lykillinn að þessu. Svo verðum að girða okkur í brók þegar kemur að loftslagsmálum, ef við eigum ekki að skila jörðinnni uppfullri af drullu og skít til komandi kynslóða.“ Hver er fallegasti staðurinn á Íslandi? Mývatnssveit að vetri til í fimbulkulda og logni. Hvað færðu þér í bragðaref? Borða ekki bragðaref. Uppáhalds bók? Sjálfstætt fólk, ég veit að það er klisjukennt. Uppáhalds „guilty pleasure“ lag? (skammast þín smá fyrir að hafa gaman af því – sakbitin sæla) „Gente di mare” með Umberto Tozzi. Hvar á Íslandi myndir þú helst vilja búa? (Ekki í þínu kjördæmi) Nálægt öllum börnunum mínum. Dundaðir þú þér við eitthvað á tímum Covid og samkomutakmarkana? Hámhorf eða nýtt áhugamál, sem dæmi. Stundaði nám í lögfræði af kappi. Hvað tekur þú í bekk? 140 kg án vandræða, fyrst 70 og svo aftur 70. Burstar þú tennurnar fyrir eða eftir morgunmat? Eftir morgunmat. Draumastarfið? (Fyrir utan þingsetu) Vera framhaldsskólakennari, en það er einmitt starfið mitt núna. Hvað myndir þú segja við Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, ef þú myndir hitta hann í einrúmi? „Lýðræði - ekkert kjaftæði.” Uppáhalds tónlistarmaður? Mark Knopfler. Besti fimmaurabrandarinn? „Má ég taka mynd af þér?” -„Nei, þá verð ég svo afmyndaður.” Ein sterkasta minningin úr æsku? Þegar ég náði ekki að kveðja pabba minn, þegar hann fór snemma sumars til að moka snjó af hálendisvegum og var lengi í burtu. Hver er fyrirmynd þín í pólitík? Kannski bara Nelson Mandela. Hann bjó yfir auðmýkt, fyrirgaf misgjörðarmönnum sínum og gerði sitt besta til að binda um sárin sem aðskilnaðarstefnan skildi eftir sig. Besta íslenska Eurovision-lagið? Gleðibankinn, að sjálfsögðu. Besta frí sem þú hefur farið í? Get ómögulega gert upp á milli þeirra, innanlands jafnt sem utan. Uppáhalds þynnkumatur? Treo-freyðitöflur, svo hammari. Hve oft hefur þú farið að sjá eldgosið? Aldrei. Uppáhalds Fóstbræðraatriði? Þú ert drekinn. Uppáhalds uppátækið frá framhaldsskólaárunum? Ekki prenthæft. Rómantískasta uppátækið? Spyrjið konuna mína að því.
Oddvitaáskorunin Alþingiskosningar 2021 Norðausturkjördæmi Píratar Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Sjá meira