Fólk hvatt til að huga að lausamunum Samúel Karl Ólason skrifar 12. september 2021 08:54 Von er á sterkum vindhviðum víða um land í dag. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingar búast við allt að 35 til 40 m/s vindhviðum á sunnan- og vestanverðu landinu í dag. Búið er að gefa út gular viðvaranir vegna hvassrar suðvestanáttar sem skella mun á seinni partinn. Um er að ræða leifar fellibyljarins Larrys sem fór yfir Karíbahafseyjar í byrjun mánaðar og norður austurströnd Bandaríkjanna og Kanada. Í tilkynningu frá Veðurvaktinni, sem heldur úti Blika.is, segir að von sé á áðurnefndum hviðum frá hádegi á norðanverðu Snæfellsnesi. Um þrjú leytið megi búast við þeim við Hafnarfjall, á Kjalarnesi og í Hvalfirði. Vindurinn eigi að vera í hámarki milli sex og miðnættis. Þar að auki megi búast við úrhellisrigningu á Reykjanesbrautinni. Á vef Veðurstofu Íslands segir að fólk ætti að ganga frá munum sem geti fokið. Þá segir þar einnig að vindurinn verði hvað mestur við fjöll og hann geti verið varasamur og þá sérstaklega fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Sjá einnig: Gul viðvörun í gildi víða næstu daga Þá megi búast mikilli rigningu og vatnavöxtum í ám og lækjum. Einnig verði aukin hætta á skriðuföllum og grjótshruni. Fyrsti í trampolíni? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í morgun Facebookfærslu þar sem spurt er hvort sá fyrsti í trampolíni sé í dag. Lögreglan mæli með því að lausir munir utandyra séu tryggðir fyrir leiðindaveðrið í kvöld. Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Á þriðjudag: Sunnan 8-15 m/s og rigning eða skúrir, en yfirleitt þurrt N- og A-lands. Hiti 8 til 14 stig, hlýjast á NA-landi. Á miðvikudag: Suðvestan 5-10 og dálitlar skúrir, en þurrt og bjart NA- og A-lands. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Suðaustanátt og víða rigning, en úrkomulítið NA-til. Hiti 10 til 16 stig. Á föstudag: Suðlæg eða breytileg átt og skúrir, en úrkomuminna á Norðaustanverðu landinu. Á laugardag: Útlit fyrir breytilega átt og lítilsháttar skúrir. Heldur kólnandi veður. Veður Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sjá meira
Um er að ræða leifar fellibyljarins Larrys sem fór yfir Karíbahafseyjar í byrjun mánaðar og norður austurströnd Bandaríkjanna og Kanada. Í tilkynningu frá Veðurvaktinni, sem heldur úti Blika.is, segir að von sé á áðurnefndum hviðum frá hádegi á norðanverðu Snæfellsnesi. Um þrjú leytið megi búast við þeim við Hafnarfjall, á Kjalarnesi og í Hvalfirði. Vindurinn eigi að vera í hámarki milli sex og miðnættis. Þar að auki megi búast við úrhellisrigningu á Reykjanesbrautinni. Á vef Veðurstofu Íslands segir að fólk ætti að ganga frá munum sem geti fokið. Þá segir þar einnig að vindurinn verði hvað mestur við fjöll og hann geti verið varasamur og þá sérstaklega fyrir ökutæki sem eru viðkvæm fyrir vindi. Sjá einnig: Gul viðvörun í gildi víða næstu daga Þá megi búast mikilli rigningu og vatnavöxtum í ám og lækjum. Einnig verði aukin hætta á skriðuföllum og grjótshruni. Fyrsti í trampolíni? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í morgun Facebookfærslu þar sem spurt er hvort sá fyrsti í trampolíni sé í dag. Lögreglan mæli með því að lausir munir utandyra séu tryggðir fyrir leiðindaveðrið í kvöld. Veðurhorfur á landinu næstu daga, samkvæmt Veðurstofu Íslands. Á þriðjudag: Sunnan 8-15 m/s og rigning eða skúrir, en yfirleitt þurrt N- og A-lands. Hiti 8 til 14 stig, hlýjast á NA-landi. Á miðvikudag: Suðvestan 5-10 og dálitlar skúrir, en þurrt og bjart NA- og A-lands. Hiti breytist lítið. Á fimmtudag: Suðaustanátt og víða rigning, en úrkomulítið NA-til. Hiti 10 til 16 stig. Á föstudag: Suðlæg eða breytileg átt og skúrir, en úrkomuminna á Norðaustanverðu landinu. Á laugardag: Útlit fyrir breytilega átt og lítilsháttar skúrir. Heldur kólnandi veður.
Veður Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sjá meira