Samkvæmt könnuninni, sem gerð var 8. til 10 september síðastliðinn mælist flokkurinn með 22,3 prósenta fylgi en var í tæpum 25 prósentum í síðustu könnun.
Mesta aukningin í könnuninni virðist vera á miðjunni. Viðreisn bætir við sig miklu fylgi að sögn Morgunblaðsins og Framsóknarflokkurinn sækir einnig í sig veðrið, ef marka má könnunina.
Þá dregur úr fylgi Sósíalistaflokksins en litlar breytingar eru á fylgi annarra flokka.
Um 820 einstaklingar tóku afstöðu til flokkanna í könnuninni og því hæpið að reikna út þingsæti út frá þessari einu könnun.