FBI opinberar fyrsta skjalið um árásirnar 2001 Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2021 10:05 Fjölskyldur fólks sem fórst í árásunum hafa lengii haldið því fram að embættismenn í Sádi-Arabíu hafi vitað af hryðjuverkamönnum í Bandaríkjunum og mögulega hvað þeir ætluðu sér. AP/Chao Soi Cheong Alríkislögregla Bandaríkjanna (FBI) svipti í gær leyndarhulunni af fyrsta skjalinu í tengslum við árásirnar á Tvíburaturnana og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í september 2001. Skjalið snýr að aðstoð sem tveir hryðjuverkamenn frá Sádi-Arabíu fengu í aðdraganda árásanna. Skjalið, sem er sextán blaðsíður, sýnir að mennirnir voru í samskiptum við aðra Sáda í Bandaríkjunum en AP fréttaveitan segir það ekki sanna aðkomu embættismanna frá Sádi-Arabíu að hryðjuverkunum, eins og fjölskyldur fórnarlamba hafa haldið fram. Um er að ræða samantekt á yfirheyrslu yfir manni sem var í samskiptum við Sáda í Bandaríkjunum, menn sem veittu hryðjuverkamönnunum aðstoð í aðdraganda árásanna. Fimmtán af þeim nítján mönnum sem tóku þátt í árásunum voru frá Sádi-Arabíu og Osama bin Laden, fyrrverandi leiðtogi al-Qaeda var sömuleiðis þaðan. Joe Biden, forseti, gaf fyrr í mánuðinum út forsetatilskipun um að svipta ætti skjöl FBI leyndar og var það að miklu leyti vegna pressu frá Bandaríkjaþingi og fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkanna sem stefnt hafa yfirvöldum í Sádi-Arabíu. Sjá einnig: Leynd verður aflétt af rannsóknargögnum FBI Ráðamenn í Sádi-Arabíu hafa ávallt þvertekið fyrir að þarlendir embættismenn hafi aðstoðar hryðjuverkamennina á nokkurn hátt og hafa stutt það að svipta gögn sem snúa að rannsókn FBI leynd. AP hefur eftir lögmanni áðurnefndra fjölskylda sem hafa höfðað mál gegn Sádi-Arabíu að skjalið og önnur gögn sem hefur verið safnað sýni fram á að hryðjuverkamenn al-Qaeda hafi starfað innan Bandaríkjanna með vitneskju og stuðningi ríkisstjórnar Sádi-Arabíu. Lögmaðurinn, sem heitir Jim Kreindler, sagði embættismenn hafa rætt við hryðjuverkamenn og hjálpað þeim við að koma sér fyrir í Bandaríkjunum og komast í flugskóla. Starfsmenn FBI rannsökuðu á sínum tíma mögulega aðkomu embættismanna og annarra frá Sádi-Arabíu að hryðjuverkunum og þar á meðal menn sem áttu í samskiptum við hryðjuverkamennina. Engar beinar vísbendingar um aðkomu ríkisstjórnar konungsríkisins að árásunum hafa þó fundist. Bandaríkin Sádi-Arabía Hryðjuverkin 11. september 2001 Tengdar fréttir Líkti bandarískum öfgamönnum við hryðjuverkamennina frá 2001 George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti ofbeldisfullum bandarískum öfgaöflum við hryðjuverkamennina sem gerðu árásirnar á Tvíburaturnana og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna 11. september 2001. Hann sagði að heimaræktaðir hryðjuverkamenn gætu ógnað Bandaríkjunum eins og erlendir hryðjuverkamenn. 