PSG var fyrir leikinn með fullt hús stiga. Tólf stig eftir fjóra leiki og ekki líklegt að deildin verði neitt sérstaklega spennandi. Clermont Foot frá Cermont Ferrand var fórnarlamb dagsins.
Ander Herrera skoraði fyrsta markið þegar hann fylgdi á eftir fyrirgjöf frá Idrisa Gana Gueye sem markvörður Cermont sló út í teiginn. 1-0 og þetta var bara byrjunin. Ander Herrera var svo aftur á ferðinni á 31. mínútu. Aftur var það fyrirgjöf sem markvörðurinn réði illa við sem skilaði Herrera dauðafæri. Að þessu sinni var það Mbappé sem átti fyrirgjöfina.
We earn 3 points at the Parc! #PSGCF63 pic.twitter.com/i8839SCP2T
— Paris Saint-Germain (@PSG_English) September 11, 2021
Mbappé skoraði svo sjálfur þriðja markið þegar hann slapp einn í gegn eftir sendingu frá Julian Draxler, lék á markvörðinn og skoraði auðveldlega.
Það var svo Idrisa Gana Gueye sem skoraði síðasta mark leiksins. af stuttu færi á 65. mínútu. PSG með fullt hús stiga. 15 stig eftir 5 leiki.