12. september 2021 07:58 Upplifun íbúa New York 11. september 2001: „Ógnarástand og fólk var lengi að jafna sig“ „Þetta var eins fallegur haustdagur og gerist í New York. Blár himinn og haust í lofti,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson aðspurður um morguninn örlagaríka, 11. september 2001. Hann var þá, sem nú, búsettur í New York með fjölskyldu sinni. 11. september 2021 15:27 Alþjóðakerfið eftir 11. september 2001: Bandaríkin grófu undan eigin stöðu með viðbrögðunum Strax að kvöldi 11. september 2001 voru George W. Bush og hans fólk viss um að Al-Qaeda stæði bak við árásirnar mannskæðu. Þjóðaröryggisráðið kom saman, en þar var einhugur um að Bandaríkin þyrftu að svara fyrir sig. Al-Qaeda og Osama Bin Laden hefðu skákað í skjóli Talibana í Afganistan í áraraðir en nú yrði gripið til aðgerða. Enginn greinarmunur yrði gerður á milli Al-Qaeda og Talibana og önnur ríki skyldu láta sér það að kenningu verða. 11. september 2021 11:11 20 ár frá 11. september 2001: Dagurinn sem allt breyttist Sum andartök eru þess eðlis að tilvera þess sem upplifir þau verður aldrei söm á eftir. Fá hafa þó skekið heimsbyggðina jafn skyndilega og jafn afgerandi og þegar tvær farþegaþotur skullu á Tvíburaturnunum við World Trade Center á Manhattan á heiðskírum þriðjudagsmorgni fyrir réttum 20 árum, hinn 11. september árið 2001. 11. september 2021 06:01 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Skjalið, sem er sextán blaðsíður, sýnir að mennirnir voru í samskiptum við aðra Sáda í Bandaríkjunum en AP fréttaveitan segir það ekki sanna aðkomu embættismanna frá Sádi-Arabíu að hryðjuverkunum, eins og fjölskyldur fórnarlamba hafa haldið fram. Um er að ræða samantekt á yfirheyrslu yfir manni sem var í samskiptum við Sáda í Bandaríkjunum, menn sem veittu hryðjuverkamönnunum aðstoð í aðdraganda árásanna. Fimmtán af þeim nítján mönnum sem tóku þátt í árásunum voru frá Sádi-Arabíu og Osama bin Laden, fyrrverandi leiðtogi al-Qaeda var sömuleiðis þaðan. Joe Biden, forseti, gaf fyrr í mánuðinum út forsetatilskipun um að svipta ætti skjöl FBI leyndar og var það að miklu leyti vegna pressu frá Bandaríkjaþingi og fjölskyldum fórnarlamba hryðjuverkanna sem stefnt hafa yfirvöldum í Sádi-Arabíu. Sjá einnig: Leynd verður aflétt af rannsóknargögnum FBI Ráðamenn í Sádi-Arabíu hafa ávallt þvertekið fyrir að þarlendir embættismenn hafi aðstoðar hryðjuverkamennina á nokkurn hátt og hafa stutt það að svipta gögn sem snúa að rannsókn FBI leynd. AP hefur eftir lögmanni áðurnefndra fjölskylda sem hafa höfðað mál gegn Sádi-Arabíu að skjalið og önnur gögn sem hefur verið safnað sýni fram á að hryðjuverkamenn al-Qaeda hafi starfað innan Bandaríkjanna með vitneskju og stuðningi ríkisstjórnar Sádi-Arabíu. Lögmaðurinn, sem heitir Jim Kreindler, sagði embættismenn hafa rætt við hryðjuverkamenn og hjálpað þeim við að koma sér fyrir í Bandaríkjunum og komast í flugskóla. Starfsmenn FBI rannsökuðu á sínum tíma mögulega aðkomu embættismanna og annarra frá Sádi-Arabíu að hryðjuverkunum og þar á meðal menn sem áttu í samskiptum við hryðjuverkamennina. Engar beinar vísbendingar um aðkomu ríkisstjórnar konungsríkisins að árásunum hafa þó fundist.
Bandaríkin Sádi-Arabía Hryðjuverkin 11. september 2001 Tengdar fréttir Líkti bandarískum öfgamönnum við hryðjuverkamennina frá 2001 George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti ofbeldisfullum bandarískum öfgaöflum við hryðjuverkamennina sem gerðu árásirnar á Tvíburaturnana og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna 11. september 2001. Hann sagði að heimaræktaðir hryðjuverkamenn gætu ógnað Bandaríkjunum eins og erlendir hryðjuverkamenn. 12. september 2021 07:58 Upplifun íbúa New York 11. september 2001: „Ógnarástand og fólk var lengi að jafna sig“ „Þetta var eins fallegur haustdagur og gerist í New York. Blár himinn og haust í lofti,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson aðspurður um morguninn örlagaríka, 11. september 2001. Hann var þá, sem nú, búsettur í New York með fjölskyldu sinni. 11. september 2021 15:27 Alþjóðakerfið eftir 11. september 2001: Bandaríkin grófu undan eigin stöðu með viðbrögðunum Strax að kvöldi 11. september 2001 voru George W. Bush og hans fólk viss um að Al-Qaeda stæði bak við árásirnar mannskæðu. Þjóðaröryggisráðið kom saman, en þar var einhugur um að Bandaríkin þyrftu að svara fyrir sig. Al-Qaeda og Osama Bin Laden hefðu skákað í skjóli Talibana í Afganistan í áraraðir en nú yrði gripið til aðgerða. Enginn greinarmunur yrði gerður á milli Al-Qaeda og Talibana og önnur ríki skyldu láta sér það að kenningu verða. 11. september 2021 11:11 20 ár frá 11. september 2001: Dagurinn sem allt breyttist Sum andartök eru þess eðlis að tilvera þess sem upplifir þau verður aldrei söm á eftir. Fá hafa þó skekið heimsbyggðina jafn skyndilega og jafn afgerandi og þegar tvær farþegaþotur skullu á Tvíburaturnunum við World Trade Center á Manhattan á heiðskírum þriðjudagsmorgni fyrir réttum 20 árum, hinn 11. september árið 2001. 11. september 2021 06:01 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Innlent Fleiri fréttir Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Sjá meira
Líkti bandarískum öfgamönnum við hryðjuverkamennina frá 2001 George W. Bush, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, lýsti ofbeldisfullum bandarískum öfgaöflum við hryðjuverkamennina sem gerðu árásirnar á Tvíburaturnana og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna 11. september 2001. Hann sagði að heimaræktaðir hryðjuverkamenn gætu ógnað Bandaríkjunum eins og erlendir hryðjuverkamenn. 12. september 2021 07:58
Upplifun íbúa New York 11. september 2001: „Ógnarástand og fólk var lengi að jafna sig“ „Þetta var eins fallegur haustdagur og gerist í New York. Blár himinn og haust í lofti,“ segir Ólafur Jóhann Ólafsson aðspurður um morguninn örlagaríka, 11. september 2001. Hann var þá, sem nú, búsettur í New York með fjölskyldu sinni. 11. september 2021 15:27
Alþjóðakerfið eftir 11. september 2001: Bandaríkin grófu undan eigin stöðu með viðbrögðunum Strax að kvöldi 11. september 2001 voru George W. Bush og hans fólk viss um að Al-Qaeda stæði bak við árásirnar mannskæðu. Þjóðaröryggisráðið kom saman, en þar var einhugur um að Bandaríkin þyrftu að svara fyrir sig. Al-Qaeda og Osama Bin Laden hefðu skákað í skjóli Talibana í Afganistan í áraraðir en nú yrði gripið til aðgerða. Enginn greinarmunur yrði gerður á milli Al-Qaeda og Talibana og önnur ríki skyldu láta sér það að kenningu verða. 11. september 2021 11:11
20 ár frá 11. september 2001: Dagurinn sem allt breyttist Sum andartök eru þess eðlis að tilvera þess sem upplifir þau verður aldrei söm á eftir. Fá hafa þó skekið heimsbyggðina jafn skyndilega og jafn afgerandi og þegar tvær farþegaþotur skullu á Tvíburaturnunum við World Trade Center á Manhattan á heiðskírum þriðjudagsmorgni fyrir réttum 20 árum, hinn 11. september árið 2001. 11. september 2021 06:01